Sprengigos hafið á eyjunni Sankti Vinsent Eiður Þór Árnason skrifar 9. apríl 2021 15:00 Eldfjallið spúir miklu magni af gosefnum og gasi út í andrúmsloftið. UWI Seismic Research Centre Sprengigos er hafið í eldfjallinu La Soufrière á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi. Mikið öskufall er á nærliggjandi svæði en ekki hafa borist tilkynningar um manntjón. Á síðustu dögum hefur virkni í eldfjallinu aukist til muna þar sem eldgos var þegar hafið. Í nótt var staðan metin á þann veg að sprengigos kunni að vera yfirvofandi, líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag. Yfirvöld fyrirskipuðu í nótt 1.600 manns sem búa á norðurhluta eyjunnar að yfirgefa heimili sín vegna hættunnar en almannavarnir staðfestu í dag að sprengigos væri hafið. Jarðvísindastofnun Háskólans í Vestur-Indíum segir að sprengigosið hafi byrjað klukkan 8:41 að staðartíma en jarðskjálftavirkni hafði mælst á svæðinu frá því í gær. Voru skjálftarnir taldir vera merki um að kvika væri að nálgast yfirborðið. Photos from the explosive eruption that occurred at La Soufriere, SVG at 8:41 am local time. Ash has begun to fall on the flanks of the volcano and surrounding communities including Chateaubelair and Petite Bordel. Some has gone offshore and has even reached the Observatory. #svg pic.twitter.com/geoG4nOyrK— UWISeismic Research (@uwiseismic) April 9, 2021 Að sögn almannavarna nær öskustrókur nú yfir sex þúsund metra upp í loftið og er á leið austur yfir Atlantshafið. Erouscilla Joseph, yfirmaður jarðvísindastofnunarinnar, varaði við því í samtali við AP-fréttaveituna að hugsanlega sé von á frekari sprengingum. Fjórum skemmtiferðaskipum hefur verið siglt til eyjarinnar til að aðstoða við rýmingu. Forsætisráðherrann Ralph Gonsalves sagði á blaðamannafundi að einungis þeir sem hafi verið bólusettir við Covid-19 fái að fara um borð í skipin eða fái úthlutað tímabundnu hæli á nærliggjandi eyjum. The majesty that is #LaSoufrière is awake in all her terrifying glory. https://t.co/2rnbZg1baM pic.twitter.com/ZBYgS6mHcT— Heidi Badenock (@heidibadenock) April 9, 2021 Yfirvöld í Sankti Lucia, Grenada, Barbados og Antigua hafa samþykkt að taka við fólki sem flýr nú gosið. Fram kemur á Vísindavefnum að sprengigos einkennist af mikilli gosgufu og gosmöl. Stafa þau aðallega af skyndilegri losun reikulla efna, einkum vatns, úr kvikunni við lágan þrýsting. Rísi bergbráð hratt upp úr jörðu verður ferlið með hraða sprengingar og hraunslettur og gufa þeytast hátt í loft upp. Til samanburðar kemur nær eingöngu upp hraun í hraungosum. Eldfjallið La Soufrière gaus síðast árið 1979, eða fyrir 42 árum síðan. Ekkert manntjón var í því gosi en um 1.600 þúsund manns létust þegar það gaus árið 1902. Gerðist það skömmu eftir að eldgos hófst í Mt Pelee á eyjunni Martinique með þeim afleiðingum að bærinn Saint-Pierre gjöreyðilagðist og yfir 30 þúsund manns létust. Aftur hefur borið á virkni í Mt Peele en í byrjun desember var svæðið sett á gult viðvörunarstig vegna skjálftavirkni. Er það í fyrsta sinn sem svo er gert frá því það gaus síðast árið 1932. The La Soufriere volcano in St Vincent has moved into an explosive state. pic.twitter.com/TxRl2O8eDE— Jamaica Observer (@JamaicaObserver) April 9, 2021 Sankti Vinsent er hluti af ríkinu Sankti Vinsent og Grenadíneyjum, með sína 110 þúsund íbúa. Flestir búa í höfuðborginni Kingstown sem er að finna á suðurhluta Sankti Vinsent. La Soufrière er á norðurhluta eyjarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Sankti Vinsent og Grenadínur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Á síðustu dögum hefur virkni í eldfjallinu aukist til muna þar sem eldgos var þegar hafið. Í nótt var staðan metin á þann veg að sprengigos kunni að vera yfirvofandi, líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag. Yfirvöld fyrirskipuðu í nótt 1.600 manns sem búa á norðurhluta eyjunnar að yfirgefa heimili sín vegna hættunnar en almannavarnir staðfestu í dag að sprengigos væri hafið. Jarðvísindastofnun Háskólans í Vestur-Indíum segir að sprengigosið hafi byrjað klukkan 8:41 að staðartíma en jarðskjálftavirkni hafði mælst á svæðinu frá því í gær. Voru skjálftarnir taldir vera merki um að kvika væri að nálgast yfirborðið. Photos from the explosive eruption that occurred at La Soufriere, SVG at 8:41 am local time. Ash has begun to fall on the flanks of the volcano and surrounding communities including Chateaubelair and Petite Bordel. Some has gone offshore and has even reached the Observatory. #svg pic.twitter.com/geoG4nOyrK— UWISeismic Research (@uwiseismic) April 9, 2021 Að sögn almannavarna nær öskustrókur nú yfir sex þúsund metra upp í loftið og er á leið austur yfir Atlantshafið. Erouscilla Joseph, yfirmaður jarðvísindastofnunarinnar, varaði við því í samtali við AP-fréttaveituna að hugsanlega sé von á frekari sprengingum. Fjórum skemmtiferðaskipum hefur verið siglt til eyjarinnar til að aðstoða við rýmingu. Forsætisráðherrann Ralph Gonsalves sagði á blaðamannafundi að einungis þeir sem hafi verið bólusettir við Covid-19 fái að fara um borð í skipin eða fái úthlutað tímabundnu hæli á nærliggjandi eyjum. The majesty that is #LaSoufrière is awake in all her terrifying glory. https://t.co/2rnbZg1baM pic.twitter.com/ZBYgS6mHcT— Heidi Badenock (@heidibadenock) April 9, 2021 Yfirvöld í Sankti Lucia, Grenada, Barbados og Antigua hafa samþykkt að taka við fólki sem flýr nú gosið. Fram kemur á Vísindavefnum að sprengigos einkennist af mikilli gosgufu og gosmöl. Stafa þau aðallega af skyndilegri losun reikulla efna, einkum vatns, úr kvikunni við lágan þrýsting. Rísi bergbráð hratt upp úr jörðu verður ferlið með hraða sprengingar og hraunslettur og gufa þeytast hátt í loft upp. Til samanburðar kemur nær eingöngu upp hraun í hraungosum. Eldfjallið La Soufrière gaus síðast árið 1979, eða fyrir 42 árum síðan. Ekkert manntjón var í því gosi en um 1.600 þúsund manns létust þegar það gaus árið 1902. Gerðist það skömmu eftir að eldgos hófst í Mt Pelee á eyjunni Martinique með þeim afleiðingum að bærinn Saint-Pierre gjöreyðilagðist og yfir 30 þúsund manns létust. Aftur hefur borið á virkni í Mt Peele en í byrjun desember var svæðið sett á gult viðvörunarstig vegna skjálftavirkni. Er það í fyrsta sinn sem svo er gert frá því það gaus síðast árið 1932. The La Soufriere volcano in St Vincent has moved into an explosive state. pic.twitter.com/TxRl2O8eDE— Jamaica Observer (@JamaicaObserver) April 9, 2021 Sankti Vinsent er hluti af ríkinu Sankti Vinsent og Grenadíneyjum, með sína 110 þúsund íbúa. Flestir búa í höfuðborginni Kingstown sem er að finna á suðurhluta Sankti Vinsent. La Soufrière er á norðurhluta eyjarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sankti Vinsent og Grenadínur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira