Telja töluverðar líkur á að alvarleg afbrigði fuglaflensu berist til landsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2021 11:09 MAST segir að ekki sé talið að mönnum stafi mikil hætta af umræddum afbrigðum fuglaflensuveirunnar og þá stafi ekki smithætta af neyslu alifuglaafurða. Sérfræðingahópur hefur komist að þeirri niðurstöðu að töluverðar líkur séu á því að alvarleg afbrigði fuglaflensuveirunnar berist hingað með farfuglum, sem farnir eru að streyma til landsins. Viðbúnaðarstig hefur verið aukið vegna þessa en það þýðir að allir fulgar í haldi þurfa tímabundið að vera hafðir í yfirbyggðum gerðum þar sem villtir fuglar komast ekki inn, eða í fuglaheldum húsum. Í frétt á vef Matvælastofnunar segir að alvarleg afbrigði fuglaflensuveiru hafi meðal annars greinst á þeim slóðum þar sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til. Þá greindi Bændablaðið frá því í morgun að fuglaflensa hefði greinst á kalkúnabúum í Danmörku. „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt auglýsingu um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla og aðra fugla í haldi. Var það gert á grundvelli tillögu Matvælastofnunar til ráðuneytisins vegna mikillar útbreiðslu fuglaflensu í Evrópu í vetur. Alvarleg afbrigði fuglaflensuveiru hafa m.a. greinst á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til,“ segir í frétt MAST. Þar segir einnig að afleiðingar sjúkdómsins séu alvarlegar en stór hluti fuglanna geti drepist, aflífa þurfi alla fugla á búum þar sem fuglaflensa greinist og þá þurfi að leggja ýmsar takmarkanir á starfsemi á stór svæði umhverfis viðkomandi bú. Óvíst sé hvenær óhætt verði að aflétta auknum sóttvarnaráðstöfunum en smithættan sé endurmetin reglulega. Allir sem halda alifugla eru hvattir til að skrá fuglahald sitt og þá er því beint til fólks að tilkynna fund dauðra fugla. Ítarlegar upplýsingar má finna á vef MAST. Dýraheilbrigði Dýr Matvælaframleiðsla Fuglar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Viðbúnaðarstig hefur verið aukið vegna þessa en það þýðir að allir fulgar í haldi þurfa tímabundið að vera hafðir í yfirbyggðum gerðum þar sem villtir fuglar komast ekki inn, eða í fuglaheldum húsum. Í frétt á vef Matvælastofnunar segir að alvarleg afbrigði fuglaflensuveiru hafi meðal annars greinst á þeim slóðum þar sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til. Þá greindi Bændablaðið frá því í morgun að fuglaflensa hefði greinst á kalkúnabúum í Danmörku. „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt auglýsingu um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla og aðra fugla í haldi. Var það gert á grundvelli tillögu Matvælastofnunar til ráðuneytisins vegna mikillar útbreiðslu fuglaflensu í Evrópu í vetur. Alvarleg afbrigði fuglaflensuveiru hafa m.a. greinst á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til,“ segir í frétt MAST. Þar segir einnig að afleiðingar sjúkdómsins séu alvarlegar en stór hluti fuglanna geti drepist, aflífa þurfi alla fugla á búum þar sem fuglaflensa greinist og þá þurfi að leggja ýmsar takmarkanir á starfsemi á stór svæði umhverfis viðkomandi bú. Óvíst sé hvenær óhætt verði að aflétta auknum sóttvarnaráðstöfunum en smithættan sé endurmetin reglulega. Allir sem halda alifugla eru hvattir til að skrá fuglahald sitt og þá er því beint til fólks að tilkynna fund dauðra fugla. Ítarlegar upplýsingar má finna á vef MAST.
Dýraheilbrigði Dýr Matvælaframleiðsla Fuglar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira