Ógnaði starfsfólki Domino's þegar hann fékk ekki að borga með reiðufé Eiður Þór Árnason skrifar 13. apríl 2021 22:32 Atvikið átti sér stað í verslun Domino's við Skúlagötu. Vísir/vilhelm Lögregla var kölluð að útibúi Domino‘s í Skúlagötu í kvöld þegar óánægður viðskiptavinur ógnaði starfsfólki staðarins. Var sá ósáttur við að fá ekki að greiða fyrir pöntun sína með reiðufé en skyndibitakeðjan hefur ekki tekið við peningum af sóttvarnaástæðum eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. „Hann brást svona illa við og var ekki beint kurteis. Samt sem áður brást starfsfólkið okkar gríðarlega vel við og hringdi á lögregluna,“ segir Ásmundur Atlason, markaðsfulltrúi hjá Domino‘s, í samtali við Vísi. Fréttablaðið sagði fyrst frá atvikinu og greinir frá því að viðskiptavinir hafi séð manninn með skæri þegar hann kom út af staðnum. Ásmundur segir að þeir starfsmenn hann hafi rætt við hafi ekki orðið varir við slíkt. „Þetta var afgreitt fljótt og örugglega og það sem skiptir mestu máli í þessu er að það slasaðist enginn. Lögreglan er þarna rétt hjá svo hún var fljót að bregðast við og koma sér á vettvang.“ Ekki liggur fyrir hvort málið hafi endað með handtöku. Ásmundur segir að eftir atvikið hafi starfsfólk haldið áfram að anna hungri landans á annasömu þriðjudagskvöldi eins og ekkert hafi í skorist. Aðspurður um hvort það hafi borið á frekari óánægju meðal viðskiptavina með ákvörðun Domino‘s að hætta tímabundið að taka við reiðufé segir hann svo vera. „En það sem skiptir okkur mestu máli er að gæta að sem bestum sóttvörnunum og tryggja að það sé öruggt að versla við okkur.“ Lögreglumál Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Hann brást svona illa við og var ekki beint kurteis. Samt sem áður brást starfsfólkið okkar gríðarlega vel við og hringdi á lögregluna,“ segir Ásmundur Atlason, markaðsfulltrúi hjá Domino‘s, í samtali við Vísi. Fréttablaðið sagði fyrst frá atvikinu og greinir frá því að viðskiptavinir hafi séð manninn með skæri þegar hann kom út af staðnum. Ásmundur segir að þeir starfsmenn hann hafi rætt við hafi ekki orðið varir við slíkt. „Þetta var afgreitt fljótt og örugglega og það sem skiptir mestu máli í þessu er að það slasaðist enginn. Lögreglan er þarna rétt hjá svo hún var fljót að bregðast við og koma sér á vettvang.“ Ekki liggur fyrir hvort málið hafi endað með handtöku. Ásmundur segir að eftir atvikið hafi starfsfólk haldið áfram að anna hungri landans á annasömu þriðjudagskvöldi eins og ekkert hafi í skorist. Aðspurður um hvort það hafi borið á frekari óánægju meðal viðskiptavina með ákvörðun Domino‘s að hætta tímabundið að taka við reiðufé segir hann svo vera. „En það sem skiptir okkur mestu máli er að gæta að sem bestum sóttvörnunum og tryggja að það sé öruggt að versla við okkur.“
Lögreglumál Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira