Læknar í Kyoto vona að konan muni ná sér að fullu á næstu mánuðum.
Biðtími fyrir lungnaígræðslu – í tilfellum þar sem líffæragjafarnir eru látnir – eru mjög langir, bæði í Japan og annars staðar í heiminum.
Aðgerðin tók um ellefu klukkutíma og fór fram á háskólasjúkrahúsinu í Kyoto. Ástand konunnar og líffæragjafanna tveggja er talið stöðugt að sögn lækna.
Tugir hafa hlotið ígræðslur vegna afleiðinga kórónuveirusýkingar í Kína, Evrópu og Bandaríkjunum en í öllum tilfellum hafa lungu úr látnum líffæragjöfum verið notuð. Að sögn sjúkrahússins í Tokyo er biðtíminn eftir slíkri ígræðslu áralöng.
Þegar í ljós kom að konan, sem hafði ýmsa undirliggjandi sjúkdóma, þyrfti á lungnaígræðslu að halda til þess að lifa af þær skemmdir sem veiran veitti líkama hennar, ákváðu sonur hennar og eiginmaður að bjóða eigin lungu til hennar bjargar.