Fóru út að borða og fá 2,3 milljóna króna sekt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2021 22:49 Parísarbúar virðast óþreyjufullir og vilja komast aftur út á lífið. Getty/Kiran Ridley Meira en 100 gestir á veitingastað í París hafa verið sektaðir fyrir að hafa brotið sóttvarnareglur. Þá hefur veitingastjórinn á staðnum verið handtekinn vegna málsins. Lögreglumenn voru kallaðir út eftir að mikil læti bárust frá veitingastaðnum og komu þeir að þéttsetnum staðnum. Öll fyrirtæki, sem ekki teljast sem nauðsynleg, eiga að vera lokuð samkvæmt sóttvarnareglum. Lögreglan í Frakklandi hóf fyrr í vikunni viðamikla rannsókn vegna veitingastaða sem sagðir eru bjóða gestum inn fyrir sínar dyr þrátt fyrir takmarkanir. Kampavín og kavíar Í síðustu viku birti sjónvarpsstöðin M6 myndbandsupptökur sem sagðar eru vera af veitingastað sem átti að vera lokaður. Myndavélin var falin og sjást gestir borða kavíar, drekka kampavín og trufflur á fínum veitingastað. Þá heyrast veitingamenn segja gestum að þeir geti tekið niður vitgrímur á veitingastaðnum. Í kjölfarið skipaði innanríkisráðherra Frakklands, Gérald Darmanin, lögreglunni að rannsaka slíkar samkomur – sem ganga þvert gegn sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins – og sagði slíkar samkomur óásættanlegar. Síðast á föstudag þurfti lögregla að grípa inn í þegar í ljós kom að meira en 110 manns voru saman komin á veitingastað í 19. hverfi borgarinnar. Háar fjárhæðir og fangelsisvist Brjóti fólk sóttvarnareglur í Frakklandi getur það átt yfir höfði sér allt að árs langa fangelsisvist og 15 þúsund evra sekt, sem samsvarar um 2,3 milljónum íslenskra króna. Með sóttvarnabrotum stefni fólk lífi annarra í hættu. Gestir veitingastaðarins gætu því átt von á himinháum sektum en við gæti bæst 135 evru, eða um 20 þúsund króna, sekt fyrir að virða ekki útivistarbann, og aðra 135 evru sekt fyrir að bera ekki grímur fyrir vitum. Útbreiðsla faraldursins í Frakklandi virðist lítið hægja á sér og eftir nokkrar erfiðar vikur voru hertar takmarkanir settar á um land allt. Yfirvöld óttuðust að héldi faraldurinn áfram á þeirri leið sem hann var gætu sjúkrahús átt það á hættu að geta ekki haldið í við fjölda sjúklinga. Allir skólar og ónauðsynlegar búðir hafa lokað og útgöngubann er í gildi á milli klukkan 19 og 06. Meira en fimm milljónir hafa smitast af kórónuveirunni í Frakklandi og minnst 98.202 dáið af völdum hennar. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Lögreglumenn voru kallaðir út eftir að mikil læti bárust frá veitingastaðnum og komu þeir að þéttsetnum staðnum. Öll fyrirtæki, sem ekki teljast sem nauðsynleg, eiga að vera lokuð samkvæmt sóttvarnareglum. Lögreglan í Frakklandi hóf fyrr í vikunni viðamikla rannsókn vegna veitingastaða sem sagðir eru bjóða gestum inn fyrir sínar dyr þrátt fyrir takmarkanir. Kampavín og kavíar Í síðustu viku birti sjónvarpsstöðin M6 myndbandsupptökur sem sagðar eru vera af veitingastað sem átti að vera lokaður. Myndavélin var falin og sjást gestir borða kavíar, drekka kampavín og trufflur á fínum veitingastað. Þá heyrast veitingamenn segja gestum að þeir geti tekið niður vitgrímur á veitingastaðnum. Í kjölfarið skipaði innanríkisráðherra Frakklands, Gérald Darmanin, lögreglunni að rannsaka slíkar samkomur – sem ganga þvert gegn sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins – og sagði slíkar samkomur óásættanlegar. Síðast á föstudag þurfti lögregla að grípa inn í þegar í ljós kom að meira en 110 manns voru saman komin á veitingastað í 19. hverfi borgarinnar. Háar fjárhæðir og fangelsisvist Brjóti fólk sóttvarnareglur í Frakklandi getur það átt yfir höfði sér allt að árs langa fangelsisvist og 15 þúsund evra sekt, sem samsvarar um 2,3 milljónum íslenskra króna. Með sóttvarnabrotum stefni fólk lífi annarra í hættu. Gestir veitingastaðarins gætu því átt von á himinháum sektum en við gæti bæst 135 evru, eða um 20 þúsund króna, sekt fyrir að virða ekki útivistarbann, og aðra 135 evru sekt fyrir að bera ekki grímur fyrir vitum. Útbreiðsla faraldursins í Frakklandi virðist lítið hægja á sér og eftir nokkrar erfiðar vikur voru hertar takmarkanir settar á um land allt. Yfirvöld óttuðust að héldi faraldurinn áfram á þeirri leið sem hann var gætu sjúkrahús átt það á hættu að geta ekki haldið í við fjölda sjúklinga. Allir skólar og ónauðsynlegar búðir hafa lokað og útgöngubann er í gildi á milli klukkan 19 og 06. Meira en fimm milljónir hafa smitast af kórónuveirunni í Frakklandi og minnst 98.202 dáið af völdum hennar.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira