Sprengigos hafið á eyjunni Sankti Vinsent Eiður Þór Árnason skrifar 9. apríl 2021 15:00 Eldfjallið spúir miklu magni af gosefnum og gasi út í andrúmsloftið. UWI Seismic Research Centre Sprengigos er hafið í eldfjallinu La Soufrière á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi. Mikið öskufall er á nærliggjandi svæði en ekki hafa borist tilkynningar um manntjón. Á síðustu dögum hefur virkni í eldfjallinu aukist til muna þar sem eldgos var þegar hafið. Í nótt var staðan metin á þann veg að sprengigos kunni að vera yfirvofandi, líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag. Yfirvöld fyrirskipuðu í nótt 1.600 manns sem búa á norðurhluta eyjunnar að yfirgefa heimili sín vegna hættunnar en almannavarnir staðfestu í dag að sprengigos væri hafið. Jarðvísindastofnun Háskólans í Vestur-Indíum segir að sprengigosið hafi byrjað klukkan 8:41 að staðartíma en jarðskjálftavirkni hafði mælst á svæðinu frá því í gær. Voru skjálftarnir taldir vera merki um að kvika væri að nálgast yfirborðið. Photos from the explosive eruption that occurred at La Soufriere, SVG at 8:41 am local time. Ash has begun to fall on the flanks of the volcano and surrounding communities including Chateaubelair and Petite Bordel. Some has gone offshore and has even reached the Observatory. #svg pic.twitter.com/geoG4nOyrK— UWISeismic Research (@uwiseismic) April 9, 2021 Að sögn almannavarna nær öskustrókur nú yfir sex þúsund metra upp í loftið og er á leið austur yfir Atlantshafið. Erouscilla Joseph, yfirmaður jarðvísindastofnunarinnar, varaði við því í samtali við AP-fréttaveituna að hugsanlega sé von á frekari sprengingum. Fjórum skemmtiferðaskipum hefur verið siglt til eyjarinnar til að aðstoða við rýmingu. Forsætisráðherrann Ralph Gonsalves sagði á blaðamannafundi að einungis þeir sem hafi verið bólusettir við Covid-19 fái að fara um borð í skipin eða fái úthlutað tímabundnu hæli á nærliggjandi eyjum. The majesty that is #LaSoufrière is awake in all her terrifying glory. https://t.co/2rnbZg1baM pic.twitter.com/ZBYgS6mHcT— Heidi Badenock (@heidibadenock) April 9, 2021 Yfirvöld í Sankti Lucia, Grenada, Barbados og Antigua hafa samþykkt að taka við fólki sem flýr nú gosið. Fram kemur á Vísindavefnum að sprengigos einkennist af mikilli gosgufu og gosmöl. Stafa þau aðallega af skyndilegri losun reikulla efna, einkum vatns, úr kvikunni við lágan þrýsting. Rísi bergbráð hratt upp úr jörðu verður ferlið með hraða sprengingar og hraunslettur og gufa þeytast hátt í loft upp. Til samanburðar kemur nær eingöngu upp hraun í hraungosum. Eldfjallið La Soufrière gaus síðast árið 1979, eða fyrir 42 árum síðan. Ekkert manntjón var í því gosi en um 1.600 þúsund manns létust þegar það gaus árið 1902. Gerðist það skömmu eftir að eldgos hófst í Mt Pelee á eyjunni Martinique með þeim afleiðingum að bærinn Saint-Pierre gjöreyðilagðist og yfir 30 þúsund manns létust. Aftur hefur borið á virkni í Mt Peele en í byrjun desember var svæðið sett á gult viðvörunarstig vegna skjálftavirkni. Er það í fyrsta sinn sem svo er gert frá því það gaus síðast árið 1932. The La Soufriere volcano in St Vincent has moved into an explosive state. pic.twitter.com/TxRl2O8eDE— Jamaica Observer (@JamaicaObserver) April 9, 2021 Sankti Vinsent er hluti af ríkinu Sankti Vinsent og Grenadíneyjum, með sína 110 þúsund íbúa. Flestir búa í höfuðborginni Kingstown sem er að finna á suðurhluta Sankti Vinsent. La Soufrière er á norðurhluta eyjarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Sankti Vinsent og Grenadínur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Á síðustu dögum hefur virkni í eldfjallinu aukist til muna þar sem eldgos var þegar hafið. Í nótt var staðan metin á þann veg að sprengigos kunni að vera yfirvofandi, líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag. Yfirvöld fyrirskipuðu í nótt 1.600 manns sem búa á norðurhluta eyjunnar að yfirgefa heimili sín vegna hættunnar en almannavarnir staðfestu í dag að sprengigos væri hafið. Jarðvísindastofnun Háskólans í Vestur-Indíum segir að sprengigosið hafi byrjað klukkan 8:41 að staðartíma en jarðskjálftavirkni hafði mælst á svæðinu frá því í gær. Voru skjálftarnir taldir vera merki um að kvika væri að nálgast yfirborðið. Photos from the explosive eruption that occurred at La Soufriere, SVG at 8:41 am local time. Ash has begun to fall on the flanks of the volcano and surrounding communities including Chateaubelair and Petite Bordel. Some has gone offshore and has even reached the Observatory. #svg pic.twitter.com/geoG4nOyrK— UWISeismic Research (@uwiseismic) April 9, 2021 Að sögn almannavarna nær öskustrókur nú yfir sex þúsund metra upp í loftið og er á leið austur yfir Atlantshafið. Erouscilla Joseph, yfirmaður jarðvísindastofnunarinnar, varaði við því í samtali við AP-fréttaveituna að hugsanlega sé von á frekari sprengingum. Fjórum skemmtiferðaskipum hefur verið siglt til eyjarinnar til að aðstoða við rýmingu. Forsætisráðherrann Ralph Gonsalves sagði á blaðamannafundi að einungis þeir sem hafi verið bólusettir við Covid-19 fái að fara um borð í skipin eða fái úthlutað tímabundnu hæli á nærliggjandi eyjum. The majesty that is #LaSoufrière is awake in all her terrifying glory. https://t.co/2rnbZg1baM pic.twitter.com/ZBYgS6mHcT— Heidi Badenock (@heidibadenock) April 9, 2021 Yfirvöld í Sankti Lucia, Grenada, Barbados og Antigua hafa samþykkt að taka við fólki sem flýr nú gosið. Fram kemur á Vísindavefnum að sprengigos einkennist af mikilli gosgufu og gosmöl. Stafa þau aðallega af skyndilegri losun reikulla efna, einkum vatns, úr kvikunni við lágan þrýsting. Rísi bergbráð hratt upp úr jörðu verður ferlið með hraða sprengingar og hraunslettur og gufa þeytast hátt í loft upp. Til samanburðar kemur nær eingöngu upp hraun í hraungosum. Eldfjallið La Soufrière gaus síðast árið 1979, eða fyrir 42 árum síðan. Ekkert manntjón var í því gosi en um 1.600 þúsund manns létust þegar það gaus árið 1902. Gerðist það skömmu eftir að eldgos hófst í Mt Pelee á eyjunni Martinique með þeim afleiðingum að bærinn Saint-Pierre gjöreyðilagðist og yfir 30 þúsund manns létust. Aftur hefur borið á virkni í Mt Peele en í byrjun desember var svæðið sett á gult viðvörunarstig vegna skjálftavirkni. Er það í fyrsta sinn sem svo er gert frá því það gaus síðast árið 1932. The La Soufriere volcano in St Vincent has moved into an explosive state. pic.twitter.com/TxRl2O8eDE— Jamaica Observer (@JamaicaObserver) April 9, 2021 Sankti Vinsent er hluti af ríkinu Sankti Vinsent og Grenadíneyjum, með sína 110 þúsund íbúa. Flestir búa í höfuðborginni Kingstown sem er að finna á suðurhluta Sankti Vinsent. La Soufrière er á norðurhluta eyjarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sankti Vinsent og Grenadínur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira