Þórólfur sagðist hafa tekið ákvörðunina um kæru í samráði við heilbrigðisráðuneytið en hún frestaði ekki réttaráhrifunum. Sagðist hann gera ráð fyrir að fleiri myndu mögulega yfirgefa sóttvarnarhús í dag.
Sóttvarnalæknir sagði ákvörðun Hæstaréttar virðast byggja á því að umrætt reglugerðarákvæði hefði ekki nægjanlega skýra lagastoð og þá sérstaklega að skilgreiningin á sóttvarnarhúsi væri ekki fullnægjandi.
Hann sagði dóminn óheppilegan útfrá sóttvarnasjónarmiðum og að hann teldi að ef hann yrði látinn standa þá myndu líkur aukast á fleiri smitum innanlands og mögulega hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina.
Þær yrðu mögulega þær að ekki yrði hægt að slaka á aðgerðum innanlands.
Sagðist Þórólfur telja mikilvægt að lagalegur grundvöllur aðgerða yrði tryggður til að vernda þjóðina sem best. Sagðist hann hafa ítrekað þetta við stjórnvöld.