„Það er verið að reyna að gera mig að einhverri þýskri vél“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. apríl 2021 16:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er spennt fyrir leikjunum tveim gegn Ítalíu Vísir/Vilhelm Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat fyrir svörum í dag fyrir leikina tvo gegn Ítalíu. Karólína fór um víðan völl og ræddi meðal annars um tíma sinn hjá FC Bayern, en hún gekk til liðs við þýska stórveldið í janúar. „Dagarnir á Ítalíu hafa gengið mjög vel. Það er spennandi að fá nýjan þjálfara, þó að einhverjar okkar þekki hann mjög vel,“ sagði Karólína á fundinum í dag. „Það vilja allir sýna sig og þetta er búið að vera mjög skemmtilegt.“ Sara Björk og Dagný Brynjarsdóttir verða ekki með í leikjunum, en Karólína hefur ekki áhyggjur af sér og liðsfélögum sínum. „Það er erfitt að missa svona reynslumikla leikmenn, en ég hef engar áhyggjur af okkur. Það eru bara aðrir leikmenn sem stíga upp og axla meiri ábyrgð. Þetta er bara tækifæri fyrir okkur hinar.“ Karólína þekkir nýráðinn þjálfara landsliðsins vel, en hann var þjálfari Breiðablik áður, þar sem Karólína spilaði. „Ég er búinn að sakna hans mikið,“ sagði Karólína og hló. „Það er búið að vera mjög skemmtilegt að heyra aftur í þessum góðu þjálfurum sem maður var orðinn vanur.“ „Það er ekkert verið að slaka á hjá Steina. Hann er með frábærar áherslur og nú er það bara að fylgja þeim eftir og ná í góð úrslit á móti Ítalíu og byggja svo ofan á það.“ Krefjandi en lærdómsrík byrjun hjá Bayern „Það er búið að vera rosalega lærdómsríkt og skemmtilegt, en líka mjög krefjandi. Ég er að búa ein í fyrsta skipti, nýtt tungumál, nýjar stelpur og nýtt lið. Þetta er búið að vera krefjandi en ég er búinn að læra rosalega mikið á þessu. Það verður skemmtilegt að sjá hvað gerist í framtíðinni, ég þarf bara að vera þolinmóð.“ Karólína gekk til liðs við stórveldið FC Bayern í janúar.Linnea Rheborg/Getty Images „Það er alltaf verið að kenna manni eitthvað nýtt. Ég hef aðallega verið að bæta styrktarþáttinn, það er verið að reyna að gera mig að einhverri þýskri vél hérna úti. Maður er með heimavinnu hérna á Ítalíu frá gymminu. Auðvitað er mikið af fótboltalegum þáttum sem ég hef verið að reyna að tileinka mér. Ég á margt eftir ólært, Þjóðverjarnir ætla að kenna mér mikið, ég er búinn að sjá það.“ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Aldrei draumastaða að missa lykilmenn“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í tveim vináttulandsleikjum á næstu dögum. Báðir leikirnir eru spilaðir á Ítalíu, sá fyrri á morgun klukkan 14:00, en sá seinni á þriðjudaginn. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska liðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 9. apríl 2021 14:01 Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30 Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00 „Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
„Dagarnir á Ítalíu hafa gengið mjög vel. Það er spennandi að fá nýjan þjálfara, þó að einhverjar okkar þekki hann mjög vel,“ sagði Karólína á fundinum í dag. „Það vilja allir sýna sig og þetta er búið að vera mjög skemmtilegt.“ Sara Björk og Dagný Brynjarsdóttir verða ekki með í leikjunum, en Karólína hefur ekki áhyggjur af sér og liðsfélögum sínum. „Það er erfitt að missa svona reynslumikla leikmenn, en ég hef engar áhyggjur af okkur. Það eru bara aðrir leikmenn sem stíga upp og axla meiri ábyrgð. Þetta er bara tækifæri fyrir okkur hinar.“ Karólína þekkir nýráðinn þjálfara landsliðsins vel, en hann var þjálfari Breiðablik áður, þar sem Karólína spilaði. „Ég er búinn að sakna hans mikið,“ sagði Karólína og hló. „Það er búið að vera mjög skemmtilegt að heyra aftur í þessum góðu þjálfurum sem maður var orðinn vanur.“ „Það er ekkert verið að slaka á hjá Steina. Hann er með frábærar áherslur og nú er það bara að fylgja þeim eftir og ná í góð úrslit á móti Ítalíu og byggja svo ofan á það.“ Krefjandi en lærdómsrík byrjun hjá Bayern „Það er búið að vera rosalega lærdómsríkt og skemmtilegt, en líka mjög krefjandi. Ég er að búa ein í fyrsta skipti, nýtt tungumál, nýjar stelpur og nýtt lið. Þetta er búið að vera krefjandi en ég er búinn að læra rosalega mikið á þessu. Það verður skemmtilegt að sjá hvað gerist í framtíðinni, ég þarf bara að vera þolinmóð.“ Karólína gekk til liðs við stórveldið FC Bayern í janúar.Linnea Rheborg/Getty Images „Það er alltaf verið að kenna manni eitthvað nýtt. Ég hef aðallega verið að bæta styrktarþáttinn, það er verið að reyna að gera mig að einhverri þýskri vél hérna úti. Maður er með heimavinnu hérna á Ítalíu frá gymminu. Auðvitað er mikið af fótboltalegum þáttum sem ég hef verið að reyna að tileinka mér. Ég á margt eftir ólært, Þjóðverjarnir ætla að kenna mér mikið, ég er búinn að sjá það.“
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Aldrei draumastaða að missa lykilmenn“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í tveim vináttulandsleikjum á næstu dögum. Báðir leikirnir eru spilaðir á Ítalíu, sá fyrri á morgun klukkan 14:00, en sá seinni á þriðjudaginn. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska liðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 9. apríl 2021 14:01 Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30 Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00 „Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
„Aldrei draumastaða að missa lykilmenn“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í tveim vináttulandsleikjum á næstu dögum. Báðir leikirnir eru spilaðir á Ítalíu, sá fyrri á morgun klukkan 14:00, en sá seinni á þriðjudaginn. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska liðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 9. apríl 2021 14:01
Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30
Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00
„Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02