Rashford sá fyrsti í rúman áratug eða síðan Rooney tókst það 2010 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2021 07:00 Marcus Rashford hefur skorað 20 mörk fyrir Manchester United á þessari leiktíð. EPA-EFE/Phil Noble Marcus Rashford varð í gær fyrsti leikmaður Manchester United til að skora 20 mörk eða fleiri tvö tímabil í röð síðan Wayne Rooney gerði slíkt hið fyrir rúmum áratug. Eftir 2-0 sigur Manchester United gegn Granada, liðinu í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, sagði Ole Gunar Solskjær að Rashford hefði verið tekinn af velli þar sem hann væri ekki fær um að klára heilan leik vegna meiðsla. Norðmaðurinn vonaðist til að framherjinn yrði klár í leik helgarinnar gegn Tottenham Hotspur. Rashford hefur spilað í gegnum sársaukann fyrir United á þessari leiktíð sem og þeirri síðustu. Hann spilaði í gegnum bakverk sem á endanum neyddi hann til að taka sér langa pásu á hliðarlínunni og ef ekki hefði verið frestun deildarinnar á Englandi vegna kórónufaraldursins hefði hann ekki klárað tímabilið. Hann kom hins vegar tvíefldur til baka síðasta sumar og endaði á því að skora 22 mörk fyrir Manchester United í 44 leikjum – ásamt því að leggja upp 12 mörk til viðbótar. Ekki amalegt fyrir vinstri vængmann. Rashford hefur haldið sínu striki á þessari leiktíð og skoraði í gærkvöld sitt 20. mark á leiktíðinni. Helmingur hefur komið í úrvalsdeildinni – ásamt níu stoðsendingum – á meðan sex komu í Meistaradeildinni, tvö í Evrópudeildinni sem og eitt í bæði deildar- og FA-bikarnum. Marcus Rashford is the first Manchester United player to score 20+ goals in consecutive seasons since Wayne Rooney in 2010 pic.twitter.com/R3cyTulA1t— B/R Football (@brfootball) April 8, 2021 Hefur enginn leikmaður Man United náð þessum áfanga síðan Wayne Rooney gerði slíkt hið sama tímabilin 2008-2009 og 2009-2010. Fyrra tímabilið skoraði Rooney slétt 20 mörk en 34 síðara tímabilið. Rashford er enn nokkuð frá 34 mörkum en til að setja þetta í samhengi var Rooney þarna líklega í eina skiptið á ferlinum að spila sem fremsti maður á meðan Rashford er nær alltaf út á vinstri væng. Þá tók Rooney ef till vítaspyrnu eða tvær á meðan Bruno Fernandes hefur séð um það síðan í janúar á síðasta ári er hann kom frá Sporting Lisbon í Portúgal. Ef Rashford hefði fengið að taka einhverjar af þeim 20 vítaspyrnum sem Bruno hefur tekið síðan hann gekk til liðs við Rauðu Djöflanna gæti Rashford verið að brjóta 30 marka múrinn. Sama hvernig á þetta er litið þá er hér um að ræða magnaðan árangur leikmanns sem er enn aðeins 23 ára gamall. Stærsta spurningin er hvort álagið sé of mikið og muni koma í bakið á honum þegar hann eldist. Ef marka má feril Rooney sem og Michael Owen þá er svarið er ljóst að álagið og meiðslin munu taka sinn toll fyrr heldur en síðar. Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Eftir 2-0 sigur Manchester United gegn Granada, liðinu í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, sagði Ole Gunar Solskjær að Rashford hefði verið tekinn af velli þar sem hann væri ekki fær um að klára heilan leik vegna meiðsla. Norðmaðurinn vonaðist til að framherjinn yrði klár í leik helgarinnar gegn Tottenham Hotspur. Rashford hefur spilað í gegnum sársaukann fyrir United á þessari leiktíð sem og þeirri síðustu. Hann spilaði í gegnum bakverk sem á endanum neyddi hann til að taka sér langa pásu á hliðarlínunni og ef ekki hefði verið frestun deildarinnar á Englandi vegna kórónufaraldursins hefði hann ekki klárað tímabilið. Hann kom hins vegar tvíefldur til baka síðasta sumar og endaði á því að skora 22 mörk fyrir Manchester United í 44 leikjum – ásamt því að leggja upp 12 mörk til viðbótar. Ekki amalegt fyrir vinstri vængmann. Rashford hefur haldið sínu striki á þessari leiktíð og skoraði í gærkvöld sitt 20. mark á leiktíðinni. Helmingur hefur komið í úrvalsdeildinni – ásamt níu stoðsendingum – á meðan sex komu í Meistaradeildinni, tvö í Evrópudeildinni sem og eitt í bæði deildar- og FA-bikarnum. Marcus Rashford is the first Manchester United player to score 20+ goals in consecutive seasons since Wayne Rooney in 2010 pic.twitter.com/R3cyTulA1t— B/R Football (@brfootball) April 8, 2021 Hefur enginn leikmaður Man United náð þessum áfanga síðan Wayne Rooney gerði slíkt hið sama tímabilin 2008-2009 og 2009-2010. Fyrra tímabilið skoraði Rooney slétt 20 mörk en 34 síðara tímabilið. Rashford er enn nokkuð frá 34 mörkum en til að setja þetta í samhengi var Rooney þarna líklega í eina skiptið á ferlinum að spila sem fremsti maður á meðan Rashford er nær alltaf út á vinstri væng. Þá tók Rooney ef till vítaspyrnu eða tvær á meðan Bruno Fernandes hefur séð um það síðan í janúar á síðasta ári er hann kom frá Sporting Lisbon í Portúgal. Ef Rashford hefði fengið að taka einhverjar af þeim 20 vítaspyrnum sem Bruno hefur tekið síðan hann gekk til liðs við Rauðu Djöflanna gæti Rashford verið að brjóta 30 marka múrinn. Sama hvernig á þetta er litið þá er hér um að ræða magnaðan árangur leikmanns sem er enn aðeins 23 ára gamall. Stærsta spurningin er hvort álagið sé of mikið og muni koma í bakið á honum þegar hann eldist. Ef marka má feril Rooney sem og Michael Owen þá er svarið er ljóst að álagið og meiðslin munu taka sinn toll fyrr heldur en síðar.
Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira