Leikmenn Tottenham við það að gefast upp á Mourinho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 23:00 Ummæli José eftir 2-2 jafnteflið gegn Newcastle fóru ekki vel í mannskapinn. EPA-EFE/Peter Powell Ummæli José Mourinho eftir 2-2 jafntefli Tottenham Hotspur gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag féllu í grýttan jarðveg hjá leikmönnum liðsins. Eru margir þeirra búnir að fá nóg af hegðun þjálfarans. Aðferðir Portúgalans eru ekki allra og virðist hann ekki ná því sama út úr leikmönnum í dag og hann gerði hér forðum daga. Mourinho var talinn með betri þjálfurum heims eftir að hafa gert Porto að Evrópumeisturum, unnið deildina tvívegis með Chelsea, þrennuna með Inter Milan og stöðvað magnað Barcelona-lið Pep Guardiola er hann þjálfaði Real Madrid. Nú er öldin önnur. Eftir að Tottenham missti enn og aftur unninn leik niður í jafntefli um helgina var José spurður af hverju lið hans – sem voru frábær í því að halda forystu hér áður fyrr – gætu það ekki lengur. Svar hans var einkar einfalt: „Sami þjálfarinn, aðrir leikmenn.“ Þetta ku hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Hann hefur ítrekað gert lítið úr leikmönnum sínum og sagt að Tottenham sé ekki með nægilega gott lið til að enda í Meistaradeildarsæti. Þetta er gömul saga og ný en þegar José stýrði Manchester United fékk Luke Shaw reglulega að heyra það. Sami Luke Shaw og hefur unnið sér inn sæti í enska landsliðinu og verður að öllum líkindum vinstra megin í vörn liðsins á EM í sumar. Samkvæmt heimildum Telegraph hafa leikmenn einfaldlega fengið nóg. Þjálfarinn kennir öllum öðrum nema sjálfum sér um slæm úrslit. Tottenham stars are getting fed up with what they feel has become blame being shifted in their direction and away from Jose Mourinho for a series of underwhelming results | @matt_law_DT https://t.co/1rGdyWcbWV #THFC— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 Þá klóruðu blaðamenn sér í hausnum yfir því að Toby Alderweireld hafi ekki spilað gegn Newcastle á sunnudaginn var. Mourinho sagði að miðvörðurinn hefði ekki skilað sér til baka úr landsliðsverkefni Belgíu fyrr en á laugardag, degi fyrir leik. Hins vegar sýna myndir og myndbönd af æfingum Tottenam að Alderweireld hafi æft með liðinu fimmtudag, föstudag og laugardag. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, ákvað frekar að reka Pochettino heldur en að hrista upp í leikmannahópi liðsins. Hann þarf mögulega að taka aðra slíka ákvörðun bráðlega ef satt reynist og margir af leikmönnum liðsins séu búnir að fá nóg af þjálfara sínum. Talið er að Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, sé efstur á blaði hjá Levy fari svo að hann ákveði að skipta um þjálfara. Hvort Nagelsmann hafi áhuga á starfinu er svo önnur saga. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fleiri fréttir Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Sjá meira
Aðferðir Portúgalans eru ekki allra og virðist hann ekki ná því sama út úr leikmönnum í dag og hann gerði hér forðum daga. Mourinho var talinn með betri þjálfurum heims eftir að hafa gert Porto að Evrópumeisturum, unnið deildina tvívegis með Chelsea, þrennuna með Inter Milan og stöðvað magnað Barcelona-lið Pep Guardiola er hann þjálfaði Real Madrid. Nú er öldin önnur. Eftir að Tottenham missti enn og aftur unninn leik niður í jafntefli um helgina var José spurður af hverju lið hans – sem voru frábær í því að halda forystu hér áður fyrr – gætu það ekki lengur. Svar hans var einkar einfalt: „Sami þjálfarinn, aðrir leikmenn.“ Þetta ku hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Hann hefur ítrekað gert lítið úr leikmönnum sínum og sagt að Tottenham sé ekki með nægilega gott lið til að enda í Meistaradeildarsæti. Þetta er gömul saga og ný en þegar José stýrði Manchester United fékk Luke Shaw reglulega að heyra það. Sami Luke Shaw og hefur unnið sér inn sæti í enska landsliðinu og verður að öllum líkindum vinstra megin í vörn liðsins á EM í sumar. Samkvæmt heimildum Telegraph hafa leikmenn einfaldlega fengið nóg. Þjálfarinn kennir öllum öðrum nema sjálfum sér um slæm úrslit. Tottenham stars are getting fed up with what they feel has become blame being shifted in their direction and away from Jose Mourinho for a series of underwhelming results | @matt_law_DT https://t.co/1rGdyWcbWV #THFC— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 Þá klóruðu blaðamenn sér í hausnum yfir því að Toby Alderweireld hafi ekki spilað gegn Newcastle á sunnudaginn var. Mourinho sagði að miðvörðurinn hefði ekki skilað sér til baka úr landsliðsverkefni Belgíu fyrr en á laugardag, degi fyrir leik. Hins vegar sýna myndir og myndbönd af æfingum Tottenam að Alderweireld hafi æft með liðinu fimmtudag, föstudag og laugardag. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, ákvað frekar að reka Pochettino heldur en að hrista upp í leikmannahópi liðsins. Hann þarf mögulega að taka aðra slíka ákvörðun bráðlega ef satt reynist og margir af leikmönnum liðsins séu búnir að fá nóg af þjálfara sínum. Talið er að Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, sé efstur á blaði hjá Levy fari svo að hann ákveði að skipta um þjálfara. Hvort Nagelsmann hafi áhuga á starfinu er svo önnur saga.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fleiri fréttir Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Sjá meira