Þá barst lögreglu tilkynning um innbrot í geymslur fjölbýlishúss í Grafarvogi, en ekki liggur fyrir hvort nokkru var stolið þaðan. Samkvæmt dagbók lögreglu var þá tvívegis í gærkvöldi tilkynnt um búðarhnupl, í Breiðholti annars vegar og Fossvogi hins vegar.
Á níunda tímanum í gærkvöldi handtók lögregla þá mann í „mjög annarlegu ástandi“ í Árbæ. Maðurinn er grunaður um eignaspjöll og var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar á máli hans.
Nokkur mál þar sem ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna komu á borð lögreglu í gær og í nótt. Eitt slíkt átti sér stað skömmu fyrir klukkan eitt í nótt, þegar bifreið var stöðvuð eftir að hún mældist á hraðanum 110 á svæði þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80. Reyndist ökumaður bifreiðarinnar vera 17 ára og verður málið tilkynnt forráðamanni hans og Barnavernd, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.