Eins og… Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 12. apríl 2021 13:00 Eins og lítið sár sem hleypir inn sýkingu sem veldur bólgu… Eins og lítil rifa á lakki bíls sem hleypir inn vatni og súrefni sem veldur ryði sem breiðist út… Eins og eggjaskurn sem brotnar og innihaldið flæðir út… Eins og dropinn sem holar steininn… …er eineltið. Það rífur varnirnar, það býr til berskjöldun. Það brýtur lakkið, hleypir inn sýkingu og sjálfsmyndin flæðir út. Einelti er oft fyrsti dropinn í langri áfalla- og veikindasögu einstaklings. Eineltið getur verið upphafspunktur í langri sorgarsögu. Með brotna sjálfsmynd telur einstaklingurinn sig jafnvel ekki mikils virði, ekki eiga gott skilið, jafnvel ekki geta sagt stopp við ofbeldi. Bakpokinn fyllist smátt og smátt af vanlíðan og verður brátt svo þungur að líkamlegir kvillar gera vart við sig; magaverkir, höfuðverkir, stoðkerfissjúkdómar, fjölkerfasjúkdómar. Börn neita jafnvel að fara í skólann og geta einangrast. Höfnunartilfinning getur orðið sterk, streita, kvíði, þunglyndi, áfallastreituröskun. Sumir leita í áfengi og önnur vímuefni til að lina þjáningar. Smátt og smátt geta byrðarnar orðið of þungar og þá getur sá sem þær ber bugast. Einelti er því dauðans alvara. En þarf þetta að vera svona? Að sjálfsögðu ekki. Mikilvægt er að þeir sem eiga sér áfallasögu sem hófst með einelti fái aðstoð til að byggja upp líf sitt á ný. Mikilvægast er þó að koma í veg fyrir einelti. Þar með er komið í veg fyrir mikla sorg, mikinn skaða, vanlíðan og veikindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum upp á einfalt tæki til að vinna gegn því að einelti nái að festa rætur í skólum og barnahópum. Tækið nefnist Vinátta og hefur reynst gríðarlega vel í þeim skólum sem nýta efnið. Áhrifin sjást fljótt. Ótal sögur frá börnum, kennurum og foreldrum bera vott um það. Börnin verða umhyggjusamari, sýna samkennd, virða margbreytileika hópsins og læra að setja sér mörk. Þau læra líka að styðja félaga sína og verja. Starfsfólk fær einnig nýja sýn á starf sitt og hópinn. Vinátta er námsefni sem byggir á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem á að samþættast í allt skólastarf. Vinátta byggir á rannsóknum og þeirri sýn að einelti sé félagslegt, menningarlegt og samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þurfi alltaf að vinna með hópinn sem heild, það umhverfi sem börn eru í og skólabrag. Vinátta er danskt að uppruna og nefnist Fri for Mobberi á dönsku.Vinátta stóð öllum leikskólum á Íslandi fyrst til boða árið 2016 og nú eru um 60% leikskóla á Íslandi að vinna með Vináttu. Haustið 2020 stóð Vinátta svo öllum grunnskólum og frístundaheimilumtil boða og nú er um fjórðungur grunnskóla landsins að vinna með Vináttu. Það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir einelti og þær þjáningar sem það getur haft í för með sér. Barnaheill eiga þá von og trú að með samtakamættinum getum við búið til samfélag þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Með því að sem flestir skólar vinni með Vináttu eru lögð lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Eins og lítið sár sem hleypir inn sýkingu sem veldur bólgu… Eins og lítil rifa á lakki bíls sem hleypir inn vatni og súrefni sem veldur ryði sem breiðist út… Eins og eggjaskurn sem brotnar og innihaldið flæðir út… Eins og dropinn sem holar steininn… …er eineltið. Það rífur varnirnar, það býr til berskjöldun. Það brýtur lakkið, hleypir inn sýkingu og sjálfsmyndin flæðir út. Einelti er oft fyrsti dropinn í langri áfalla- og veikindasögu einstaklings. Eineltið getur verið upphafspunktur í langri sorgarsögu. Með brotna sjálfsmynd telur einstaklingurinn sig jafnvel ekki mikils virði, ekki eiga gott skilið, jafnvel ekki geta sagt stopp við ofbeldi. Bakpokinn fyllist smátt og smátt af vanlíðan og verður brátt svo þungur að líkamlegir kvillar gera vart við sig; magaverkir, höfuðverkir, stoðkerfissjúkdómar, fjölkerfasjúkdómar. Börn neita jafnvel að fara í skólann og geta einangrast. Höfnunartilfinning getur orðið sterk, streita, kvíði, þunglyndi, áfallastreituröskun. Sumir leita í áfengi og önnur vímuefni til að lina þjáningar. Smátt og smátt geta byrðarnar orðið of þungar og þá getur sá sem þær ber bugast. Einelti er því dauðans alvara. En þarf þetta að vera svona? Að sjálfsögðu ekki. Mikilvægt er að þeir sem eiga sér áfallasögu sem hófst með einelti fái aðstoð til að byggja upp líf sitt á ný. Mikilvægast er þó að koma í veg fyrir einelti. Þar með er komið í veg fyrir mikla sorg, mikinn skaða, vanlíðan og veikindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum upp á einfalt tæki til að vinna gegn því að einelti nái að festa rætur í skólum og barnahópum. Tækið nefnist Vinátta og hefur reynst gríðarlega vel í þeim skólum sem nýta efnið. Áhrifin sjást fljótt. Ótal sögur frá börnum, kennurum og foreldrum bera vott um það. Börnin verða umhyggjusamari, sýna samkennd, virða margbreytileika hópsins og læra að setja sér mörk. Þau læra líka að styðja félaga sína og verja. Starfsfólk fær einnig nýja sýn á starf sitt og hópinn. Vinátta er námsefni sem byggir á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem á að samþættast í allt skólastarf. Vinátta byggir á rannsóknum og þeirri sýn að einelti sé félagslegt, menningarlegt og samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þurfi alltaf að vinna með hópinn sem heild, það umhverfi sem börn eru í og skólabrag. Vinátta er danskt að uppruna og nefnist Fri for Mobberi á dönsku.Vinátta stóð öllum leikskólum á Íslandi fyrst til boða árið 2016 og nú eru um 60% leikskóla á Íslandi að vinna með Vináttu. Haustið 2020 stóð Vinátta svo öllum grunnskólum og frístundaheimilumtil boða og nú er um fjórðungur grunnskóla landsins að vinna með Vináttu. Það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir einelti og þær þjáningar sem það getur haft í för með sér. Barnaheill eiga þá von og trú að með samtakamættinum getum við búið til samfélag þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Með því að sem flestir skólar vinni með Vináttu eru lögð lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun