Aukafjárveiting til lögreglu vegna eldgossins Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 30. mars 2021 14:30 Mikið mæðir nú á viðbragðsaðilum á Suðurnesjum. Nú þegar hafa 16 þúsund manns komið að sjá gosið í Geldingadölum og það hefur kallað á mikla viðveru við umferðarstjórnun og almenna gæslu. Lögreglan á Suðurnesjum starfar á útkallsþungu svæði og allir óvæntir viðburðir, sem kalla á viðveru hennar, geta sett strik í reikninginn hvað varðar fjármögnun. Verkefni stjórnvalda er að tryggja aukfjármagn á svæðið. Ekkert embætti getur gert ráð fyrir eldgosi í fjárhagsáætlun sinni. Hin almenna löggæsla hefur, því miður, ekki verið nægilega fjármögnuð eða mönnuð og það er morgunljóst að viðburður eins og eldgosið hefur mikil fjárhagsleg áhrif á Lögregluna á Suðurnesjum. Hún þarf að festa lögreglumenn við eldgosið sem er hægara sagt en gert í því mönnunarástandi sem uppi er. Við þetta bætist að á sama tíma hefur verið unnið að því að bæta við auka mannskap og vöktum til að brúa bilið vegna styttingu vinnuvikunnar. Það eru fordæmi fyrir því að greiða aukalega þegar óvænt útgjöld koma upp og ég hvet ráðherra til að bregðast hratt við með aukafjárveitingu. Alþingi gæti síðan þurft að huga að því að koma inn auknum fjármunum á svæðið í gegnum fjárauka, bæði til löggæslu en einnig til annarra viðbragðsaðila. Álagið á heimafólki er mikið, björgunarsveitir standa vaktir dag eftir dag. Það er ekki hægt að ætlast til þess að slíkt sé gert aðeins á því frábæra sjálfboðaliðastarfi sem björgunarsveitirnar stunda. Þær hafa enn og aftur sýnt hve mikilvægar þær eru íslensku samfélagi. Þegar er farið að huga að því að koma fjármunum til svæðisins í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og er það vel. Það þarf hins vegar að tryggja að kostnaður lendi ekki á hinum mikilvægu viðbragðsaðilum á svæðinu. Ég skora á ráðherra að gefa strax út yfirlýsingu um að Lögreglunni á Suðurnesjum verði bættur allur sá kostnaður sem felst af gosinu. Hún á svo minn stuðning vísan á þingi við að koma þeim fjármunum í fastara form. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Lögreglan Alþingi Eldgos í Fagradalsfjalli Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Mikið mæðir nú á viðbragðsaðilum á Suðurnesjum. Nú þegar hafa 16 þúsund manns komið að sjá gosið í Geldingadölum og það hefur kallað á mikla viðveru við umferðarstjórnun og almenna gæslu. Lögreglan á Suðurnesjum starfar á útkallsþungu svæði og allir óvæntir viðburðir, sem kalla á viðveru hennar, geta sett strik í reikninginn hvað varðar fjármögnun. Verkefni stjórnvalda er að tryggja aukfjármagn á svæðið. Ekkert embætti getur gert ráð fyrir eldgosi í fjárhagsáætlun sinni. Hin almenna löggæsla hefur, því miður, ekki verið nægilega fjármögnuð eða mönnuð og það er morgunljóst að viðburður eins og eldgosið hefur mikil fjárhagsleg áhrif á Lögregluna á Suðurnesjum. Hún þarf að festa lögreglumenn við eldgosið sem er hægara sagt en gert í því mönnunarástandi sem uppi er. Við þetta bætist að á sama tíma hefur verið unnið að því að bæta við auka mannskap og vöktum til að brúa bilið vegna styttingu vinnuvikunnar. Það eru fordæmi fyrir því að greiða aukalega þegar óvænt útgjöld koma upp og ég hvet ráðherra til að bregðast hratt við með aukafjárveitingu. Alþingi gæti síðan þurft að huga að því að koma inn auknum fjármunum á svæðið í gegnum fjárauka, bæði til löggæslu en einnig til annarra viðbragðsaðila. Álagið á heimafólki er mikið, björgunarsveitir standa vaktir dag eftir dag. Það er ekki hægt að ætlast til þess að slíkt sé gert aðeins á því frábæra sjálfboðaliðastarfi sem björgunarsveitirnar stunda. Þær hafa enn og aftur sýnt hve mikilvægar þær eru íslensku samfélagi. Þegar er farið að huga að því að koma fjármunum til svæðisins í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og er það vel. Það þarf hins vegar að tryggja að kostnaður lendi ekki á hinum mikilvægu viðbragðsaðilum á svæðinu. Ég skora á ráðherra að gefa strax út yfirlýsingu um að Lögreglunni á Suðurnesjum verði bættur allur sá kostnaður sem felst af gosinu. Hún á svo minn stuðning vísan á þingi við að koma þeim fjármunum í fastara form. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun