Liverpool tapaði illa fyrir Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni en það sem meira er þá hefur liðinu gengið hreint út sagt skelfilega á Anfield undanfarnar vikur. Liðið hefur nefnilega tapað sex leikjum í röð á heimavelli.
Af síðustu 11 leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni hefur liðið unnið fimm og tapað sex. Fimm sigurleikir á útivelli en sex töp á heimavelli. Það sem meira er, Liverpool hefur aðeins skorað eitt mark í leikjunum sex.
Liverpool have failed to score with any of their last at Anfield
— Optus Sport (@OptusSport) April 9, 2021
Your Premier League weekend cheat sheet https://t.co/dFyOPQz3tv#OptusSport | #PL | #LFC pic.twitter.com/odCwT8U1v1
Það kom af vítapunktinum í 1-4 tapi gegn Manchester City þann 7. febrúar. Ef vítaspyrna Mo Salah þann daginn er tekin út úr jöfnunni þá hefur Liverpool skotið 115 sinnum í átt að marki án þess að skora í leikjunum sex.
Síðast þegar Liverpool og Aston Villa mættust þá vann Villa ótrúlegan 7-2 sigur. Endurtaki þeir leikinn á morgun þá jafnar Liverpool met Huddersfield Town frá 2019 er liðið tapaði sjö heimaleikjum í röð.
Villa hefur staðið sig vel á útivöllum á leiktíðinni en ekkert lið hefur haldið marki sínu oftar hreinu heldur en lærisveinar Dean Smith. Það má því reikna með hörkuleik á Anfield á morgun.