Malta borgar ferðamönnum til að koma í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2021 19:26 Yfirvöld á Möltu vilja hvetja ferðamenn til að ferðast til eyjanna. Getty Yfirvöld í Möltu stefnir á að greiða erlendum ferðamönnum, sem halda til á eyjunni í meira en þrjá daga í sumar, allt að 200 evrur, sem eru um 30 þúsund íslenskar krónur. Þau segja aðgerðirnar til þess gerðar að koma ferðaþjónustu eyjunnar á réttan kjöl en atvinnugreinin hefur tekið dýfu niður á við vegna kórónuveirufaraldursins. Clayton Bartolo, ferðamálaráðherra, tilkynnti aðgerðirnar í dag og sagði hann allir ferðamenn sem bókuðu hótelgistingu hjá hótelum á eyjunni fengju styrkinn. Miklar takmarkanir hafa verið í gildi á eyjunni en fyrirséð er að þeim verði aflétt þann 1. júní næstkomandi. Samkvæmt World Travel and Tourism Council má rekja meira en 27 prósent þjóðarframleiðslu eyjunnar til ferðaþjónustunnar. Hún hefur hins vegar orðið illa úti vegna faraldursins. Árið 2019 heimsóttu meira en 2,7 milljónir erlendra ferðamanna eyjuna en sú tala hefur fallið um 80 prósent síðan í mars 2020. Bartolo sagði í dag að bóki ferðamenn gistingu á fimm stjörnu hóteli á eyjunni muni hver einstaklingur fá 100 evrur frá ferðamálaráðuneytinu að gjöf og hótelið muni gefa 100 evrur til viðbótar. Þá munu þeir sem bóka gistingu á fjögurra stjörnu hóteli fá alls 150 evrur og þeir sem bóka gistingu á þriggja stjörnu hóteli munu fá 100 evrur að gjöf. Hafa gefið 42 prósentum fullorðinna fyrstu bólusetningu Fjárhæðin hækkar um 10 prósent þegar hótelherbergi eru bókuð á eyjunni Gozo, sem er um þrjá kílómetra frá meginlandi Möltu. „Aðgerðirnar eru til þess fallnar að koma hótelum á Möltu í góða samkeppnisstöðu þegar ferðamannastraumurinn hefst á ný,“ sagði Bartolo. Stjórnvöld stefna að því að 35 þúsund ferðamenn komi til landsins í sumar. Maltverjum hefur tekist einstaklega vel að bólusetja gegn veirunni en Malta er það Evrópuríki sem tekist hefur að bólusetja stærst hlutfall almennings. Að minnsta kosti 42 prósent fullorðinna hafa nú fengið fyrsta skammt bólusetningar. Þá hefur kórónuveirutilfellum farið ört fækkandi og hafa stjórnvöld hvatt Evrópusambandið til þess að taka í gildi bólusetningarvottorð í von um að ferðamenn geti komið til landsins. Þá sagði Bartolo í dag að viðræður séu hafnar við yfirvöld á Bretlandi um að hvetja til ferðalaga milli landanna tveggja. Ferðalög Malta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Sjá meira
Clayton Bartolo, ferðamálaráðherra, tilkynnti aðgerðirnar í dag og sagði hann allir ferðamenn sem bókuðu hótelgistingu hjá hótelum á eyjunni fengju styrkinn. Miklar takmarkanir hafa verið í gildi á eyjunni en fyrirséð er að þeim verði aflétt þann 1. júní næstkomandi. Samkvæmt World Travel and Tourism Council má rekja meira en 27 prósent þjóðarframleiðslu eyjunnar til ferðaþjónustunnar. Hún hefur hins vegar orðið illa úti vegna faraldursins. Árið 2019 heimsóttu meira en 2,7 milljónir erlendra ferðamanna eyjuna en sú tala hefur fallið um 80 prósent síðan í mars 2020. Bartolo sagði í dag að bóki ferðamenn gistingu á fimm stjörnu hóteli á eyjunni muni hver einstaklingur fá 100 evrur frá ferðamálaráðuneytinu að gjöf og hótelið muni gefa 100 evrur til viðbótar. Þá munu þeir sem bóka gistingu á fjögurra stjörnu hóteli fá alls 150 evrur og þeir sem bóka gistingu á þriggja stjörnu hóteli munu fá 100 evrur að gjöf. Hafa gefið 42 prósentum fullorðinna fyrstu bólusetningu Fjárhæðin hækkar um 10 prósent þegar hótelherbergi eru bókuð á eyjunni Gozo, sem er um þrjá kílómetra frá meginlandi Möltu. „Aðgerðirnar eru til þess fallnar að koma hótelum á Möltu í góða samkeppnisstöðu þegar ferðamannastraumurinn hefst á ný,“ sagði Bartolo. Stjórnvöld stefna að því að 35 þúsund ferðamenn komi til landsins í sumar. Maltverjum hefur tekist einstaklega vel að bólusetja gegn veirunni en Malta er það Evrópuríki sem tekist hefur að bólusetja stærst hlutfall almennings. Að minnsta kosti 42 prósent fullorðinna hafa nú fengið fyrsta skammt bólusetningar. Þá hefur kórónuveirutilfellum farið ört fækkandi og hafa stjórnvöld hvatt Evrópusambandið til þess að taka í gildi bólusetningarvottorð í von um að ferðamenn geti komið til landsins. Þá sagði Bartolo í dag að viðræður séu hafnar við yfirvöld á Bretlandi um að hvetja til ferðalaga milli landanna tveggja.
Ferðalög Malta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Sjá meira