Fulham þurfti á þremur stigum að halda í botnbaráttunni er liðið tók á móti Wolves í kvöld. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik þegar gestirnir komust yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara komust þeir að einn leikmaður Wolves var rangstæður og staðan því markalaus í hálfleik.
Í síðari hálfleik var það sama upp á teningnum og staðan markalaus er venjulegum leiktíma var lokið. Í uppbótartíma skoraði Adama Traore sitt fyrsta mark á tímabilinu og tryggði Wolves þar með 1-0 sigur.
Fulham er sem stendur með 26 stig að loknum 32 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, þremur stigum á eftir Newcastle United sem á tvo leiki til góða. Wolves er í 12. sæti með 38 stig eftir 31 leik.