Inter gæti þurft að selja Lukaku vegna bágrar fjárhagsstöðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2021 12:00 Lukaku kann vel við sig hjá Inter en gæti verið seldur í sumar vegna fjárhagsstöðu félagsins. Chris Ricco/Getty Images Inter Milan virðist loks vera búið að stöðva einokun Juventus á ítalska meistaratitlinum. Fátt virðist geta stöðvað liðið sem trónir nú á toppi Serie A-deildarinnar en slæm fjárhagsstaða liðsins gæti þýtt að bestu menn þess séu til sölu í sumar. Þar á meðal er belgíski markahrókurinn Romelu Lukaku sem hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Inter sumarið 2019. Ítalski miðillinn Corriere dello Sport greindi frá. Antonio Conte, þjálfari Inter, hefur sótt hvern leikmanninn á fætur öðrum síðan hann tók við og nú loksins virðist sem 11 ára bið félagsins sé á enda. Meistaratitillinn er í augsýn en ef marka má fregnir frá meginlandinu verður erfitt fyrir Inter að berjast um titilinn á næsta ári. Kórónufaraldurinn hefur haft slæmt áhrif á félagið sem er talið koma út úr núverandi leiktíð rúmar 120 til 140 milljónir evra í mínus. Kínverskir eigendur Inter þurftu að leggja niður liðið sem þeir áttu í heimalandinu, og það aðeins þremur mánuðum eftir að það varð meistari þar í landi. Til að bæta gráu ofan á svart þá ku Inter enn skulda Manchester United 43 punda fyrir Lukaku og því gæti eina lausnin verið selja hinn 27 ára gamla framherja. Talið er að Inter vilji 120 milljónir evra í sinn vasa en eins og staðan er í dag er erfitt að sjá hvaða lið ætti að punga út þeirri upphæð. Lukaku er ekki eini leikmaður Inter sem er orðaður við önnur félög en varnarmaðurinn Milan Skriniar er sífellt orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. Lautaro Martinez, hinn framherji Inter, var orðaður við Barcelona síðasta sumar en fór á endanum ekki fet og gerir það eflaust ekki í sumar þar sem Börsungar eru á barmi gjaldþrots. Þá var Daninn Christian Eriksen orðaður frá félaginu en hann hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og virðist í plönum Conte í dag. Lukaku hefur sjálfur sagt að hann hafi engan áhuga á því að fara. Hann njóti sín hjá Inter og vilji vera þar áfram. Belginn hefur skorað 19 mörk í Serie á leiktíðinni ásamt því að leggja upp sjö mörk til viðbótar. Þá er hann orðinn markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi. Inter Milan heimsækir Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Sjá meira
Þar á meðal er belgíski markahrókurinn Romelu Lukaku sem hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Inter sumarið 2019. Ítalski miðillinn Corriere dello Sport greindi frá. Antonio Conte, þjálfari Inter, hefur sótt hvern leikmanninn á fætur öðrum síðan hann tók við og nú loksins virðist sem 11 ára bið félagsins sé á enda. Meistaratitillinn er í augsýn en ef marka má fregnir frá meginlandinu verður erfitt fyrir Inter að berjast um titilinn á næsta ári. Kórónufaraldurinn hefur haft slæmt áhrif á félagið sem er talið koma út úr núverandi leiktíð rúmar 120 til 140 milljónir evra í mínus. Kínverskir eigendur Inter þurftu að leggja niður liðið sem þeir áttu í heimalandinu, og það aðeins þremur mánuðum eftir að það varð meistari þar í landi. Til að bæta gráu ofan á svart þá ku Inter enn skulda Manchester United 43 punda fyrir Lukaku og því gæti eina lausnin verið selja hinn 27 ára gamla framherja. Talið er að Inter vilji 120 milljónir evra í sinn vasa en eins og staðan er í dag er erfitt að sjá hvaða lið ætti að punga út þeirri upphæð. Lukaku er ekki eini leikmaður Inter sem er orðaður við önnur félög en varnarmaðurinn Milan Skriniar er sífellt orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. Lautaro Martinez, hinn framherji Inter, var orðaður við Barcelona síðasta sumar en fór á endanum ekki fet og gerir það eflaust ekki í sumar þar sem Börsungar eru á barmi gjaldþrots. Þá var Daninn Christian Eriksen orðaður frá félaginu en hann hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og virðist í plönum Conte í dag. Lukaku hefur sjálfur sagt að hann hafi engan áhuga á því að fara. Hann njóti sín hjá Inter og vilji vera þar áfram. Belginn hefur skorað 19 mörk í Serie á leiktíðinni ásamt því að leggja upp sjö mörk til viðbótar. Þá er hann orðinn markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi. Inter Milan heimsækir Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Sjá meira