Segir að Flick muni taka við Þýskalandi og Bayern hafi talað við Nagelsmann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2021 13:01 Flick er klár í að verða næsti þjálfari þýska landsliðsins. EPA-EFE/MATTHIAS BALK Lothar Matthäus segir það svo gott sem staðfest að Hans-Dieter Flick, þjálfari Bayern München, muni taka við þýska landsliðinu í sumar. Matthäus segir einnig að Bayern hafi nú þegar rætt við Julian Nagelsmann um að taka við liðinu. Hinn sextugi Matthäus lék með Bayern frá árunum 1984 til 1988 og aftur frá 1992 til 2000. Hann þekkir því ágætlega til í herbúðum Bæjara. Þessi magnaði leikmaður spilaði einnig 150 landsleiki fyrir Þýskaland. Síðan skórnir fóru á hilluna um aldamótin hefur hann bæði þjálfað sem og unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi. Matthäus staðfesti við Sky Sports í Þýskalandi að Flick myndi taka við þýska landsliðinu í sumar þegar Evrópumótinu er lokið. „Það er tilboð á borðinu frá DFB [þýska knattspyrnusambandinu] og Bayern hefur nú þegar talað við [Julian] Nagelsmann. Sambandið vill Flick og ég held – eða raunar er ég sannfærður – um að hann verði ekki þjálfari Bayern á næstu leiktíð,“ sagði Matthäus. Orðrómar um ósætti milli Flick og yfirmanna hans hjá Bayern hafa verið á kreiki undanfarnar vikur. Þá var hann aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá 2006 til 2014 og ku vilja snúa aftur í þægilegan faðm þýska sambandsins. Bayern stefnir á að ráða þýskan þjálfara en ásamt Nagelsmann hefur Jürgen Klopp verið nefndur til sögunnar. Bayern datt í gær út úr Meistaradeild Evrópu eftir að hafa gert 3-3 jafntefli við Paris Saint-Germain í tveimur leikjum er liðin mættust í 8-liða úrslitum. Bæjarar féllu úr leik þar sem PSG skoraði fleiri mörk á útivelli í einvíginu. Síðasta skipting Flick í leiknum vakti athygli. Mögulega var það hans síðasta skipting í Meistaradeild Evrópu með Bayern ef Matthäus hefur rétt fyrir sér. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Skipting sem staðfesti óreiðuna hjá Bayern Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 14. apríl 2021 10:31 Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01 PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Hinn sextugi Matthäus lék með Bayern frá árunum 1984 til 1988 og aftur frá 1992 til 2000. Hann þekkir því ágætlega til í herbúðum Bæjara. Þessi magnaði leikmaður spilaði einnig 150 landsleiki fyrir Þýskaland. Síðan skórnir fóru á hilluna um aldamótin hefur hann bæði þjálfað sem og unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi. Matthäus staðfesti við Sky Sports í Þýskalandi að Flick myndi taka við þýska landsliðinu í sumar þegar Evrópumótinu er lokið. „Það er tilboð á borðinu frá DFB [þýska knattspyrnusambandinu] og Bayern hefur nú þegar talað við [Julian] Nagelsmann. Sambandið vill Flick og ég held – eða raunar er ég sannfærður – um að hann verði ekki þjálfari Bayern á næstu leiktíð,“ sagði Matthäus. Orðrómar um ósætti milli Flick og yfirmanna hans hjá Bayern hafa verið á kreiki undanfarnar vikur. Þá var hann aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá 2006 til 2014 og ku vilja snúa aftur í þægilegan faðm þýska sambandsins. Bayern stefnir á að ráða þýskan þjálfara en ásamt Nagelsmann hefur Jürgen Klopp verið nefndur til sögunnar. Bayern datt í gær út úr Meistaradeild Evrópu eftir að hafa gert 3-3 jafntefli við Paris Saint-Germain í tveimur leikjum er liðin mættust í 8-liða úrslitum. Bæjarar féllu úr leik þar sem PSG skoraði fleiri mörk á útivelli í einvíginu. Síðasta skipting Flick í leiknum vakti athygli. Mögulega var það hans síðasta skipting í Meistaradeild Evrópu með Bayern ef Matthäus hefur rétt fyrir sér.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Skipting sem staðfesti óreiðuna hjá Bayern Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 14. apríl 2021 10:31 Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01 PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Skipting sem staðfesti óreiðuna hjá Bayern Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 14. apríl 2021 10:31
Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01
PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00