Skipting sem staðfesti óreiðuna hjá Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2021 10:31 Hansi Flick fór ótroðnar slóðir í leit að sigurmarki í gær. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Liðin mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og því var mikil spenna fyrir einvígi þeirra í 8-liða úrslitum. Það olli ekki vonbrigðum þó fjölda lykilmanna hafi vantað. Í raun má segja að skortur á lykilmönnum hafi gert leikina jafn skemmtilega og raun bar vitni. Bæjarar voru án markakóngsins Robert Lewandowski sem og vængmannsins Serge Gnabry í báðum leikjunum. Douglas Costa var einnig fjarri góðu gamni og til að bæta gráu ofan á svart meiddust þeir Niklas Süle og Leon Goretzka í fyrri hálfleik er liðin mættust í Þýskalandi fyrir viku. Var hvorugur með í gærkvöld. Staðan var ekki mikið skárri hjá PSG en ítölsku landsliðsmennirnir Alessandro Florenzi og Marco Veratti voru fjarverandi í báðum leikjunum sem og Mauro Icardi og Layvin Kurzawa. Marquinhos, fyrirliði liðsins, meiddist er hann skoraði í fyrri leiknum og var því upp í stúku í gær. Öll þessi meiðsli gerðu það að verkum að leikmenn sem hefðu öllu jafnan setið á tréverkinu spiluðu leikina. Úr varð stórskemmtilegt einvígi og þó leiknum í gær hafi lokið með 1-0 sigri PSG hefðu mörkin að öllu jafna verið fleiri. Það sem vakti mikla athygli var ákvörðun Hansa Flick, þjálfara Bayern. Í leit að marki tók hann Eric Maxim Choupo-Moting, framherja liðsins og markaskorara í báðum leikjunum, af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks. Inn af bekknum kom Javier Martinez, djúpur miðjumaður sem lék oftar en ekki sem miðvörður undir stjórn Pep Guardiola. Hann hefur ekki skorað það sem af er leiktíð og raunar hefur Martinez aðeins skorað 14 mörk í 264 leikjum fyrir Bayern. Mögulega var Choupo-Moting algjörlega búinn á því og varamannabekkur Bæjara bauð ekki upp á marga valkosti. Javier Martinez náði ekki að setja mark sitt á leikinn og snerti boltann aðeins einu sinni meðan hann var á vellinum.EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Martinez virtist vera sendur inn til að valda usla ofarlega á vellinum, vinna skallabolta og almennt vera með læti. Hann náði hins vegar engum takti við leikinn og var aldrei nálægt boltanum þegar hann loks kom inn á teig PSG. Til að mynda var Kingsley Coman að vinna skallabolta nánast inn í markteig Parísarliðsins á meðan Martinez var enn á leið inn í teig. Hópurinn er þunnur og þegar Flick renndi yfir bekkinn í leit að leikmanni sem gæti komið liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar þá var ekkert augljóst svar. Því ákvað hann að henda inn á leikmanni sem hefur lítið spilað og verður samningslaus í sumar. Sama hvað var á bakvið ákvörðun Flick þá gekk hún engan veginn upp og Bayern er úr leik. Mögulega var þjálfarinn að senda stjórn Bayern skýr skilaboð. Flick vildi styrkja liðið fyrir leiktíðina en fékk það ekki í gegn. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00 Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Liðin mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og því var mikil spenna fyrir einvígi þeirra í 8-liða úrslitum. Það olli ekki vonbrigðum þó fjölda lykilmanna hafi vantað. Í raun má segja að skortur á lykilmönnum hafi gert leikina jafn skemmtilega og raun bar vitni. Bæjarar voru án markakóngsins Robert Lewandowski sem og vængmannsins Serge Gnabry í báðum leikjunum. Douglas Costa var einnig fjarri góðu gamni og til að bæta gráu ofan á svart meiddust þeir Niklas Süle og Leon Goretzka í fyrri hálfleik er liðin mættust í Þýskalandi fyrir viku. Var hvorugur með í gærkvöld. Staðan var ekki mikið skárri hjá PSG en ítölsku landsliðsmennirnir Alessandro Florenzi og Marco Veratti voru fjarverandi í báðum leikjunum sem og Mauro Icardi og Layvin Kurzawa. Marquinhos, fyrirliði liðsins, meiddist er hann skoraði í fyrri leiknum og var því upp í stúku í gær. Öll þessi meiðsli gerðu það að verkum að leikmenn sem hefðu öllu jafnan setið á tréverkinu spiluðu leikina. Úr varð stórskemmtilegt einvígi og þó leiknum í gær hafi lokið með 1-0 sigri PSG hefðu mörkin að öllu jafna verið fleiri. Það sem vakti mikla athygli var ákvörðun Hansa Flick, þjálfara Bayern. Í leit að marki tók hann Eric Maxim Choupo-Moting, framherja liðsins og markaskorara í báðum leikjunum, af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks. Inn af bekknum kom Javier Martinez, djúpur miðjumaður sem lék oftar en ekki sem miðvörður undir stjórn Pep Guardiola. Hann hefur ekki skorað það sem af er leiktíð og raunar hefur Martinez aðeins skorað 14 mörk í 264 leikjum fyrir Bayern. Mögulega var Choupo-Moting algjörlega búinn á því og varamannabekkur Bæjara bauð ekki upp á marga valkosti. Javier Martinez náði ekki að setja mark sitt á leikinn og snerti boltann aðeins einu sinni meðan hann var á vellinum.EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Martinez virtist vera sendur inn til að valda usla ofarlega á vellinum, vinna skallabolta og almennt vera með læti. Hann náði hins vegar engum takti við leikinn og var aldrei nálægt boltanum þegar hann loks kom inn á teig PSG. Til að mynda var Kingsley Coman að vinna skallabolta nánast inn í markteig Parísarliðsins á meðan Martinez var enn á leið inn í teig. Hópurinn er þunnur og þegar Flick renndi yfir bekkinn í leit að leikmanni sem gæti komið liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar þá var ekkert augljóst svar. Því ákvað hann að henda inn á leikmanni sem hefur lítið spilað og verður samningslaus í sumar. Sama hvað var á bakvið ákvörðun Flick þá gekk hún engan veginn upp og Bayern er úr leik. Mögulega var þjálfarinn að senda stjórn Bayern skýr skilaboð. Flick vildi styrkja liðið fyrir leiktíðina en fékk það ekki í gegn. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00 Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00
Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn