Frakkar herða aftur á aðgerðum gegn veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 19:48 Kona fylgist með Macron forseta kynna hertar sóttvarnaaðgerðir í sjónvarpsávarpi. Heimilishundurinn er síður áhugasamur. Vísir/EPA Skólar í Frakklandi verða lokaðir næstu þrjár vikurnar í það minnsta samkvæmt nýjum og hertum sóttvarnaaðgerðum sem Emmanuel Macron forseti kynnti í dag. Varaði hann við því að yfirvöld gætu misst tökin á kórónuveirufaraldrinum yrði ekki gripið til aðgerða strax. Um 5.000 manns eru nú á gjörgæsludeildum franskra sjúkrahúsa með Covid-19. Smituðum fer nú fjölgandi þar aftur eins og í nokkrum öðrum Evrópuríkjum. Dregið hefur verið úr annarri þjónustu á sjúkrahúsum í París og nágrenni vegna álagsins. Öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar verður gert að loka frá og með laugardegi og fólki verður bannað að ferðast lengra en tíu kílómetra að heiman án gildrar ástæðu. Sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi í ákveðnum landshlutum fyrr í þessum mánuði gilda nú víðar um landið. „Allir ættu að takmarka samneyti sitt við annað fólk,“ sagði Macron í sjónvarpsávarpi í dag. Landsmenn fengju páskahelgina til þess að koma sér þangað sem þeir vilja eyða takmarkanatímabilinu. Lýsti Macron ástandi faraldursins sem „viðkvæmu“ og að aprílmánuður ætti eftir að skipta sköpum. „Við missum stjórnina ef við látum ekki til skarar skríða núna,“ sagði forsetinn. Franska þingið á enn eftir að samþykkja aðgerðir Macron. Greidd verða atkvæði um þær á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skólar munu bjóða upp á fjarkennslu frá og með næstu viku en börn framlínustarfsfólks fær áfram að mæta í tíma. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Um 5.000 manns eru nú á gjörgæsludeildum franskra sjúkrahúsa með Covid-19. Smituðum fer nú fjölgandi þar aftur eins og í nokkrum öðrum Evrópuríkjum. Dregið hefur verið úr annarri þjónustu á sjúkrahúsum í París og nágrenni vegna álagsins. Öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar verður gert að loka frá og með laugardegi og fólki verður bannað að ferðast lengra en tíu kílómetra að heiman án gildrar ástæðu. Sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi í ákveðnum landshlutum fyrr í þessum mánuði gilda nú víðar um landið. „Allir ættu að takmarka samneyti sitt við annað fólk,“ sagði Macron í sjónvarpsávarpi í dag. Landsmenn fengju páskahelgina til þess að koma sér þangað sem þeir vilja eyða takmarkanatímabilinu. Lýsti Macron ástandi faraldursins sem „viðkvæmu“ og að aprílmánuður ætti eftir að skipta sköpum. „Við missum stjórnina ef við látum ekki til skarar skríða núna,“ sagði forsetinn. Franska þingið á enn eftir að samþykkja aðgerðir Macron. Greidd verða atkvæði um þær á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skólar munu bjóða upp á fjarkennslu frá og með næstu viku en börn framlínustarfsfólks fær áfram að mæta í tíma.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira