Hleypa ekki fleiri bílum að gossvæðinu Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 19:30 Lögreglumenn vísa nú ökumönnum sem ætla sér að gossvæðinu frá við upphaf Grindavíkurvegar við Reykjanesbrautina. Vísir/Jóhann Lokað hefur verið fyrir bílaumferð að gossvæðinu í Geldingadölum. Mikil bílaröð myndaðist síðdegis og náði hún alla leiðina að afleggjaranum að Bláa lóninu á Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að ökumenn sem eru staðsettir vestan við Stafholt og austan við Ísólfsskála eigi ekki möguleika á að komast inn á gossvæðið og fleiri ökutækjum verði ekki hleypt inn. Sigvaldi Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir við Vísi að hann geri fastlega ráð fyrir að gossvæðinu verði lokað aftur í kvöld líkt og gert hefur verið síðustu kvöld. Þá var lokað klukkan 22:00. Gera megi þá ráð fyrir að opnað verði fyrir umferð aftur í fyrramálið. Ágangurinn á svæðið síðdegis og í kvöld hafi verið svo mikill að engin bílastæði hafi verið laus og sumir ökumenn tekið upp á því að leggja á Suðurstrandarvegi. Viðbragðsaðilar hafi því átt erfitt með að athafna sig á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að sumir hefðu gripið til þess ráðs að ganga frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi til að komast að gossvæðinu. Myndatökumaður Stöðvar 2 sem var við Bláa lónið um klukkan 19:00 í kvöld segir að tugir bíla hafi verið lagðir þar og fólk hafi gengið þaðan í átt að eldstöðinni. Sigvaldi segir að ekki hafi enn verið lokað fyrir umferð göngufólks en hann varar við því að mjög duglegur spotti sé frá þeim stað þar sem fólk leggur nú upp í göngu eftir að lokað var fyrir bílaumferð um svæðið og að upphafsstað gönguleiðarinnar að Geldingadölum. Fólk átti sig jafnvel ekki á að leiðin sé fleiri kílómetrar. Mikil aðsókn hefur verið að gossvæðinu í góðu veðri í dag. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, lýsti því við Vísis síðdegis að bílröð næði frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar að gosinu í Geldingadölum og út af fjallinu Þorbirni, hinum megin við Grindavík. Umferðarhnúturinn teppti leið Grindvíkinga sjálfra. Sagðist Bogi hafa þrýst á um að lokað yrði fyrir umferð á svæðið. Lögreglan tilkynnti skömmu fyrir klukkan 18:00 að lokað hefði verið fyrir umferð tímabundið og óvíst væri hvort opnað yrði aftur í dag. Sú tilkynning var uppfærð og skorið úr um að fleiri ökutækjum yrði ekki hleypt á svæðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að ökumenn sem eru staðsettir vestan við Stafholt og austan við Ísólfsskála eigi ekki möguleika á að komast inn á gossvæðið og fleiri ökutækjum verði ekki hleypt inn. Sigvaldi Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir við Vísi að hann geri fastlega ráð fyrir að gossvæðinu verði lokað aftur í kvöld líkt og gert hefur verið síðustu kvöld. Þá var lokað klukkan 22:00. Gera megi þá ráð fyrir að opnað verði fyrir umferð aftur í fyrramálið. Ágangurinn á svæðið síðdegis og í kvöld hafi verið svo mikill að engin bílastæði hafi verið laus og sumir ökumenn tekið upp á því að leggja á Suðurstrandarvegi. Viðbragðsaðilar hafi því átt erfitt með að athafna sig á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að sumir hefðu gripið til þess ráðs að ganga frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi til að komast að gossvæðinu. Myndatökumaður Stöðvar 2 sem var við Bláa lónið um klukkan 19:00 í kvöld segir að tugir bíla hafi verið lagðir þar og fólk hafi gengið þaðan í átt að eldstöðinni. Sigvaldi segir að ekki hafi enn verið lokað fyrir umferð göngufólks en hann varar við því að mjög duglegur spotti sé frá þeim stað þar sem fólk leggur nú upp í göngu eftir að lokað var fyrir bílaumferð um svæðið og að upphafsstað gönguleiðarinnar að Geldingadölum. Fólk átti sig jafnvel ekki á að leiðin sé fleiri kílómetrar. Mikil aðsókn hefur verið að gossvæðinu í góðu veðri í dag. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, lýsti því við Vísis síðdegis að bílröð næði frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar að gosinu í Geldingadölum og út af fjallinu Þorbirni, hinum megin við Grindavík. Umferðarhnúturinn teppti leið Grindvíkinga sjálfra. Sagðist Bogi hafa þrýst á um að lokað yrði fyrir umferð á svæðið. Lögreglan tilkynnti skömmu fyrir klukkan 18:00 að lokað hefði verið fyrir umferð tímabundið og óvíst væri hvort opnað yrði aftur í dag. Sú tilkynning var uppfærð og skorið úr um að fleiri ökutækjum yrði ekki hleypt á svæðið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira