Mun óvænt hetja PSG frá síðustu leiktíð bíta liðið í rassinn í kvöld? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2021 14:00 Eric Maxim Choupo-Moting gæti óvænt verið í byrjunarliði Bayern í kvöld. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS Í kvöld mætast Evrópumeistarar Bayern og Paris Saint-Germain í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust í úrslitum á síðustu leiktíð þar sem Bayern hafði betur 1-0 þökk sé marki Kingsley Coman. Jean-Eric Maxim Choupo-Moting, fyrrum leikmaður Hamburger, Mainz 05, Schalke 04 og Stoke City, var hins vegar óvænt hetja PSG í 8-liða úrslitum er hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í 2-1 sigri á Atalanta. Choupo-Moting leikur í dag með Bayern og gæti fengið óvænt tækifæri í kvöld þar sem Evrópumeistararnir eru án nokkurra leikmanna. Choupo-Moting tryggði PSG sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.EPA-EFE/David Ramos Aðstæður undir lok síðasta tímabils voru vægast sagt undarlegar vegna kórónufaraldursins. Síðustu leikir Meistaradeildarinnar fóru allir fram í Portúgal og var aðeins einn leikur í 8-liða sem og undanúrslitum. Nú eru hlutirnir aðeins eðlilegri þó enn séu einvígi í að fara fram á hlutlausum völlum þar sem sóttvarnareglur eru mismunandi land frá landi, en nóg um það. Gönguferð í garðinum fyrir Bæjara? Í kvöld mætast þessi stórskemmtilegu lið en ef horft er í gengið heima fyrir ættu Bæjarar að eiga greiða leið inn í undanúrslitin. PSG lét Thomas Tuchel fara fyrr á leiktíðinni og var Mauricio Pochettino ráðinn í staðinn. Argentínumaðurinn hefur ekki náð því besta út úr Frakklandsmeisturunum ef marka má frönsku úrvalsdeildina. Þar situr Parísarliðið í 2. sæti, þremur stigum á eftir toppliði, Lille þegar sjö umferðir eru eftir. Það sem meira er, PSG hefur tapað átta af 31 deildarleik sínum á leiktíðinni. Á sama tíma er Bayern með sjö stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir. Þó PSG eigi enn fína möguleika á að vinna frönsku deildina fjórða árið í röð – og í áttunda skiptið á síðustu níu árum – þá er alvitað að draumur eiganda PSG er að vinna þann stóra, Meistaradeild Evrópu. Til þess að það gerist þarf liðið að slá út Bayern-lið sem hefur unnið 18 af síðustu 19 leikjum sínum í keppninni. PSG á harma að hefna frá síðustu leiktíð.Michael Regan/Getty Images Bæði lið mæta „vængbrotin“ til leiks PSG getur huggað sig við það að Bæjarar verða án síns helsta markaskorara sem og nokkurra annarra leikmanna í kvöld. Gallinn er að það sama á við um PSG. Hjá Bayern er markamaskínan Robert Lewandowski frá vegna meiðsla og missir af báðum leikjum einvígisins. Pólverjinn hefur verið iðinn við kolann á þessari leiktíð líkt og undanfarin ár. Hann var kominn með fimm mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni áður en hann meiddist ásamt 35 í aðeins 25 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni. Evrópumeistararnir verða einnig án Serge Gnabry sem greindist með Covid-19 á dögunum sem og Corentin Tolisso og Douglas Costa. Þó leikmannahópur Bayern sé ógnarsterkur hefur það áhrif að missa svo marga gæða leikmenn út. Stærsta spurningin er hver mun leysa Lewandowski af hólmi. Mögulegt er að Leroy Sané fari upp í fremstu línu. Hinn eldfljóti Alphonso Davies færi þá á vinstri vænginn og Lucas Hernández í vinstri bakvörðinn. Hin lausnin er svo auðvitað sú að hinn 32 ára gamli Jean-Eric Maxim Choupo-Moting verði í byrjunarliði Bayern. Hann var hetja PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili og hver veit nema hann verði hetja Bayern á þessari leiktíð. PSG er einnig í meiðsla- og Covid-vandræðum. Marco Veratti og Alessandro Florenzi greindust með kórónuveiruna á dögunum. Juan Bernat er frá vegna meiðsla og Leandro Paredes er í leikbann. Þá eru Danilo Pereira, Mauro Icardi og Layvin Kurzawa allir tæpir fyrir leik kvöldsins. Leikur Bayern Munchen og PSG hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma hefst leikur Chelsea og Porto sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Jean-Eric Maxim Choupo-Moting, fyrrum leikmaður Hamburger, Mainz 05, Schalke 04 og Stoke City, var hins vegar óvænt hetja PSG í 8-liða úrslitum er hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í 2-1 sigri á Atalanta. Choupo-Moting leikur í dag með Bayern og gæti fengið óvænt tækifæri í kvöld þar sem Evrópumeistararnir eru án nokkurra leikmanna. Choupo-Moting tryggði PSG sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.EPA-EFE/David Ramos Aðstæður undir lok síðasta tímabils voru vægast sagt undarlegar vegna kórónufaraldursins. Síðustu leikir Meistaradeildarinnar fóru allir fram í Portúgal og var aðeins einn leikur í 8-liða sem og undanúrslitum. Nú eru hlutirnir aðeins eðlilegri þó enn séu einvígi í að fara fram á hlutlausum völlum þar sem sóttvarnareglur eru mismunandi land frá landi, en nóg um það. Gönguferð í garðinum fyrir Bæjara? Í kvöld mætast þessi stórskemmtilegu lið en ef horft er í gengið heima fyrir ættu Bæjarar að eiga greiða leið inn í undanúrslitin. PSG lét Thomas Tuchel fara fyrr á leiktíðinni og var Mauricio Pochettino ráðinn í staðinn. Argentínumaðurinn hefur ekki náð því besta út úr Frakklandsmeisturunum ef marka má frönsku úrvalsdeildina. Þar situr Parísarliðið í 2. sæti, þremur stigum á eftir toppliði, Lille þegar sjö umferðir eru eftir. Það sem meira er, PSG hefur tapað átta af 31 deildarleik sínum á leiktíðinni. Á sama tíma er Bayern með sjö stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir. Þó PSG eigi enn fína möguleika á að vinna frönsku deildina fjórða árið í röð – og í áttunda skiptið á síðustu níu árum – þá er alvitað að draumur eiganda PSG er að vinna þann stóra, Meistaradeild Evrópu. Til þess að það gerist þarf liðið að slá út Bayern-lið sem hefur unnið 18 af síðustu 19 leikjum sínum í keppninni. PSG á harma að hefna frá síðustu leiktíð.Michael Regan/Getty Images Bæði lið mæta „vængbrotin“ til leiks PSG getur huggað sig við það að Bæjarar verða án síns helsta markaskorara sem og nokkurra annarra leikmanna í kvöld. Gallinn er að það sama á við um PSG. Hjá Bayern er markamaskínan Robert Lewandowski frá vegna meiðsla og missir af báðum leikjum einvígisins. Pólverjinn hefur verið iðinn við kolann á þessari leiktíð líkt og undanfarin ár. Hann var kominn með fimm mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni áður en hann meiddist ásamt 35 í aðeins 25 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni. Evrópumeistararnir verða einnig án Serge Gnabry sem greindist með Covid-19 á dögunum sem og Corentin Tolisso og Douglas Costa. Þó leikmannahópur Bayern sé ógnarsterkur hefur það áhrif að missa svo marga gæða leikmenn út. Stærsta spurningin er hver mun leysa Lewandowski af hólmi. Mögulegt er að Leroy Sané fari upp í fremstu línu. Hinn eldfljóti Alphonso Davies færi þá á vinstri vænginn og Lucas Hernández í vinstri bakvörðinn. Hin lausnin er svo auðvitað sú að hinn 32 ára gamli Jean-Eric Maxim Choupo-Moting verði í byrjunarliði Bayern. Hann var hetja PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili og hver veit nema hann verði hetja Bayern á þessari leiktíð. PSG er einnig í meiðsla- og Covid-vandræðum. Marco Veratti og Alessandro Florenzi greindust með kórónuveiruna á dögunum. Juan Bernat er frá vegna meiðsla og Leandro Paredes er í leikbann. Þá eru Danilo Pereira, Mauro Icardi og Layvin Kurzawa allir tæpir fyrir leik kvöldsins. Leikur Bayern Munchen og PSG hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma hefst leikur Chelsea og Porto sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn