Tuchel staðfesti að Rudiger byrji þrátt fyrir lætin á æfingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 20:30 Antonio Rüdiger byrjar leik Chelsea gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld. EPA-EFE/Mike Hewitt Þýski varnarmaðurinn Antonio Rüdiger og spænska markverðinum Kepa Arrizabalaga lenti saman á æfingu Chelsea á sunnudag. Samherjar þeirra þurftu að stíga inn í til að koma í veg fyrir að leikmennirnir létu hnefana tala. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Rüdiger yrði í byrjunarliðinu annað kvöld er liðið mætir Porto í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Rüdiger og Kepa lenti saman á æfingu á sunnudag en degi áður hafði Chelsea tapað 5-2 gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni. Liðsfélagar þeirra þurftu á endanum að stíga á milli til að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum. Rüdiger baðst á endanum afsökunar á hegðun sinni og því er málið útkljáð af hálfu Tuchel og þjálfarateymis félagsins. Thomas Tuchel confirms Antonio Rudiger will start for Chelsea against Porto despite 'serious' training ground bust-up | @Matt_Law_DT https://t.co/3evaI8cswR— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 „Atvikið var alvarlegt. Stundum eiga sér stað atvik á æfingum þar sem maður horfir í hina áttina og leyfir leikmönnum að útkljá málin á eigin spýtur. Þetta var ekki eitt af þeim atvikum. Við þurftum að stíga inn í og koma í veg fyrir að hlutirnir yrðu verri. Hvernig leikmennirnir hafa höndlað málið sýnir mikinn karakter af þeirra hálfu en atvikið var samt sem áður alvarlegt,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Porto. „Þetta hafði ekkert með tapið gegn WBA að gera. Þetta var bara atvik á æfingu. Við sættum okkur ekki við hegðun sem þessa en svona hlutir gerast. Þeir eru keppnismenn og vilja vinna á æfingum. Viðbrögð þeirra voru ekki í lagi en hvernig þeir hafa höndlað málið síðan þá sýnir hversu mikla virðingu þeir hafa fyrir hvor öðrum.“ Aðspurður hvort Rüdiger myndi byrja leikinn gegn Porto eftir að hafa verið á bekknum er Chelsea tapaði fyrir WBA var svarið stutt og laggott: „Já.“ "It was serious..."Thomas Tuchel opens up on Antonio Rudiger and Kepa Arrizabalaga's training ground incident after shock defeat to West Brompic.twitter.com/7LPkgdulGC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 6, 2021 Leikur Chelsea og Porto hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Bayern Munchen og Paris Saint-Germain sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Rüdiger yrði í byrjunarliðinu annað kvöld er liðið mætir Porto í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Rüdiger og Kepa lenti saman á æfingu á sunnudag en degi áður hafði Chelsea tapað 5-2 gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni. Liðsfélagar þeirra þurftu á endanum að stíga á milli til að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum. Rüdiger baðst á endanum afsökunar á hegðun sinni og því er málið útkljáð af hálfu Tuchel og þjálfarateymis félagsins. Thomas Tuchel confirms Antonio Rudiger will start for Chelsea against Porto despite 'serious' training ground bust-up | @Matt_Law_DT https://t.co/3evaI8cswR— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 „Atvikið var alvarlegt. Stundum eiga sér stað atvik á æfingum þar sem maður horfir í hina áttina og leyfir leikmönnum að útkljá málin á eigin spýtur. Þetta var ekki eitt af þeim atvikum. Við þurftum að stíga inn í og koma í veg fyrir að hlutirnir yrðu verri. Hvernig leikmennirnir hafa höndlað málið sýnir mikinn karakter af þeirra hálfu en atvikið var samt sem áður alvarlegt,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Porto. „Þetta hafði ekkert með tapið gegn WBA að gera. Þetta var bara atvik á æfingu. Við sættum okkur ekki við hegðun sem þessa en svona hlutir gerast. Þeir eru keppnismenn og vilja vinna á æfingum. Viðbrögð þeirra voru ekki í lagi en hvernig þeir hafa höndlað málið síðan þá sýnir hversu mikla virðingu þeir hafa fyrir hvor öðrum.“ Aðspurður hvort Rüdiger myndi byrja leikinn gegn Porto eftir að hafa verið á bekknum er Chelsea tapaði fyrir WBA var svarið stutt og laggott: „Já.“ "It was serious..."Thomas Tuchel opens up on Antonio Rudiger and Kepa Arrizabalaga's training ground incident after shock defeat to West Brompic.twitter.com/7LPkgdulGC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 6, 2021 Leikur Chelsea og Porto hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Bayern Munchen og Paris Saint-Germain sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira