Bæjarar horfa til Klopp ef Flick tekur við landsliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 11:01 Gæti Klopp verið á leið til Þýskalands á nýjan leik? Marton Monus/Getty Nýjasta slúðrið erlendis er að Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München horfi til Jürgen Klopp, þjálfara Englandsmeistara Liverpool, fari svo að Hansi Flick taki við þýska landsliðinu. Hansi Flick hefur komið öllum á óvart síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Bayern í nóvember 2019. Liðið vann alla þá bikar sem það gat unnið á síðustu leiktíð og er í harðri baráttu um tvo stærstu titlana í ár, þýska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu. Bayern Munich will reportedly try to bring Jurgen Klopp to the Bundesliga club... but it all depends on the Germany manager job!More #bbcfootball #lfc— BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2021 Það ku vera ólga innan herbúða Bayern þar sem Flick er ekki á allt sáttur með leikmannahóp sinn. Hann hefði viljað fá að styrkja liðið betur síðasta sumar vitandi að tímabilið í ár yrði einkar erfitt vegna kórónufaraldursins. Flick telur stjórnarmenn liðsins ekki hafa sýnt því nægilegan skilning. Hinn 56 ára gamli Flick er talinn horfa til þýska landsliðsins en hann var aðstoðarþjálfari þar frá árinu 2006 til 2014. Talið er að þýska knattspyrnusambandið vilji fá Flick til að leysa Joachim Löw af hólmi. Löw hættir með liðið að loknu Evrópumótinu í sumar. Bayern hefur lítinn áhuga á að missa Flick en ef svo fer þá horfa Þýskalandsmeistararnir til Englands. Bæjarar vilja allavega taka stöðuna á Klopp og sjá hversu ánægður hann er í Liverpool-borg. Hansi Flick hefur áhuga á að taka við þýska landsliðinu í sumar.vísir/getty Klopp er einnig talinn ósáttur með yfirmenn sína. Þeir fjármögnuðu ekki kaupin á Timo Werner síðasta sumar, gáfu honum ekki fjármagn til að festa kaup á nýjum miðverði og neita að gefa Georginio Wijnaldum nýjan samning. Forráðamenn Bayern gera sér grein fyrir að það er nær ómögulegt að sannfæra Klopp um að yfirgefa Liverpool en þeir eru samt sem áður tilbúnir að láta á slag standa. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Hansi Flick hefur komið öllum á óvart síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Bayern í nóvember 2019. Liðið vann alla þá bikar sem það gat unnið á síðustu leiktíð og er í harðri baráttu um tvo stærstu titlana í ár, þýska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu. Bayern Munich will reportedly try to bring Jurgen Klopp to the Bundesliga club... but it all depends on the Germany manager job!More #bbcfootball #lfc— BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2021 Það ku vera ólga innan herbúða Bayern þar sem Flick er ekki á allt sáttur með leikmannahóp sinn. Hann hefði viljað fá að styrkja liðið betur síðasta sumar vitandi að tímabilið í ár yrði einkar erfitt vegna kórónufaraldursins. Flick telur stjórnarmenn liðsins ekki hafa sýnt því nægilegan skilning. Hinn 56 ára gamli Flick er talinn horfa til þýska landsliðsins en hann var aðstoðarþjálfari þar frá árinu 2006 til 2014. Talið er að þýska knattspyrnusambandið vilji fá Flick til að leysa Joachim Löw af hólmi. Löw hættir með liðið að loknu Evrópumótinu í sumar. Bayern hefur lítinn áhuga á að missa Flick en ef svo fer þá horfa Þýskalandsmeistararnir til Englands. Bæjarar vilja allavega taka stöðuna á Klopp og sjá hversu ánægður hann er í Liverpool-borg. Hansi Flick hefur áhuga á að taka við þýska landsliðinu í sumar.vísir/getty Klopp er einnig talinn ósáttur með yfirmenn sína. Þeir fjármögnuðu ekki kaupin á Timo Werner síðasta sumar, gáfu honum ekki fjármagn til að festa kaup á nýjum miðverði og neita að gefa Georginio Wijnaldum nýjan samning. Forráðamenn Bayern gera sér grein fyrir að það er nær ómögulegt að sannfæra Klopp um að yfirgefa Liverpool en þeir eru samt sem áður tilbúnir að láta á slag standa.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira