Ríkisjarðir á að selja bændum Haraldur Benediktsson skrifar 14. apríl 2021 14:00 Ríkissjóður á fjölda bújarða. Verulegur hluti þeirra er í langtímaábúð, langtímaleigu. Ríkið hefur eignast þessar jarðir með margvíslegum hætti og verður ekki rakið hér frekar. Við ábúðarlok skal landeigandinn, ríkið gera upp við ábúenda framkvæmdir hans á leigutímanum. Þar liggur oftar en ekki ævistarf bóndans undir. Ríkið hefur sett sér eigendastefnu varðandi bújarðir í sinni eigu og eru í rekstri/ábúð. Ríkið hefur flokkað jarðeignir sínar, þannig að sumar verða ekki seldar. Eru mikilvægar í eigu hins opinbera af margvíslegum ástæðum. Megininntak stefnunnar er að leitast við að selja bújarðir, sem vegna fyrrnefndar flokkunar, er ekki sérstök ástæða fyrir ríkið að eiga í sínu eignasafni. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að ríkið á að leitast við að selja ábúendum þeirra jarða, jarðirnar. Engin sérstök ástæða er til fyrir ríkið að sitja á þessum eignum. Þær verða vafalaust betur komnar í höndum sjálfseignarbænda. Það skiptir samt grundvallarmáli hvernig að slíkri sölu er staðið. Fyrst og fremst þarf að horfa til þess að gera mögulegt að áfram verði þær góðum rekstri, en ekki síður að eignarhald þeirra verði samfélögum þar sem þær eru til góðs. Það er mun betri kostur fyrir ríkið að leitast við að gera hagstæða samninga um sölu jarðanna frekar en að sitja á þeim og þurfa að gera upp með stórum fjárhæðum upp ábúðartímann. En þetta er allt viðkvæmt og eitt „skapalón“ þarf ekki að henta allastaðar. Það þarf hins vegar engin að velkjast í vafa að um að eignarhald í höndum ábúenda, þ.e. bænda er grundvöllur að betri nýtingu fjármuna sem liggja bundin í þeim eignum. Ríkissjóður þarf ekki að binda fjármagn sitt í eignum sem engin sérstök ástæða er vegna almannaheilla. Ríkissjóður þarf á því að halda að losa um eignir og minnka þannig lánsfjárþörf sína. Nú þegar hefur ríkið selt nokkrar jarðir til ábúenda. Það er áhugi að meðal margra að geta eignast jarðnæði. Ungt fólk leitar að góðum bújörðum til kaups. Það er annar hópur sem horfa ætti sérstaklega til – þegar jarðir losna úr ábúð. Gefa unga fólkinu þannig tækifæri til að blómstra í landbúnaði. Búseta í sveitum og tækifæri til að skapa sér tækifæri, með yfirráðum yfir bújörð, hefur á undanförnum árum styrkst á margan hátt. Ekki síst með breyttum viðhorfum samfélagsins og tækifærum sem fylgja bættum fjarskiptum. Því til viðbótar stendur yfir á vegum stjórnvalda átak í samgöngubótum og sérstök átak á framkvæmdum við raforkuflutninga. Í fyrsta sinn í 100 ár, árið 2016, tók fólki búsettu í sveitum að fjölga. Þangað til hafði þeim íbúum fækkað. Það er ekki eftir neinu að bíða, losum um og seljum ríkisjarðir. Sköpum ný tækifæri í landbúnaði og löðum unga fólkið að. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Landbúnaður Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ríkissjóður á fjölda bújarða. Verulegur hluti þeirra er í langtímaábúð, langtímaleigu. Ríkið hefur eignast þessar jarðir með margvíslegum hætti og verður ekki rakið hér frekar. Við ábúðarlok skal landeigandinn, ríkið gera upp við ábúenda framkvæmdir hans á leigutímanum. Þar liggur oftar en ekki ævistarf bóndans undir. Ríkið hefur sett sér eigendastefnu varðandi bújarðir í sinni eigu og eru í rekstri/ábúð. Ríkið hefur flokkað jarðeignir sínar, þannig að sumar verða ekki seldar. Eru mikilvægar í eigu hins opinbera af margvíslegum ástæðum. Megininntak stefnunnar er að leitast við að selja bújarðir, sem vegna fyrrnefndar flokkunar, er ekki sérstök ástæða fyrir ríkið að eiga í sínu eignasafni. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að ríkið á að leitast við að selja ábúendum þeirra jarða, jarðirnar. Engin sérstök ástæða er til fyrir ríkið að sitja á þessum eignum. Þær verða vafalaust betur komnar í höndum sjálfseignarbænda. Það skiptir samt grundvallarmáli hvernig að slíkri sölu er staðið. Fyrst og fremst þarf að horfa til þess að gera mögulegt að áfram verði þær góðum rekstri, en ekki síður að eignarhald þeirra verði samfélögum þar sem þær eru til góðs. Það er mun betri kostur fyrir ríkið að leitast við að gera hagstæða samninga um sölu jarðanna frekar en að sitja á þeim og þurfa að gera upp með stórum fjárhæðum upp ábúðartímann. En þetta er allt viðkvæmt og eitt „skapalón“ þarf ekki að henta allastaðar. Það þarf hins vegar engin að velkjast í vafa að um að eignarhald í höndum ábúenda, þ.e. bænda er grundvöllur að betri nýtingu fjármuna sem liggja bundin í þeim eignum. Ríkissjóður þarf ekki að binda fjármagn sitt í eignum sem engin sérstök ástæða er vegna almannaheilla. Ríkissjóður þarf á því að halda að losa um eignir og minnka þannig lánsfjárþörf sína. Nú þegar hefur ríkið selt nokkrar jarðir til ábúenda. Það er áhugi að meðal margra að geta eignast jarðnæði. Ungt fólk leitar að góðum bújörðum til kaups. Það er annar hópur sem horfa ætti sérstaklega til – þegar jarðir losna úr ábúð. Gefa unga fólkinu þannig tækifæri til að blómstra í landbúnaði. Búseta í sveitum og tækifæri til að skapa sér tækifæri, með yfirráðum yfir bújörð, hefur á undanförnum árum styrkst á margan hátt. Ekki síst með breyttum viðhorfum samfélagsins og tækifærum sem fylgja bættum fjarskiptum. Því til viðbótar stendur yfir á vegum stjórnvalda átak í samgöngubótum og sérstök átak á framkvæmdum við raforkuflutninga. Í fyrsta sinn í 100 ár, árið 2016, tók fólki búsettu í sveitum að fjölga. Þangað til hafði þeim íbúum fækkað. Það er ekki eftir neinu að bíða, losum um og seljum ríkisjarðir. Sköpum ný tækifæri í landbúnaði og löðum unga fólkið að. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun