Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2021 12:04 Seðlabankastjóri væntir þess að vöruverð fari að lækka vegna styrkingar krónunnar að undanförnu. Ef ekki fari að draga úr verðbólgu verði vextir hækkaðir. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti fyrsta rit ársins um stöðu og horfur í efnahagslífinu í morgun. Þar kemur fram að staða efnahagsmála sé almennt góð þrátt fyrir afleiðingar kórónuveirufaraldursins og þótt staða fyrirtækja í ferðaþjónustu sé erfið. Bankakerfið standi vel og geti stutt við ferðaþjónustufyrirtæki og aðgerðir stjórnvalda hafi fleytt þeim áfram þótt róðurinn fari að þyngjast ef faraldurinn dragist mikið á langinn. Meginvextir Seðlabankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar segir að ástæða sé til að fylgjast áfram með fasteignamarkaðnum og skuldaþróun. Í núverandi vaxtaumhverfi sé nauðsynlegt að lánveitendur og lántakendur séu meðvitaðir um að töluverðar breytingar gætu orðið á greiðslubyrði óverðtryggðra lána. Ásgeir Jónsson segir meginvexti Seðlabankans í sögulegu lágmarki og sú staða vari ekki að eilífu. Fari verðlag ekki lækkandi muni vextir hækka.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vextina mun lægri nú en staðist geti til lengdar. „Þetta eru miklir krepputímar. Það er mjög mikilvægt þegar fólk er að taka ákvarðanir, kaupa húsnæði og taka lán sem það ætlar að greiða á næstu áratugum, að hafa í huga að greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður það ekki þannig í framtíðinni,“ segir Ásgeir. Frá upphafi síðasta árs hafa óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum til heimilanna aukist gríðarlega á sama tíma og dregið hefur mikið úr verðtryggðum lánum. Almennt hefur skuldsetning heimilla aukist töluvert síðast liðið ár. Á sama tíma hefur eignastaða þeirra batnað og vanskil eru lítil. Ásgeir segir að Seðlabankinn þurfi á einhverjum tímapunkti að hækka vexti. Hvenær það gerist velti á framvindu farsóttarinnar og þróun verðbólgu sem nú er 4,3 prósent eða 1,8 prósentum yfir markmiði bankans. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir Jónsson. Skilaboð seðlabankastjóra til verslunarinnar eru því skýr; lækkið vöruverð eða Seðlabankinn hækkar vextina. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Vextir að öllum líkindum lágir út árið Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. 24. mars 2021 11:40 Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31 Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti fyrsta rit ársins um stöðu og horfur í efnahagslífinu í morgun. Þar kemur fram að staða efnahagsmála sé almennt góð þrátt fyrir afleiðingar kórónuveirufaraldursins og þótt staða fyrirtækja í ferðaþjónustu sé erfið. Bankakerfið standi vel og geti stutt við ferðaþjónustufyrirtæki og aðgerðir stjórnvalda hafi fleytt þeim áfram þótt róðurinn fari að þyngjast ef faraldurinn dragist mikið á langinn. Meginvextir Seðlabankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar segir að ástæða sé til að fylgjast áfram með fasteignamarkaðnum og skuldaþróun. Í núverandi vaxtaumhverfi sé nauðsynlegt að lánveitendur og lántakendur séu meðvitaðir um að töluverðar breytingar gætu orðið á greiðslubyrði óverðtryggðra lána. Ásgeir Jónsson segir meginvexti Seðlabankans í sögulegu lágmarki og sú staða vari ekki að eilífu. Fari verðlag ekki lækkandi muni vextir hækka.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vextina mun lægri nú en staðist geti til lengdar. „Þetta eru miklir krepputímar. Það er mjög mikilvægt þegar fólk er að taka ákvarðanir, kaupa húsnæði og taka lán sem það ætlar að greiða á næstu áratugum, að hafa í huga að greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður það ekki þannig í framtíðinni,“ segir Ásgeir. Frá upphafi síðasta árs hafa óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum til heimilanna aukist gríðarlega á sama tíma og dregið hefur mikið úr verðtryggðum lánum. Almennt hefur skuldsetning heimilla aukist töluvert síðast liðið ár. Á sama tíma hefur eignastaða þeirra batnað og vanskil eru lítil. Ásgeir segir að Seðlabankinn þurfi á einhverjum tímapunkti að hækka vexti. Hvenær það gerist velti á framvindu farsóttarinnar og þróun verðbólgu sem nú er 4,3 prósent eða 1,8 prósentum yfir markmiði bankans. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir Jónsson. Skilaboð seðlabankastjóra til verslunarinnar eru því skýr; lækkið vöruverð eða Seðlabankinn hækkar vextina.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Vextir að öllum líkindum lágir út árið Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. 24. mars 2021 11:40 Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31 Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Vextir að öllum líkindum lágir út árið Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. 24. mars 2021 11:40
Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31