Óvænt toppbarátta á Spáni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 09:31 Karim Benzema er ein aðalástæða þess að Real er yfirhöfuð í titilbaráttu í ár. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Á meðan Manchester City er þegar farið að skipuleggja athöfnina er liðið tekur á móti Englandsmeistaratitlinum og Inter Milan er að stöðva einokun Juventus á Ítalíu þá virðist sem hörku titilbarátta sé fram undan á Spáni. Það var alltaf vitað að knattspyrnutímabil víðs vegar um Evrópu yrðu í skrítnari kantinum í ár vegna Covid-19. Sum lið fengu nær ekkert sumarfrí og voru því lengi af stað í upphafi tímabils, leikmenn hafa orðið veikir og misst af leikjum, lið hafa farið í sóttkví og þar fram eftir götunum. Atlético Madrid byrjaði hins vegar tímabilið af krafti á Spáni. Breytt leikkerfi Diego Simeone, meiri leikgleði og Luis Suárez í fantaformi virtust vera nóg til að Atlético myndi sigla titlinum í höfn á meðan bæði Barcelona og Real Madrid voru rjúkandi rústir einar. Fljótt skipast hins vegar veður í lofti. Atlético hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Fjórir hafa endað með jafntefli og tveir hafa tapast. Á þeim tíma hafa Real og Barcelona verið nær óstöðvandi. Atlético missti svo toppsæti sitt á laugardaginn er Real gerði sér lítið fyrir og vann Barcelona. Fyrsti tapleikur Börsunga síðan liðið tapaði óvænt gegn Cádiz þann 5. desember. Síðan þá hafði liðið unnið 16 leiki og gert þrjú jafntefli. Real hefur einnig verið á góðu skriði og virðist sem Zinedine Zidane sé annað árið í röð að gera atlögu að titlinum þegar hann virðist úr augsýn. Á síðustu leiktíð kom Real til baka eftir Covid-pásuna og nánast stal titlinum. Í ár virðist það sama upp á teningnum. Lærisveinar Diego Simeone náðu toppsætinu á nýjan leik í gær eftir 1-1 jafntefli gegn Real Betis. Leikur sem þeir hefðu þurft að vinna en forysta þeirra á toppi deildarinnar er aðeins eitt stig sem stendur. Þegar átta umferðir eru eftir af La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, er ljóst að langmesta spennan er þar ef við tökum aðeins stærstu deildir Evrópu inn í mengið. Það sem meira er, Barcelona tekur á móti Atlético þann 9. maí í leik sem gæti farið langleiðina með að ákveða hvar titillinn endar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Sjá meira
Það var alltaf vitað að knattspyrnutímabil víðs vegar um Evrópu yrðu í skrítnari kantinum í ár vegna Covid-19. Sum lið fengu nær ekkert sumarfrí og voru því lengi af stað í upphafi tímabils, leikmenn hafa orðið veikir og misst af leikjum, lið hafa farið í sóttkví og þar fram eftir götunum. Atlético Madrid byrjaði hins vegar tímabilið af krafti á Spáni. Breytt leikkerfi Diego Simeone, meiri leikgleði og Luis Suárez í fantaformi virtust vera nóg til að Atlético myndi sigla titlinum í höfn á meðan bæði Barcelona og Real Madrid voru rjúkandi rústir einar. Fljótt skipast hins vegar veður í lofti. Atlético hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Fjórir hafa endað með jafntefli og tveir hafa tapast. Á þeim tíma hafa Real og Barcelona verið nær óstöðvandi. Atlético missti svo toppsæti sitt á laugardaginn er Real gerði sér lítið fyrir og vann Barcelona. Fyrsti tapleikur Börsunga síðan liðið tapaði óvænt gegn Cádiz þann 5. desember. Síðan þá hafði liðið unnið 16 leiki og gert þrjú jafntefli. Real hefur einnig verið á góðu skriði og virðist sem Zinedine Zidane sé annað árið í röð að gera atlögu að titlinum þegar hann virðist úr augsýn. Á síðustu leiktíð kom Real til baka eftir Covid-pásuna og nánast stal titlinum. Í ár virðist það sama upp á teningnum. Lærisveinar Diego Simeone náðu toppsætinu á nýjan leik í gær eftir 1-1 jafntefli gegn Real Betis. Leikur sem þeir hefðu þurft að vinna en forysta þeirra á toppi deildarinnar er aðeins eitt stig sem stendur. Þegar átta umferðir eru eftir af La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, er ljóst að langmesta spennan er þar ef við tökum aðeins stærstu deildir Evrópu inn í mengið. Það sem meira er, Barcelona tekur á móti Atlético þann 9. maí í leik sem gæti farið langleiðina með að ákveða hvar titillinn endar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Sjá meira