Aukafjárveiting til lögreglu vegna eldgossins Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 30. mars 2021 14:30 Mikið mæðir nú á viðbragðsaðilum á Suðurnesjum. Nú þegar hafa 16 þúsund manns komið að sjá gosið í Geldingadölum og það hefur kallað á mikla viðveru við umferðarstjórnun og almenna gæslu. Lögreglan á Suðurnesjum starfar á útkallsþungu svæði og allir óvæntir viðburðir, sem kalla á viðveru hennar, geta sett strik í reikninginn hvað varðar fjármögnun. Verkefni stjórnvalda er að tryggja aukfjármagn á svæðið. Ekkert embætti getur gert ráð fyrir eldgosi í fjárhagsáætlun sinni. Hin almenna löggæsla hefur, því miður, ekki verið nægilega fjármögnuð eða mönnuð og það er morgunljóst að viðburður eins og eldgosið hefur mikil fjárhagsleg áhrif á Lögregluna á Suðurnesjum. Hún þarf að festa lögreglumenn við eldgosið sem er hægara sagt en gert í því mönnunarástandi sem uppi er. Við þetta bætist að á sama tíma hefur verið unnið að því að bæta við auka mannskap og vöktum til að brúa bilið vegna styttingu vinnuvikunnar. Það eru fordæmi fyrir því að greiða aukalega þegar óvænt útgjöld koma upp og ég hvet ráðherra til að bregðast hratt við með aukafjárveitingu. Alþingi gæti síðan þurft að huga að því að koma inn auknum fjármunum á svæðið í gegnum fjárauka, bæði til löggæslu en einnig til annarra viðbragðsaðila. Álagið á heimafólki er mikið, björgunarsveitir standa vaktir dag eftir dag. Það er ekki hægt að ætlast til þess að slíkt sé gert aðeins á því frábæra sjálfboðaliðastarfi sem björgunarsveitirnar stunda. Þær hafa enn og aftur sýnt hve mikilvægar þær eru íslensku samfélagi. Þegar er farið að huga að því að koma fjármunum til svæðisins í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og er það vel. Það þarf hins vegar að tryggja að kostnaður lendi ekki á hinum mikilvægu viðbragðsaðilum á svæðinu. Ég skora á ráðherra að gefa strax út yfirlýsingu um að Lögreglunni á Suðurnesjum verði bættur allur sá kostnaður sem felst af gosinu. Hún á svo minn stuðning vísan á þingi við að koma þeim fjármunum í fastara form. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Lögreglan Alþingi Eldgos í Fagradalsfjalli Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Mikið mæðir nú á viðbragðsaðilum á Suðurnesjum. Nú þegar hafa 16 þúsund manns komið að sjá gosið í Geldingadölum og það hefur kallað á mikla viðveru við umferðarstjórnun og almenna gæslu. Lögreglan á Suðurnesjum starfar á útkallsþungu svæði og allir óvæntir viðburðir, sem kalla á viðveru hennar, geta sett strik í reikninginn hvað varðar fjármögnun. Verkefni stjórnvalda er að tryggja aukfjármagn á svæðið. Ekkert embætti getur gert ráð fyrir eldgosi í fjárhagsáætlun sinni. Hin almenna löggæsla hefur, því miður, ekki verið nægilega fjármögnuð eða mönnuð og það er morgunljóst að viðburður eins og eldgosið hefur mikil fjárhagsleg áhrif á Lögregluna á Suðurnesjum. Hún þarf að festa lögreglumenn við eldgosið sem er hægara sagt en gert í því mönnunarástandi sem uppi er. Við þetta bætist að á sama tíma hefur verið unnið að því að bæta við auka mannskap og vöktum til að brúa bilið vegna styttingu vinnuvikunnar. Það eru fordæmi fyrir því að greiða aukalega þegar óvænt útgjöld koma upp og ég hvet ráðherra til að bregðast hratt við með aukafjárveitingu. Alþingi gæti síðan þurft að huga að því að koma inn auknum fjármunum á svæðið í gegnum fjárauka, bæði til löggæslu en einnig til annarra viðbragðsaðila. Álagið á heimafólki er mikið, björgunarsveitir standa vaktir dag eftir dag. Það er ekki hægt að ætlast til þess að slíkt sé gert aðeins á því frábæra sjálfboðaliðastarfi sem björgunarsveitirnar stunda. Þær hafa enn og aftur sýnt hve mikilvægar þær eru íslensku samfélagi. Þegar er farið að huga að því að koma fjármunum til svæðisins í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og er það vel. Það þarf hins vegar að tryggja að kostnaður lendi ekki á hinum mikilvægu viðbragðsaðilum á svæðinu. Ég skora á ráðherra að gefa strax út yfirlýsingu um að Lögreglunni á Suðurnesjum verði bættur allur sá kostnaður sem felst af gosinu. Hún á svo minn stuðning vísan á þingi við að koma þeim fjármunum í fastara form. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar