Ekki alvarleg nauðgun fyrst þolandinn valdi að verða ölvaður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2021 11:51 Til stendur að breyta lögunum í Minnesota en þau eru áþekk í 39 öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Dómstólar í Minnesota í Bandaríkjunum máttu ekki dæma mann fyrir alvarlega (e. felony) nauðgun, þar sem konan sem hann braut gegn neytti áfengis sjálfviljug áður en árásin átti sér stað. Hæstiréttur Minnesota komst að þessari niðurstöðu á dögunum en maðurinn hafði áður verið fundinn sekur í undirrétti og sá dómur staðfestur af áfrýjunardómstól. Umrætt atvik átti sér stað fyrir fjórum árum en þá hafði þolandanum og vinkonu hennar verið meinaður aðgangur að skemmtistað í Minneapolis, þar sem þolandinn þótti of drukkinn. Gerandinn, Francois Momolu Khalil, sem var fyrir utan ásamt tveimur öðrum mönnum, bauð konunum í partý. Khalil ók konunum á staðinn en þar reyndist ekkert partý. Þolandinn sofnaði fljótlega á sófa í umræddri íbúð og vaknaði með Khalil ofan á sér. Hún sagði honum að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum en hann maldaði í móinn og þegar hún vaknaði aftur var búið að afklæða hana. Konan leitaði á sjúkrahús sama dag og til lögreglu fjórum dögum seinna. Niðurstaða hæstaréttar mun leiða til þess að aftur verður réttað í málinu en ef Khalil verður fundinn sekur á ný fær hann nú líklega í mesta lagi nokkurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Minnesota er meðal þeirra 40 ríkja Bandaríkjanna þar sem þolendur eru aðeins taldir ófærir um að veita samþykki ef þeir eru undir áhrifum „gegn vilja sínum“, það er að segja ef þeim hefur verið gefið áfengi eða lyf án samþykkis. Ef þolandinn varð ölvaður að sjálfsdáðun, er samkvæmt lögum í þessum ríkjum ekki hægt að færa þau rök að hann hafi verið ófær um að gefa samþykki sökum ölvunarástands. Unnið hefur verið að lagabreytingu í Minnesota hvað þetta varðar og liggur frumvarp fyrir neðri deild þingsins sem nýtur stuðnings þvert á flokkslínur. Frétt Washington Post um málið. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Hæstiréttur Minnesota komst að þessari niðurstöðu á dögunum en maðurinn hafði áður verið fundinn sekur í undirrétti og sá dómur staðfestur af áfrýjunardómstól. Umrætt atvik átti sér stað fyrir fjórum árum en þá hafði þolandanum og vinkonu hennar verið meinaður aðgangur að skemmtistað í Minneapolis, þar sem þolandinn þótti of drukkinn. Gerandinn, Francois Momolu Khalil, sem var fyrir utan ásamt tveimur öðrum mönnum, bauð konunum í partý. Khalil ók konunum á staðinn en þar reyndist ekkert partý. Þolandinn sofnaði fljótlega á sófa í umræddri íbúð og vaknaði með Khalil ofan á sér. Hún sagði honum að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum en hann maldaði í móinn og þegar hún vaknaði aftur var búið að afklæða hana. Konan leitaði á sjúkrahús sama dag og til lögreglu fjórum dögum seinna. Niðurstaða hæstaréttar mun leiða til þess að aftur verður réttað í málinu en ef Khalil verður fundinn sekur á ný fær hann nú líklega í mesta lagi nokkurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Minnesota er meðal þeirra 40 ríkja Bandaríkjanna þar sem þolendur eru aðeins taldir ófærir um að veita samþykki ef þeir eru undir áhrifum „gegn vilja sínum“, það er að segja ef þeim hefur verið gefið áfengi eða lyf án samþykkis. Ef þolandinn varð ölvaður að sjálfsdáðun, er samkvæmt lögum í þessum ríkjum ekki hægt að færa þau rök að hann hafi verið ófær um að gefa samþykki sökum ölvunarástands. Unnið hefur verið að lagabreytingu í Minnesota hvað þetta varðar og liggur frumvarp fyrir neðri deild þingsins sem nýtur stuðnings þvert á flokkslínur. Frétt Washington Post um málið.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“