Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2021 21:58 Maxwell hefur sagst saklaus af því að hafa hjálpað Epstein með því að lokka unglingsstúlkur sem Epstein og vinir hans misnotuðu kynferðislega. EPA/Jason Szenes Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. Í ákærunni kemur fram að stúlkan hafi á árunum 2001 til 2004 ítrekað nuddað Epstein á heimili hans í Palm Beach í Flórída þar sem hann var ávallt nakinn. Hann hafi í þessum nuddum ítrekað brotið kynferðislega á stúlkunni. Í fyrri ákærum hefur Maxwell verið sökuð um að hafa hjálpað Epstein við að komast í samband við stelpurnar, þjálfa þær og síðar hjálpað honum við að kynferðislega misnota þær. Maxwell hefur aldrei áður verið ákærð fyrir mansal (e. sex-trafficking). Í ákærunni kemur einnig fram að stúlkan hafi nuddað Epstein en að Maxwell, og aðrir sem störfuðu fyrir Epstein, hafi greitt stúlkunni hundruð Bandaríkjadala fyrir „þjónustuna“. Maxwell hefur setið í gæsluvarðhaldi í tæpa níu mánuði og hefur hún neitað sök í öllum ákærum. hún hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa tælt fjölda barnungra stúlkna – sú yngsta 14 ára – fyrir hönd Epsteins. Maxwell er einnig sögð hafa spilað stórt hlutverk í ofbeldinu sem stúlkurnar urðu fyrir. Í ákærunni sem birt var í dag er minnst á aðra fjórtán ára stúlku sem einnig varð fyrir barðinu á Maxwell. Ekki er ljóst fyrir hvers konar ofbeldi hún varð fyrir. Þá segir einnig í ákærunni að Epstein og Maxwell hafi hvatt stúlkurnar til þess að fá fleiri stelpur til þess að nudda Epstein. Þá kemur fram að fyrsta stúlkan hafi fengið fjölda kvenna og stúlkna til þess að veita Epstein „erótísk“ nudd, eins og segir í ákærunni, og hafi þær allar fengið hundruð dali borgaða fyrir hvert nudd. Epstein var sjálfur ákærður fyrir að hafa misnotað tugi kvenna og stúlkna en áður en mál hans fór fyrir dóm tók hann eigið líf í ágúst 2019. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Brúnt vatn og óætur matur: Líkir fangavistinni við pyntingar Það er niðurlægjandi hvernig farið er með Ghislaine Maxwell í fangelsinu í New York, segir bróðir hennar Ian Maxwell. Hann líkir fangavistinni við pyntingar en Maxwell hefur verið sökuð um að hafa útvegað vini sínum Jeffrey Epstein stúlkur undir lögaldri. 10. mars 2021 21:56 Notuðust við farsímagögn til að finna Maxwell Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hafði uppi á Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffrey Epstein, með því að rekja staðsetningu farsíma hennar. Maxwell var handtekinn þann 2. júlí á síðasta ári í aðgerðum lögreglu á heimili hennar í New Hampshire í Bandaríkjunum. 5. janúar 2021 17:49 Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44 Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. 12. nóvember 2020 19:54 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Í ákærunni kemur fram að stúlkan hafi á árunum 2001 til 2004 ítrekað nuddað Epstein á heimili hans í Palm Beach í Flórída þar sem hann var ávallt nakinn. Hann hafi í þessum nuddum ítrekað brotið kynferðislega á stúlkunni. Í fyrri ákærum hefur Maxwell verið sökuð um að hafa hjálpað Epstein við að komast í samband við stelpurnar, þjálfa þær og síðar hjálpað honum við að kynferðislega misnota þær. Maxwell hefur aldrei áður verið ákærð fyrir mansal (e. sex-trafficking). Í ákærunni kemur einnig fram að stúlkan hafi nuddað Epstein en að Maxwell, og aðrir sem störfuðu fyrir Epstein, hafi greitt stúlkunni hundruð Bandaríkjadala fyrir „þjónustuna“. Maxwell hefur setið í gæsluvarðhaldi í tæpa níu mánuði og hefur hún neitað sök í öllum ákærum. hún hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa tælt fjölda barnungra stúlkna – sú yngsta 14 ára – fyrir hönd Epsteins. Maxwell er einnig sögð hafa spilað stórt hlutverk í ofbeldinu sem stúlkurnar urðu fyrir. Í ákærunni sem birt var í dag er minnst á aðra fjórtán ára stúlku sem einnig varð fyrir barðinu á Maxwell. Ekki er ljóst fyrir hvers konar ofbeldi hún varð fyrir. Þá segir einnig í ákærunni að Epstein og Maxwell hafi hvatt stúlkurnar til þess að fá fleiri stelpur til þess að nudda Epstein. Þá kemur fram að fyrsta stúlkan hafi fengið fjölda kvenna og stúlkna til þess að veita Epstein „erótísk“ nudd, eins og segir í ákærunni, og hafi þær allar fengið hundruð dali borgaða fyrir hvert nudd. Epstein var sjálfur ákærður fyrir að hafa misnotað tugi kvenna og stúlkna en áður en mál hans fór fyrir dóm tók hann eigið líf í ágúst 2019.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Brúnt vatn og óætur matur: Líkir fangavistinni við pyntingar Það er niðurlægjandi hvernig farið er með Ghislaine Maxwell í fangelsinu í New York, segir bróðir hennar Ian Maxwell. Hann líkir fangavistinni við pyntingar en Maxwell hefur verið sökuð um að hafa útvegað vini sínum Jeffrey Epstein stúlkur undir lögaldri. 10. mars 2021 21:56 Notuðust við farsímagögn til að finna Maxwell Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hafði uppi á Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffrey Epstein, með því að rekja staðsetningu farsíma hennar. Maxwell var handtekinn þann 2. júlí á síðasta ári í aðgerðum lögreglu á heimili hennar í New Hampshire í Bandaríkjunum. 5. janúar 2021 17:49 Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44 Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. 12. nóvember 2020 19:54 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Brúnt vatn og óætur matur: Líkir fangavistinni við pyntingar Það er niðurlægjandi hvernig farið er með Ghislaine Maxwell í fangelsinu í New York, segir bróðir hennar Ian Maxwell. Hann líkir fangavistinni við pyntingar en Maxwell hefur verið sökuð um að hafa útvegað vini sínum Jeffrey Epstein stúlkur undir lögaldri. 10. mars 2021 21:56
Notuðust við farsímagögn til að finna Maxwell Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hafði uppi á Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffrey Epstein, með því að rekja staðsetningu farsíma hennar. Maxwell var handtekinn þann 2. júlí á síðasta ári í aðgerðum lögreglu á heimili hennar í New Hampshire í Bandaríkjunum. 5. janúar 2021 17:49
Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44
Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. 12. nóvember 2020 19:54
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila