Aofie Colvill kom gestunum yfir á 21. mínútu og þannig var staðan allt fram á 72. mínút leiksins. Þá skoraði Arna Sif með skalla eftir hornspyrnu Hayley Lauder.
Niamh Farrelly gerði svo út um leikinn fimm mínútum síðar, en Farrelley var einnig að spila sinn fyrsta leik fyrir Glasgow.
Glasgow City lyfti sér á toppinn með sigrinum en Rangers sem er í öðru sæti á þó leik til góða.
Arna Sif vonaðist líklega eftir því að spila fleiri leiki með Glasgow, en hlé var gert á deildinni vegna kórónaveirufaraldursins. Áætlað er að Arna Sif snúi aftur til Þórs/KA í vor.