Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2021 19:20 Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um heimasóttkví og sóttkvíarhótel tekur gildi á miðnætti. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þrír greindust smitaðir á landamærunum. Sóttvarnalæknir skilaði nýju minnisblaði til heilbrigisráðherra eftir að reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttkvíarhóteli var dæmd ólögleg. Sóttvarnalæknir segir að grípa þurfi til allra aðgerða sem lög leyfi til að komoa í veg fyrir að covid 19 veiran sleppi inn í landið. Það sé lykillinn að afléttingu takmarkana innanlands.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að reyna að bæta eftirlit með fólki sem er í sóttkví. Við þurfum að hafa skýrari kröfur og reglur um hvað húsnæðið þarf að uppfylla. Hvað fólk má gera og ekki gera í sóttkví. Svo þurfum við kannski að bæta eftirlitið á landamærum og fylgja því betur eftir hvort fólk er að fara í fullnægjandi húsnæði," segir Þórólfur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett nýja reglugerð í þessum anda sem gildir til fyrsta maí. Auk þess leggur ráðherra til í bréfi til ríkissaksóknara að sektir fyrir brot á sóttvarnalögum verði hækkaðar umtalsvert og í öðru bréfi er lagt til við ríkislögreglustjóra að eftirlit með sóttkví verði hert. Reglur um heimasóttkví skilgreindar Heilbrigðisráðherra segir ekki útilokað að breyta þurfi sóttvarnalögum þrátt fyrir nýja reglugerð hennar.Vísir/Vilhelm „Nú gerum við ráð fyrir að það þurfi að uppfylla tiltekin skilyrði sem eru þröng til að kallast geti að vera í heimasóttkví. Ef þau eru ekki uppfyllt þurfi að vera í sóttkvíarhúsi,“ segir Svandís. Þetta hafi verið skoðaðmeð hliðsjón af dómi héraðsdóms og lagaumhverfisins. Fólk þarf aðvera eitt á sóttkvíarstaðen ef fleiri dvelji þar þurfi þeir að lúta öllum sömu skilyrðum og sásem er í sóttkví. Að öðrum kosti verði fólk að fara ásóttkvíarhótel. „Svo höfum við líka tekið ákvörðun um að falla frá gjaldtöku í sóttkvíarhótel og tryggja útiveru.“ Þannig að þú heldur að þetta rúmist innan lagarammans? „ Já ég hef verið fullvissuðum það af mínu fólki hér í ráðuneytinu," segir Svandís. Enn sé þó ekki útilokaðað breyta þurfi lögum „Ég held að viðþurfum að velta því fyrir okkur áfram næstu daga. Sjá hvernig þetta virkar. Þessi reglugerðtekur gildi núna á miðnætti þannig að við ættum að sjá áhrifin af þessum breytingum vonandi fljótt og vel," segir Svandís. Enginn stefnubreyting um veirufrítt Ísland Sóttvarnalæknir segir enga stefnubreytingu felast í þvíað stefnt sé aðveirulausu landi. Frá upphafi hafi markmiðiðverið að fletja kúrfuna. „Þá vissum við ekki hvað við gætum gert. Þá vissum við ekki hver árangurinn væri af okkar aðgerðum. Þegar við sáum að við gátum með aðgerðum haldið hér nánast veirufríu samfélagi þá að sjálfsögðu stefnum við að því. Það er það sem við höfum veriðað gera. Þess vegna erum við að reyna að aflétta aðgerðum innanlands eins og mögulegt er. En forsendan fyrir því er að við fáum ekki veiru inn í landið til að setja hér allt á kvolf," segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þrír greindust smitaðir á landamærunum. Sóttvarnalæknir skilaði nýju minnisblaði til heilbrigisráðherra eftir að reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttkvíarhóteli var dæmd ólögleg. Sóttvarnalæknir segir að grípa þurfi til allra aðgerða sem lög leyfi til að komoa í veg fyrir að covid 19 veiran sleppi inn í landið. Það sé lykillinn að afléttingu takmarkana innanlands.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að reyna að bæta eftirlit með fólki sem er í sóttkví. Við þurfum að hafa skýrari kröfur og reglur um hvað húsnæðið þarf að uppfylla. Hvað fólk má gera og ekki gera í sóttkví. Svo þurfum við kannski að bæta eftirlitið á landamærum og fylgja því betur eftir hvort fólk er að fara í fullnægjandi húsnæði," segir Þórólfur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett nýja reglugerð í þessum anda sem gildir til fyrsta maí. Auk þess leggur ráðherra til í bréfi til ríkissaksóknara að sektir fyrir brot á sóttvarnalögum verði hækkaðar umtalsvert og í öðru bréfi er lagt til við ríkislögreglustjóra að eftirlit með sóttkví verði hert. Reglur um heimasóttkví skilgreindar Heilbrigðisráðherra segir ekki útilokað að breyta þurfi sóttvarnalögum þrátt fyrir nýja reglugerð hennar.Vísir/Vilhelm „Nú gerum við ráð fyrir að það þurfi að uppfylla tiltekin skilyrði sem eru þröng til að kallast geti að vera í heimasóttkví. Ef þau eru ekki uppfyllt þurfi að vera í sóttkvíarhúsi,“ segir Svandís. Þetta hafi verið skoðaðmeð hliðsjón af dómi héraðsdóms og lagaumhverfisins. Fólk þarf aðvera eitt á sóttkvíarstaðen ef fleiri dvelji þar þurfi þeir að lúta öllum sömu skilyrðum og sásem er í sóttkví. Að öðrum kosti verði fólk að fara ásóttkvíarhótel. „Svo höfum við líka tekið ákvörðun um að falla frá gjaldtöku í sóttkvíarhótel og tryggja útiveru.“ Þannig að þú heldur að þetta rúmist innan lagarammans? „ Já ég hef verið fullvissuðum það af mínu fólki hér í ráðuneytinu," segir Svandís. Enn sé þó ekki útilokaðað breyta þurfi lögum „Ég held að viðþurfum að velta því fyrir okkur áfram næstu daga. Sjá hvernig þetta virkar. Þessi reglugerðtekur gildi núna á miðnætti þannig að við ættum að sjá áhrifin af þessum breytingum vonandi fljótt og vel," segir Svandís. Enginn stefnubreyting um veirufrítt Ísland Sóttvarnalæknir segir enga stefnubreytingu felast í þvíað stefnt sé aðveirulausu landi. Frá upphafi hafi markmiðiðverið að fletja kúrfuna. „Þá vissum við ekki hvað við gætum gert. Þá vissum við ekki hver árangurinn væri af okkar aðgerðum. Þegar við sáum að við gátum með aðgerðum haldið hér nánast veirufríu samfélagi þá að sjálfsögðu stefnum við að því. Það er það sem við höfum veriðað gera. Þess vegna erum við að reyna að aflétta aðgerðum innanlands eins og mögulegt er. En forsendan fyrir því er að við fáum ekki veiru inn í landið til að setja hér allt á kvolf," segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira