Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2021 12:00 Þorsteinn Már forstjóri Samherja og þeir félagar í Kveik, Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson. Vísir/Vilhelm Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. Stjórn Ríkisútvarpisins hefur svarað Samherja sem sendi erindi til stjórnar þar sem þess var krafist, í kjölfar dóms siðanefndar stofnunarinnar þess efnis að Helgi Seljan fréttamaður hafi brotið siðareglur með ummælum sínum á samfélagsmiðlum. Stjórnin lýsir því yfir að það sé ekki á þeirra verksviði að hlutast til um störf fréttamanna. Vísað er til erindisins sem dagsett er 29. mars síðastliðins í kjölfar úrskurðar siðanefndar Ríkisútvarpsins frá því í síðustu viku. Erindið var sent stjórnarmönnum og rætt á fundi stjórnarinnar 30. mars 2021. „Málefni einstakra starfsmanna Ríkisútvarpsins er ekki til úrlausnar á borði stjórnar RÚV. Stjórnin hlutast ekki til um fréttaflutning eða aðra dagskrá RÚV, t.d. með því að leggja mat á hvaða starfsfólk sinni umfjöllun eða fréttaflutningi um tiltekin málefni. Þau verkefni eru í höndum hlutaðeigandi dagskrárstjóra, fréttastjóra sem og dagskrárgerðarfólks og fréttamanna og eru á ábyrgð útvarpsstjóra, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013.“ Þá segir að yfirlýsing Ríkisútvarpsins, sem sett var inn á vef þess þegar niðurstaða siðanefndar lá fyrir, komi frá útvarpsstjóra og varafréttastjóra vegna atriða sem snúa að fréttastofunni. Og með hliðsjón að framangreindu muni stjórn RÚV ekki aðhafast frekar í kjölfar framangreinds erindis frá 29. mars. sl. Undir þetta skrifar Jóhanna Hreiðarsdóttir formaður stjórnar og er afrit sent Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin sagði sig frá verkefninu vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56 Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08 Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Stjórn Ríkisútvarpisins hefur svarað Samherja sem sendi erindi til stjórnar þar sem þess var krafist, í kjölfar dóms siðanefndar stofnunarinnar þess efnis að Helgi Seljan fréttamaður hafi brotið siðareglur með ummælum sínum á samfélagsmiðlum. Stjórnin lýsir því yfir að það sé ekki á þeirra verksviði að hlutast til um störf fréttamanna. Vísað er til erindisins sem dagsett er 29. mars síðastliðins í kjölfar úrskurðar siðanefndar Ríkisútvarpsins frá því í síðustu viku. Erindið var sent stjórnarmönnum og rætt á fundi stjórnarinnar 30. mars 2021. „Málefni einstakra starfsmanna Ríkisútvarpsins er ekki til úrlausnar á borði stjórnar RÚV. Stjórnin hlutast ekki til um fréttaflutning eða aðra dagskrá RÚV, t.d. með því að leggja mat á hvaða starfsfólk sinni umfjöllun eða fréttaflutningi um tiltekin málefni. Þau verkefni eru í höndum hlutaðeigandi dagskrárstjóra, fréttastjóra sem og dagskrárgerðarfólks og fréttamanna og eru á ábyrgð útvarpsstjóra, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013.“ Þá segir að yfirlýsing Ríkisútvarpsins, sem sett var inn á vef þess þegar niðurstaða siðanefndar lá fyrir, komi frá útvarpsstjóra og varafréttastjóra vegna atriða sem snúa að fréttastofunni. Og með hliðsjón að framangreindu muni stjórn RÚV ekki aðhafast frekar í kjölfar framangreinds erindis frá 29. mars. sl. Undir þetta skrifar Jóhanna Hreiðarsdóttir formaður stjórnar og er afrit sent Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin sagði sig frá verkefninu vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56 Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08 Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin sagði sig frá verkefninu vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56
Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08
Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21