Telja töluverðar líkur á að alvarleg afbrigði fuglaflensu berist til landsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2021 11:09 MAST segir að ekki sé talið að mönnum stafi mikil hætta af umræddum afbrigðum fuglaflensuveirunnar og þá stafi ekki smithætta af neyslu alifuglaafurða. Sérfræðingahópur hefur komist að þeirri niðurstöðu að töluverðar líkur séu á því að alvarleg afbrigði fuglaflensuveirunnar berist hingað með farfuglum, sem farnir eru að streyma til landsins. Viðbúnaðarstig hefur verið aukið vegna þessa en það þýðir að allir fulgar í haldi þurfa tímabundið að vera hafðir í yfirbyggðum gerðum þar sem villtir fuglar komast ekki inn, eða í fuglaheldum húsum. Í frétt á vef Matvælastofnunar segir að alvarleg afbrigði fuglaflensuveiru hafi meðal annars greinst á þeim slóðum þar sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til. Þá greindi Bændablaðið frá því í morgun að fuglaflensa hefði greinst á kalkúnabúum í Danmörku. „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt auglýsingu um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla og aðra fugla í haldi. Var það gert á grundvelli tillögu Matvælastofnunar til ráðuneytisins vegna mikillar útbreiðslu fuglaflensu í Evrópu í vetur. Alvarleg afbrigði fuglaflensuveiru hafa m.a. greinst á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til,“ segir í frétt MAST. Þar segir einnig að afleiðingar sjúkdómsins séu alvarlegar en stór hluti fuglanna geti drepist, aflífa þurfi alla fugla á búum þar sem fuglaflensa greinist og þá þurfi að leggja ýmsar takmarkanir á starfsemi á stór svæði umhverfis viðkomandi bú. Óvíst sé hvenær óhætt verði að aflétta auknum sóttvarnaráðstöfunum en smithættan sé endurmetin reglulega. Allir sem halda alifugla eru hvattir til að skrá fuglahald sitt og þá er því beint til fólks að tilkynna fund dauðra fugla. Ítarlegar upplýsingar má finna á vef MAST. Dýraheilbrigði Dýr Matvælaframleiðsla Fuglar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Viðbúnaðarstig hefur verið aukið vegna þessa en það þýðir að allir fulgar í haldi þurfa tímabundið að vera hafðir í yfirbyggðum gerðum þar sem villtir fuglar komast ekki inn, eða í fuglaheldum húsum. Í frétt á vef Matvælastofnunar segir að alvarleg afbrigði fuglaflensuveiru hafi meðal annars greinst á þeim slóðum þar sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til. Þá greindi Bændablaðið frá því í morgun að fuglaflensa hefði greinst á kalkúnabúum í Danmörku. „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt auglýsingu um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla og aðra fugla í haldi. Var það gert á grundvelli tillögu Matvælastofnunar til ráðuneytisins vegna mikillar útbreiðslu fuglaflensu í Evrópu í vetur. Alvarleg afbrigði fuglaflensuveiru hafa m.a. greinst á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til,“ segir í frétt MAST. Þar segir einnig að afleiðingar sjúkdómsins séu alvarlegar en stór hluti fuglanna geti drepist, aflífa þurfi alla fugla á búum þar sem fuglaflensa greinist og þá þurfi að leggja ýmsar takmarkanir á starfsemi á stór svæði umhverfis viðkomandi bú. Óvíst sé hvenær óhætt verði að aflétta auknum sóttvarnaráðstöfunum en smithættan sé endurmetin reglulega. Allir sem halda alifugla eru hvattir til að skrá fuglahald sitt og þá er því beint til fólks að tilkynna fund dauðra fugla. Ítarlegar upplýsingar má finna á vef MAST.
Dýraheilbrigði Dýr Matvælaframleiðsla Fuglar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira