Birtir daglega uppbyggileg verkefni fyrir fjölskyldufólk Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2021 10:30 Erla Súsanna Þórisdóttir aðstoðar fjölskyldur að finna eitthvað að gera í Covid. Erla Súsanna Þórisdóttir heldur úti síðunni Töfrakistan en verkefnið gengur út á að koma með eitt uppbyggilegt verkefni á dag fyrir fjölskyldufólk. Hún deilir þessum hugmyndum fyrir kennara, uppalendur og aðra áhugasama. „Verkefnin eru aðallega fyrir unga fólkið okkar og markmið þeirra er að auka vellíðan og létta lundina næstu daga í samkomubanni,“ segir Erla Súsanna í samtali við Vísi. Hún er sjálf grunnskólakennari og hefur síðustu sjö ár lagt mikla áherslu á hugrækt í kennslunni. „Ég er með alþjóðleg yogakennararéttindi, sérhæfði mig í barna- og unglingayoga og er með kennararéttindi í núvitund. Töfrakistan varð til þegar ég var í diplómanámi á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði en lokaverkefni mitt tengdist iðkun þakklætis og núvitundar í gegnum dagbókarskrif.“ Einföld og skemmtileg verkefni Erla Súsanna er gift Frey Alexanderssyni og búa þau ásamt þremur börnum sínum í Quatar þar sem hann þjálfar knattspyrnu. Erla Súsanna er sem stendur að kenna stelpunum, sem eru 10 og 12 ára, í heimakennslu. „Þar hef ég tækifæri til að skapa, kenna og miðla efni sem miðar að hugrækt barna og nota stelpurnar mínar óspart sem tilraunadýr.“ Tvo til þrjá daga í viku er hún svo einnig með tveggja ára strákinn heima og þarf því að finna verkefni við hans hæfi líka. „Það er sem aldrei fyrr mikilvægt að hlúa að andlegu hliðinni og Töfrakistan er með einföld og skemmtileg verkefni fyrir börn- og unglinga. Það er svo sannarlega verið að reyna á okkur öll á þessu skrítnu tímum og þá er mikilvægt að vera með bakpokann fullan af alls konar verkfærum eins og þrautseigju, þakklæti og núvitund. Við þurfum að minna okkur á að vera þakklát fyrir það sem við höfum og það gerum við frekar ef við erum í núvitund. Það má síðan ekki gleyma að brosa og halda í gleðina. Við búum öll yfir fjársjóði innra með okkur og það er mín von að Töfrakistan hjálpi til við að leysa hann úr læðingi.“ View this post on Instagram A post shared by Töfrakistan (@tofrakistan) Miklar takmarkanir fyrir börn Erla Súsanna að síðustu daga hafi þau fundið enn meira fyrir heimsfaraldrinum þar sem þau búa. „Covid tilfellum fer fjölgandi og sóttvarnarreglurnar voru hertar á sama tíma og á Íslandi núna í síðustu viku en fyrir það fann ég ekki mikið fyrir Covid. Þeir eru hins vegar duglegir að bólusetja og sem dæmi þá mun ég koma bólusett til Íslands í vor. Það mega einungis fimm koma saman í heimahúsi og grímuskylda alls staðar.“ Börnin finna líka töluvert fyrir faraldrinum og samkomutakmörkunum. „Skólahald er búið að vera takmarkað í allan vetur að mér skilst en það þýðir að kennslan fer að hluta til fram í fjarkennslu. Núna eru miklar takmarkanir hjá börnum undir 12 ára, þau mega til dæmis ekki fara í matvörubúðir né verslunarmiðstöðvar. Það eru öll leiksvæði lokuð og skipulögð afþreying fyrir börn er bönnuð. Öll íþróttastarfsemi barna er bönnuð ásamt líkamsræktarstöðvum og svo framvegis. Veitingahús og kaffihús eru þó opin með takmörkunum og það þarf að sitja úti með börn. Það má sem dæmi ekki fara í sundlaugarnar að kæla sig niður. Það er að hitna verulega og meðalhitinn er núna 35 gráður og fer alveg upp í 40 gráður og þá er ekki beint hægt að vera mikið úti með börnin og sandstormurinn er búinn að láta mikið á sér kræla upp á síðkastið og þá fer maður ekki út með börnin. Við látum það hins vegar ekki á okkur fá og með því að einblína á litlu hlutina í lífinu og þakka fyrir það sem maður hefur þá kemst maður yfir þennan hjalla.“ Mun vonandi létta lundina Erla Súsanna segir að þau reyni að passa upp á hugarfarið og að hafa nóg að gera heima. „Það þarf líka ekki alltaf skipulagða starfsemi til að finna sér eitthvað til dundurs. Það gerir mikið fyrir mig að búa til verkefni sem eru einföld og skemmtileg fyrir fjölskyldur og vonandi geta einhverjir nýtt sér það til að létta sér og sínum lundina meðan samkomubannið er í gildi.“ Hún segir að Töfrakistan sé fyrir allan aldur og er hægt að útfæra flest verkefni fyrir það aldursstig sem um ræðir. „Það þurfa síðan ekki einu sinni að vera börn á heimilinu því það er hægt að gera flest þessara verkefna sem ég deili núna í samkomubanninu í góðra vina hópi með tilliti til sóttvarnarreglna að sjálfsögðu. Ég er hvergi nærri hætt eftir að samkomubanni lýkur og held áfram að deila heimakennslunni og lífinu hér í Qatar. Ég er með ýmislegt í pokahorninu er varðar Töfrakistuna og ef þríeykið leyfir langar mig að halda Töfrakistunámskeið fyrir börn í sumar þar sem áhersla er á að læra verkfæri til þess að auka vellíðan í gegnum leik, sköpun og yoga. Það eru endalausir möguleikar fyrir forvitna fjársjóðsleitendur.“ Hér fyrir neðan má sjá fyrsta verkefnið sem Erla Súsanna deildi á síðunni Töfrakistan. Um er að ræða þakklætiskrukku og á meðfylgjandi mynd má finna leiðbeiningar. Töfrakistan „Þetta er frábær leið til þess að setja fókus á það jákvæða næstu daga í samkomubanni því það er alltaf hægt að vera þakklátur fyrir eitthvað á hverjum degi. Þakklætisæfingar af þessu tagi geta aukið vellíðan og hamingju. Þetta er skemmtilegt samvinnuverkefni fyrir fjölskyldur, vinnustaði, skóla eða einstaklinga. Þegar samkomubanninu lýkur er upplagt að halda uppskeruhátíð þar sem krukkan er opnuð og lesið er af miðunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
„Verkefnin eru aðallega fyrir unga fólkið okkar og markmið þeirra er að auka vellíðan og létta lundina næstu daga í samkomubanni,“ segir Erla Súsanna í samtali við Vísi. Hún er sjálf grunnskólakennari og hefur síðustu sjö ár lagt mikla áherslu á hugrækt í kennslunni. „Ég er með alþjóðleg yogakennararéttindi, sérhæfði mig í barna- og unglingayoga og er með kennararéttindi í núvitund. Töfrakistan varð til þegar ég var í diplómanámi á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði en lokaverkefni mitt tengdist iðkun þakklætis og núvitundar í gegnum dagbókarskrif.“ Einföld og skemmtileg verkefni Erla Súsanna er gift Frey Alexanderssyni og búa þau ásamt þremur börnum sínum í Quatar þar sem hann þjálfar knattspyrnu. Erla Súsanna er sem stendur að kenna stelpunum, sem eru 10 og 12 ára, í heimakennslu. „Þar hef ég tækifæri til að skapa, kenna og miðla efni sem miðar að hugrækt barna og nota stelpurnar mínar óspart sem tilraunadýr.“ Tvo til þrjá daga í viku er hún svo einnig með tveggja ára strákinn heima og þarf því að finna verkefni við hans hæfi líka. „Það er sem aldrei fyrr mikilvægt að hlúa að andlegu hliðinni og Töfrakistan er með einföld og skemmtileg verkefni fyrir börn- og unglinga. Það er svo sannarlega verið að reyna á okkur öll á þessu skrítnu tímum og þá er mikilvægt að vera með bakpokann fullan af alls konar verkfærum eins og þrautseigju, þakklæti og núvitund. Við þurfum að minna okkur á að vera þakklát fyrir það sem við höfum og það gerum við frekar ef við erum í núvitund. Það má síðan ekki gleyma að brosa og halda í gleðina. Við búum öll yfir fjársjóði innra með okkur og það er mín von að Töfrakistan hjálpi til við að leysa hann úr læðingi.“ View this post on Instagram A post shared by Töfrakistan (@tofrakistan) Miklar takmarkanir fyrir börn Erla Súsanna að síðustu daga hafi þau fundið enn meira fyrir heimsfaraldrinum þar sem þau búa. „Covid tilfellum fer fjölgandi og sóttvarnarreglurnar voru hertar á sama tíma og á Íslandi núna í síðustu viku en fyrir það fann ég ekki mikið fyrir Covid. Þeir eru hins vegar duglegir að bólusetja og sem dæmi þá mun ég koma bólusett til Íslands í vor. Það mega einungis fimm koma saman í heimahúsi og grímuskylda alls staðar.“ Börnin finna líka töluvert fyrir faraldrinum og samkomutakmörkunum. „Skólahald er búið að vera takmarkað í allan vetur að mér skilst en það þýðir að kennslan fer að hluta til fram í fjarkennslu. Núna eru miklar takmarkanir hjá börnum undir 12 ára, þau mega til dæmis ekki fara í matvörubúðir né verslunarmiðstöðvar. Það eru öll leiksvæði lokuð og skipulögð afþreying fyrir börn er bönnuð. Öll íþróttastarfsemi barna er bönnuð ásamt líkamsræktarstöðvum og svo framvegis. Veitingahús og kaffihús eru þó opin með takmörkunum og það þarf að sitja úti með börn. Það má sem dæmi ekki fara í sundlaugarnar að kæla sig niður. Það er að hitna verulega og meðalhitinn er núna 35 gráður og fer alveg upp í 40 gráður og þá er ekki beint hægt að vera mikið úti með börnin og sandstormurinn er búinn að láta mikið á sér kræla upp á síðkastið og þá fer maður ekki út með börnin. Við látum það hins vegar ekki á okkur fá og með því að einblína á litlu hlutina í lífinu og þakka fyrir það sem maður hefur þá kemst maður yfir þennan hjalla.“ Mun vonandi létta lundina Erla Súsanna segir að þau reyni að passa upp á hugarfarið og að hafa nóg að gera heima. „Það þarf líka ekki alltaf skipulagða starfsemi til að finna sér eitthvað til dundurs. Það gerir mikið fyrir mig að búa til verkefni sem eru einföld og skemmtileg fyrir fjölskyldur og vonandi geta einhverjir nýtt sér það til að létta sér og sínum lundina meðan samkomubannið er í gildi.“ Hún segir að Töfrakistan sé fyrir allan aldur og er hægt að útfæra flest verkefni fyrir það aldursstig sem um ræðir. „Það þurfa síðan ekki einu sinni að vera börn á heimilinu því það er hægt að gera flest þessara verkefna sem ég deili núna í samkomubanninu í góðra vina hópi með tilliti til sóttvarnarreglna að sjálfsögðu. Ég er hvergi nærri hætt eftir að samkomubanni lýkur og held áfram að deila heimakennslunni og lífinu hér í Qatar. Ég er með ýmislegt í pokahorninu er varðar Töfrakistuna og ef þríeykið leyfir langar mig að halda Töfrakistunámskeið fyrir börn í sumar þar sem áhersla er á að læra verkfæri til þess að auka vellíðan í gegnum leik, sköpun og yoga. Það eru endalausir möguleikar fyrir forvitna fjársjóðsleitendur.“ Hér fyrir neðan má sjá fyrsta verkefnið sem Erla Súsanna deildi á síðunni Töfrakistan. Um er að ræða þakklætiskrukku og á meðfylgjandi mynd má finna leiðbeiningar. Töfrakistan „Þetta er frábær leið til þess að setja fókus á það jákvæða næstu daga í samkomubanni því það er alltaf hægt að vera þakklátur fyrir eitthvað á hverjum degi. Þakklætisæfingar af þessu tagi geta aukið vellíðan og hamingju. Þetta er skemmtilegt samvinnuverkefni fyrir fjölskyldur, vinnustaði, skóla eða einstaklinga. Þegar samkomubanninu lýkur er upplagt að halda uppskeruhátíð þar sem krukkan er opnuð og lesið er af miðunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira