Að loka landi Andrea Sigurðardóttir skrifar 12. apríl 2021 08:31 Þegar harðnar á dalnum er okkur eðlislægt að finna sameiginlegan óvin. Í lagi Nýdanskrar, Sökudólgur óskast, er kallað eftir skýringum á því hvað sé að gerast, við hvern sé að sakast, svo hægt sé að vita hvað sé að. Sú hefur verið stemningin hér á landi undanfarin misseri. Sökudólgur fundinn Eftir rúmt ár af COVID fer þolinmæðin þverrandi. Einhvern tíma var hin lúmska veira óvinurinn, sem við, verandi öll Almannavarnir, þurfum að kljást við saman. Þrátt fyrir formlega útnefningu hefur hún ekki dugað sem sökudólgur og sökudólgaleitin því haldið áfram. Nýlega náðist farsæl lending í þeim efnum. Sökudólgurinn er útlönd og allir sem þaðan koma. Frasinn um að „loka landinu“ hefur fengið byr undir báða vængi, enda á hið lokaða land að tryggja okkur veiruleysi, heilsu og hamingju. Að veiruleysinu verður vikið síðar, en það sem mestu máli skiptir er hvað felst í frasanum. Hvernig lokar maður landi? Á að banna hingað flug- og skipasamgöngur eða leggja blátt bann við öllum komum á klakann? Það vill nefnilega gleymast að skilyrði fyrir inngöngu í landið eru þegar mjög ströng. Það þarf að framvísa neikvæðu vottorði, gangast undir skimun, sóttkví og loks aðra skimun til að valsa frjáls um íslenskt samfélag. Af samanburði við Nýja-Sjáland Í umræðu um lokun landamæra er gjarnan vísað til Nýja-Sjálands. Nýja-Sjáland er auðvitað ekki lokað land þó þar séu ferðatakmarkanir. Þar er ekki þreföld skimun líkt og hér og upp koma smit og gripið er til sóttvarnaaðgerða þar, líkt og annars staðar. Ferðaþjónusta á Nýja-Sjálandi er auk þess eðlisólík þeirri íslensku. Þar í landi byggist 60% af ferðaþjónustu á innlendum ferðamönnum, samanborið við eins stafs prósentu hérlendis. Atvinnuleysishlutfallið á Íslandi er aftur á móti tveggja stafa tala, enda hefur okkar stærsta útflutningsgrein verið lömuð í yfir ár. Frasinn um eðlilegt líf í lokuðu landi er hjákátlegur þegar þúsundir eru án atvinnu. Stóru málin Veirulausa útópíulandið er vandfundið og þess vegna hefur línan hingað til verið sú að við þurfum að lifa með veirunni, það er að segja, þangað til fyrir helgi. Þá ýjaði sóttvarnalæknir að því að Íslendingar myndu ekki endurheimta borgaraleg réttindi sín fyrr en veiruleysi væri náð. Fáir spurðu hvernig stæði á þessu og fjölmiðlar hafa flestir verið uppteknir við annað. Eins og að spyrja hvort starfsfólki Rauða krossins þyki ekki slæmt að færri verði nú vistaðir í farsóttarturninum. Hvað embættismanni úr læknastétt og forstjóra líftæknifyrirtækis finnist um að maður hafi farið til Spánar. Að rappari vilji loka landinu. Einblínt á stóru málin. Hér verður ekki gert lítið úr veirunni og afleiðingum hennar. Einhver kynni þó að vilja staldra við og spyrja sig: Hvert er planið, nú þegar við erum farin að bólusetja lægri aldurshópa en þá sem verst fara út úr sóttinni? Hver eru viðmiðin til að endurheimta eðlilegt líf og hvað þarf til að þeim verði náð? Hvers vegna eru smittölur enn það eina sem skiptir máli, að því er virðist, þegar enginn liggur á sjúkrahúsi vegna COVID og þeir hópar sem líklegastir eru til þess að rata þangað hafa verið bólusettir? Hvenær fær atvinnuleysi, tekjutap, andleg heilsa og annað afleitt heilsutjón viðeigandi vægi við ákvarðanatöku? Hvenær verður horft til þeirra áhrifa sem dagleg aukning á halla ríkissjóðs hefur á heilbrigðis- og velferðarkerfi og aðra innviðafjárfestingu til langrar framtíðar? Gleymum því ekki að hér eru ekki síður líf og heilsa fjölmargra í húfi - og áhrifin langvarandi. Það dugir ekki að einblína á einn lið lýðheilsujöfnunnar. Þegar aðrir liðir eru teknir inn í jöfnuna þá blasir við hvar almannahagsmunir liggja. Við þurfum að loka kaflanum, ekki landinu. Höfundur er viðskiptablaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar harðnar á dalnum er okkur eðlislægt að finna sameiginlegan óvin. Í lagi Nýdanskrar, Sökudólgur óskast, er kallað eftir skýringum á því hvað sé að gerast, við hvern sé að sakast, svo hægt sé að vita hvað sé að. Sú hefur verið stemningin hér á landi undanfarin misseri. Sökudólgur fundinn Eftir rúmt ár af COVID fer þolinmæðin þverrandi. Einhvern tíma var hin lúmska veira óvinurinn, sem við, verandi öll Almannavarnir, þurfum að kljást við saman. Þrátt fyrir formlega útnefningu hefur hún ekki dugað sem sökudólgur og sökudólgaleitin því haldið áfram. Nýlega náðist farsæl lending í þeim efnum. Sökudólgurinn er útlönd og allir sem þaðan koma. Frasinn um að „loka landinu“ hefur fengið byr undir báða vængi, enda á hið lokaða land að tryggja okkur veiruleysi, heilsu og hamingju. Að veiruleysinu verður vikið síðar, en það sem mestu máli skiptir er hvað felst í frasanum. Hvernig lokar maður landi? Á að banna hingað flug- og skipasamgöngur eða leggja blátt bann við öllum komum á klakann? Það vill nefnilega gleymast að skilyrði fyrir inngöngu í landið eru þegar mjög ströng. Það þarf að framvísa neikvæðu vottorði, gangast undir skimun, sóttkví og loks aðra skimun til að valsa frjáls um íslenskt samfélag. Af samanburði við Nýja-Sjáland Í umræðu um lokun landamæra er gjarnan vísað til Nýja-Sjálands. Nýja-Sjáland er auðvitað ekki lokað land þó þar séu ferðatakmarkanir. Þar er ekki þreföld skimun líkt og hér og upp koma smit og gripið er til sóttvarnaaðgerða þar, líkt og annars staðar. Ferðaþjónusta á Nýja-Sjálandi er auk þess eðlisólík þeirri íslensku. Þar í landi byggist 60% af ferðaþjónustu á innlendum ferðamönnum, samanborið við eins stafs prósentu hérlendis. Atvinnuleysishlutfallið á Íslandi er aftur á móti tveggja stafa tala, enda hefur okkar stærsta útflutningsgrein verið lömuð í yfir ár. Frasinn um eðlilegt líf í lokuðu landi er hjákátlegur þegar þúsundir eru án atvinnu. Stóru málin Veirulausa útópíulandið er vandfundið og þess vegna hefur línan hingað til verið sú að við þurfum að lifa með veirunni, það er að segja, þangað til fyrir helgi. Þá ýjaði sóttvarnalæknir að því að Íslendingar myndu ekki endurheimta borgaraleg réttindi sín fyrr en veiruleysi væri náð. Fáir spurðu hvernig stæði á þessu og fjölmiðlar hafa flestir verið uppteknir við annað. Eins og að spyrja hvort starfsfólki Rauða krossins þyki ekki slæmt að færri verði nú vistaðir í farsóttarturninum. Hvað embættismanni úr læknastétt og forstjóra líftæknifyrirtækis finnist um að maður hafi farið til Spánar. Að rappari vilji loka landinu. Einblínt á stóru málin. Hér verður ekki gert lítið úr veirunni og afleiðingum hennar. Einhver kynni þó að vilja staldra við og spyrja sig: Hvert er planið, nú þegar við erum farin að bólusetja lægri aldurshópa en þá sem verst fara út úr sóttinni? Hver eru viðmiðin til að endurheimta eðlilegt líf og hvað þarf til að þeim verði náð? Hvers vegna eru smittölur enn það eina sem skiptir máli, að því er virðist, þegar enginn liggur á sjúkrahúsi vegna COVID og þeir hópar sem líklegastir eru til þess að rata þangað hafa verið bólusettir? Hvenær fær atvinnuleysi, tekjutap, andleg heilsa og annað afleitt heilsutjón viðeigandi vægi við ákvarðanatöku? Hvenær verður horft til þeirra áhrifa sem dagleg aukning á halla ríkissjóðs hefur á heilbrigðis- og velferðarkerfi og aðra innviðafjárfestingu til langrar framtíðar? Gleymum því ekki að hér eru ekki síður líf og heilsa fjölmargra í húfi - og áhrifin langvarandi. Það dugir ekki að einblína á einn lið lýðheilsujöfnunnar. Þegar aðrir liðir eru teknir inn í jöfnuna þá blasir við hvar almannahagsmunir liggja. Við þurfum að loka kaflanum, ekki landinu. Höfundur er viðskiptablaðamaður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun