Tuchel staðfesti að Rudiger byrji þrátt fyrir lætin á æfingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 20:30 Antonio Rüdiger byrjar leik Chelsea gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld. EPA-EFE/Mike Hewitt Þýski varnarmaðurinn Antonio Rüdiger og spænska markverðinum Kepa Arrizabalaga lenti saman á æfingu Chelsea á sunnudag. Samherjar þeirra þurftu að stíga inn í til að koma í veg fyrir að leikmennirnir létu hnefana tala. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Rüdiger yrði í byrjunarliðinu annað kvöld er liðið mætir Porto í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Rüdiger og Kepa lenti saman á æfingu á sunnudag en degi áður hafði Chelsea tapað 5-2 gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni. Liðsfélagar þeirra þurftu á endanum að stíga á milli til að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum. Rüdiger baðst á endanum afsökunar á hegðun sinni og því er málið útkljáð af hálfu Tuchel og þjálfarateymis félagsins. Thomas Tuchel confirms Antonio Rudiger will start for Chelsea against Porto despite 'serious' training ground bust-up | @Matt_Law_DT https://t.co/3evaI8cswR— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 „Atvikið var alvarlegt. Stundum eiga sér stað atvik á æfingum þar sem maður horfir í hina áttina og leyfir leikmönnum að útkljá málin á eigin spýtur. Þetta var ekki eitt af þeim atvikum. Við þurftum að stíga inn í og koma í veg fyrir að hlutirnir yrðu verri. Hvernig leikmennirnir hafa höndlað málið sýnir mikinn karakter af þeirra hálfu en atvikið var samt sem áður alvarlegt,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Porto. „Þetta hafði ekkert með tapið gegn WBA að gera. Þetta var bara atvik á æfingu. Við sættum okkur ekki við hegðun sem þessa en svona hlutir gerast. Þeir eru keppnismenn og vilja vinna á æfingum. Viðbrögð þeirra voru ekki í lagi en hvernig þeir hafa höndlað málið síðan þá sýnir hversu mikla virðingu þeir hafa fyrir hvor öðrum.“ Aðspurður hvort Rüdiger myndi byrja leikinn gegn Porto eftir að hafa verið á bekknum er Chelsea tapaði fyrir WBA var svarið stutt og laggott: „Já.“ "It was serious..."Thomas Tuchel opens up on Antonio Rudiger and Kepa Arrizabalaga's training ground incident after shock defeat to West Brompic.twitter.com/7LPkgdulGC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 6, 2021 Leikur Chelsea og Porto hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Bayern Munchen og Paris Saint-Germain sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Rüdiger yrði í byrjunarliðinu annað kvöld er liðið mætir Porto í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Rüdiger og Kepa lenti saman á æfingu á sunnudag en degi áður hafði Chelsea tapað 5-2 gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni. Liðsfélagar þeirra þurftu á endanum að stíga á milli til að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum. Rüdiger baðst á endanum afsökunar á hegðun sinni og því er málið útkljáð af hálfu Tuchel og þjálfarateymis félagsins. Thomas Tuchel confirms Antonio Rudiger will start for Chelsea against Porto despite 'serious' training ground bust-up | @Matt_Law_DT https://t.co/3evaI8cswR— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 „Atvikið var alvarlegt. Stundum eiga sér stað atvik á æfingum þar sem maður horfir í hina áttina og leyfir leikmönnum að útkljá málin á eigin spýtur. Þetta var ekki eitt af þeim atvikum. Við þurftum að stíga inn í og koma í veg fyrir að hlutirnir yrðu verri. Hvernig leikmennirnir hafa höndlað málið sýnir mikinn karakter af þeirra hálfu en atvikið var samt sem áður alvarlegt,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Porto. „Þetta hafði ekkert með tapið gegn WBA að gera. Þetta var bara atvik á æfingu. Við sættum okkur ekki við hegðun sem þessa en svona hlutir gerast. Þeir eru keppnismenn og vilja vinna á æfingum. Viðbrögð þeirra voru ekki í lagi en hvernig þeir hafa höndlað málið síðan þá sýnir hversu mikla virðingu þeir hafa fyrir hvor öðrum.“ Aðspurður hvort Rüdiger myndi byrja leikinn gegn Porto eftir að hafa verið á bekknum er Chelsea tapaði fyrir WBA var svarið stutt og laggott: „Já.“ "It was serious..."Thomas Tuchel opens up on Antonio Rudiger and Kepa Arrizabalaga's training ground incident after shock defeat to West Brompic.twitter.com/7LPkgdulGC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 6, 2021 Leikur Chelsea og Porto hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Bayern Munchen og Paris Saint-Germain sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira