Enginn Sancho eða Lingard á EM ef Neville eða Carragher fengu að ráða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 08:30 Þessir tveir eru ekki á leiðinni á EM ef Gary Neville og Jamie Carragher hafa rétt fyrir sér. Nick Potts/Getty Images Í Monday Night Football í gærkvöld fóru þeir Gary Neville og Jamie Carragher yfir hvaða 23 leikmenn þeir vilja sjá fara á Evrópumótið í knattspyrnu í sumar fyrir Englands hönd. Venjulega fara sparkspekingarnir, og fyrrverandi atvinnumennirnir, Neville og Carragher yfir leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni sem og það helsta sem gerðist í umferðinni sem var að klárast. Í gær fóru þeir hins vegar einnig yfir enska landsliðið og hvaða leikmenn þeim finnst eiga skilið að fara á EM í sumar. Bæði Neville og Carragher eru fyrrverandi enskir landsliðsmenn og fóru á nokkur stórmótin á sínum tíma.Carragher lék 38 landsleiki fyrir England og fór á EM 2004, HM 2006 og HM 2010. Neville lék 85 leiki, fór á þrjú Evrópumót og tvær heimsmeistarakeppnir. Þá var hann aðstoðarþjálfari enska landsliðsins sem fór á EM 2012 og HM 2014. Athygli vekur að hvorugur þeirra valdi Jadon Sancho [Borussia Dortmund] eða Jesse Lingard [West Ham United, á láni frá Man Utd]. Sancho hefur verið frábær undanfarið með Dortmund þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu. Lingard hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá West Ham og er einn heitasti leikmaður deildarinnar. They agreed on most... After much debate, @GNev2 and @Carra23 picked their #Euro2020 England squads on Monday Night Football — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2021 Þó lið þeirra hafi í grunninn verið mjög lík þá voru nokkrir hlutir sem þessir fyrrum leikmenn Manchester United og Liverpool voru ekki sammála um. Neville vildi til að mynda taka átta varnarmenn með á meðan Carragher valdi níu í sitt lið. Fyrstu sjö voru eins en á meðan Neville vildi sjá Eric Dier [Tottenham Hotspur] fara með þá valdi Carragher þá Conor Coady [Wolves] og Reece James [Chelsea]. Sá síðarnefndi var valinn á kostnað Mason Greenwood [Manchester United] en hann var í hópnum sem Neville valdi. Þeir 23 leikmenn sem Gary Neville vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports Þá voru þeir ekki sammála hver ætti að vera sjötti og síðasta miðjumaður liðsins. Neville vildi taka James Ward-Prowse [Southampton] á meðan Carragher vildi taka hinn unga Jude Bellingham [Dortmund] með. Kalvin Phillips [Leeds United] var í báðum leikmannahópum og ljóst að þeir sjá hann fyrir sér í öðrum af tveimur stöðum á miðjunni ef Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, heldur sig við 3-4-3 leikkerfi sitt. Þá var Jack Grealish [Aston Villa] einnig í báðum leikmannahópunum þó hann sé meiddur sem stendur og í raun óvíst hvort Southgate treysti honum á stóra sviðinu. Þeir 23 leikmenn sem Jamie Carragher vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports England verður í D-riðli á EM í sumar ásamt Króatíu, Skotlandi og Tékklandi. Fótbolti Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Venjulega fara sparkspekingarnir, og fyrrverandi atvinnumennirnir, Neville og Carragher yfir leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni sem og það helsta sem gerðist í umferðinni sem var að klárast. Í gær fóru þeir hins vegar einnig yfir enska landsliðið og hvaða leikmenn þeim finnst eiga skilið að fara á EM í sumar. Bæði Neville og Carragher eru fyrrverandi enskir landsliðsmenn og fóru á nokkur stórmótin á sínum tíma.Carragher lék 38 landsleiki fyrir England og fór á EM 2004, HM 2006 og HM 2010. Neville lék 85 leiki, fór á þrjú Evrópumót og tvær heimsmeistarakeppnir. Þá var hann aðstoðarþjálfari enska landsliðsins sem fór á EM 2012 og HM 2014. Athygli vekur að hvorugur þeirra valdi Jadon Sancho [Borussia Dortmund] eða Jesse Lingard [West Ham United, á láni frá Man Utd]. Sancho hefur verið frábær undanfarið með Dortmund þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu. Lingard hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá West Ham og er einn heitasti leikmaður deildarinnar. They agreed on most... After much debate, @GNev2 and @Carra23 picked their #Euro2020 England squads on Monday Night Football — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2021 Þó lið þeirra hafi í grunninn verið mjög lík þá voru nokkrir hlutir sem þessir fyrrum leikmenn Manchester United og Liverpool voru ekki sammála um. Neville vildi til að mynda taka átta varnarmenn með á meðan Carragher valdi níu í sitt lið. Fyrstu sjö voru eins en á meðan Neville vildi sjá Eric Dier [Tottenham Hotspur] fara með þá valdi Carragher þá Conor Coady [Wolves] og Reece James [Chelsea]. Sá síðarnefndi var valinn á kostnað Mason Greenwood [Manchester United] en hann var í hópnum sem Neville valdi. Þeir 23 leikmenn sem Gary Neville vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports Þá voru þeir ekki sammála hver ætti að vera sjötti og síðasta miðjumaður liðsins. Neville vildi taka James Ward-Prowse [Southampton] á meðan Carragher vildi taka hinn unga Jude Bellingham [Dortmund] með. Kalvin Phillips [Leeds United] var í báðum leikmannahópum og ljóst að þeir sjá hann fyrir sér í öðrum af tveimur stöðum á miðjunni ef Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, heldur sig við 3-4-3 leikkerfi sitt. Þá var Jack Grealish [Aston Villa] einnig í báðum leikmannahópunum þó hann sé meiddur sem stendur og í raun óvíst hvort Southgate treysti honum á stóra sviðinu. Þeir 23 leikmenn sem Jamie Carragher vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports England verður í D-riðli á EM í sumar ásamt Króatíu, Skotlandi og Tékklandi.
Fótbolti Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira