Í alvarlegu ástandi eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2021 15:18 Uhunoma og Tristan Már, átta mánaða fósturbróðir hans. Þeir eru miklir vinir. Stöð 2 Uhunoma Osayomore, 21 árs hælisleitandi frá Nígeríu, fékk gríðarlegt áfall þegar kærunefnd útlendingamála staðfesti brottvísun hans úr landi á föstudag. Vinir Uhunoma segja frá því í pistli í dag að hann hafi verið lagður inn á bráðageðdeild eftir að hann fékk fréttirnar og andlegri heilsu hans hrakað mjög. Saga Uhunoma er átakanleg en hann segist hafa flúið Nígeríu vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns, sem sé vel tengdur inn í nígerísku lögregluna. Faðirinn hafi jafnframt ráðið móður hans bana. Þá kveðst Uhunoma þolandi mansals og kynferðisofbeldis, auk þess sem hann hefur glímt við mikil andleg veikindi. Uhunoma sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar. Horfa má á viðtalið hér fyrir neðan. Uhunoma var synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi sem hann sótti um á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Magnús D. Norðdahl lögmaður hans skilaði inn endurupptökubeiðni í málinu í febrúar. Fær þrjátíu daga til að yfirgefa landið Í úrskurði kærunefndar útlendingamála, sem kveðinn var upp á föstudag, er fallist á að taka mál Uhunoma upp aftur. Nefndin staðfesti hins vegar eftir sem áður að synja honum um vernd. Afstaða stjórnvalda í málinu er því óbreytt, að sögn Magnúsar, en Uhunoma hafa nú verið gefnir þrjátíu dagar til að yfirgefa landið sjálfviljugur. Að þeim tíma liðnum er hægt að vísa honum úr landi. Mál Uhunoma verður þingfest í héraðsdómi á þriðjudag, þar sem krafist verður ógildingar hins nýja úrskurðar. Þar verður einnig farið fram á frestun réttaráhrifa á meðan mál Uhunoma er rekið fyrir dómstólum, sem gæti tekið allt að tólf mánuði. „Það er með vísan til þess að andlegri heilsu hans hafi hnignað til muna,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður Uhunoma.Aðsend Mikið áfall þegar úrskurðurinn var kveðinn upp Uhunoma kom hingað til lands haustið 2019. Hann hefur eignast marga vini á Íslandi og hefur lengst af búið hjá íslenskri fjölskyldu í miðbænum. Vinir Uhunoma, þau Tómas Manoury, Hallgrímur Helgason, Morgane Priet-Mahéo, Ívar Pétur Kjartansson og Magnús Tryggvason Eliassen segja frá stöðu máls Uhunoma í aðsendri grein sem birtist meðal annars á Vísi í dag. Þar segir að kærunefnd útlendingamála meti sögu Uhunoma „ótrúverðuga“ og aðstæður í heimalandinu Nígeríu „ekki nægilega „slæmar““ til að réttlæta alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur opinberlega og verður ekki afhentur fjölmiðlum, samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi. Ívar Pétur Kjartansson vinur Uhunoma afhendir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur undirskriftalistann fyrir utan ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í febrúar.Vísir/vilhelm Þá segja vinir Uhunoma í grein sinni að hann hafi undanfarið sótt aðstoð hjá Stígamótum, samtökum fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Það hafi reynst honum vel og samtökin stutt frásögn hans með skýrslu, sem borist hafi kærunefndinni. Það hafi svo verið Uhunoma mikið áfall þegar úrskurður kærunefndar var kveðinn upp á föstudag. „Hann kveið úrskurðarins og svaf lítið sem ekkert dagana á undan og alls ekkert í kjölfarið. Á sunnudag var hann svo lagður inn á bráðageðdeild í mjög slæmu ástandi, illa haldinn af þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun auk þess sem talin var hætta á því að hann veitti sjálfum sér skaða,“ segja vinirnir í pistli sínum. Þá vísa þau til þess að safnast hafi tæplega 47 þúsund undirskriftir þar sem brottvísun Uhunoma var mótmælt. Þau kalla eftir því að fallið verði frá þeirri ákvörðun. „Í aðdraganda alþingiskosninga veltum við undirrituð fyrir okkur hvað mikið þurfi til að stjórnvöld hlusti og virði vilja þjóðarinnar í málum sem þessum? Það samræmist ekki yfirlýstri stefnu stjórnvalda að vísa úr landi ungum þolanda mansals, sem hefur verið fylgdarlaus á flótta frá 14 ára aldri.“ Grein vina Uhunoma í heild. Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Uhunoma synjað um landvistarleyfi af Kærunefnd útlendingamála Kærunefnd útlendingamála tók síðastliðinn föstudag fyrir mál Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore. Niðurstaða nefndarinnar var sú að hún staðfesti eldri ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 14. apríl 2021 11:30 Afhentu 45 þúsund undirskriftir til stuðnings Uhunoma Vinir nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore, sem til stendur að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra yfir 45 þúsund undirskriftir í morgun, þar sem biðlað er til stjórnvalda að veita honum hæli. 16. febrúar 2021 11:42 Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Saga Uhunoma er átakanleg en hann segist hafa flúið Nígeríu vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns, sem sé vel tengdur inn í nígerísku lögregluna. Faðirinn hafi jafnframt ráðið móður hans bana. Þá kveðst Uhunoma þolandi mansals og kynferðisofbeldis, auk þess sem hann hefur glímt við mikil andleg veikindi. Uhunoma sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar. Horfa má á viðtalið hér fyrir neðan. Uhunoma var synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi sem hann sótti um á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Magnús D. Norðdahl lögmaður hans skilaði inn endurupptökubeiðni í málinu í febrúar. Fær þrjátíu daga til að yfirgefa landið Í úrskurði kærunefndar útlendingamála, sem kveðinn var upp á föstudag, er fallist á að taka mál Uhunoma upp aftur. Nefndin staðfesti hins vegar eftir sem áður að synja honum um vernd. Afstaða stjórnvalda í málinu er því óbreytt, að sögn Magnúsar, en Uhunoma hafa nú verið gefnir þrjátíu dagar til að yfirgefa landið sjálfviljugur. Að þeim tíma liðnum er hægt að vísa honum úr landi. Mál Uhunoma verður þingfest í héraðsdómi á þriðjudag, þar sem krafist verður ógildingar hins nýja úrskurðar. Þar verður einnig farið fram á frestun réttaráhrifa á meðan mál Uhunoma er rekið fyrir dómstólum, sem gæti tekið allt að tólf mánuði. „Það er með vísan til þess að andlegri heilsu hans hafi hnignað til muna,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður Uhunoma.Aðsend Mikið áfall þegar úrskurðurinn var kveðinn upp Uhunoma kom hingað til lands haustið 2019. Hann hefur eignast marga vini á Íslandi og hefur lengst af búið hjá íslenskri fjölskyldu í miðbænum. Vinir Uhunoma, þau Tómas Manoury, Hallgrímur Helgason, Morgane Priet-Mahéo, Ívar Pétur Kjartansson og Magnús Tryggvason Eliassen segja frá stöðu máls Uhunoma í aðsendri grein sem birtist meðal annars á Vísi í dag. Þar segir að kærunefnd útlendingamála meti sögu Uhunoma „ótrúverðuga“ og aðstæður í heimalandinu Nígeríu „ekki nægilega „slæmar““ til að réttlæta alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur opinberlega og verður ekki afhentur fjölmiðlum, samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi. Ívar Pétur Kjartansson vinur Uhunoma afhendir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur undirskriftalistann fyrir utan ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í febrúar.Vísir/vilhelm Þá segja vinir Uhunoma í grein sinni að hann hafi undanfarið sótt aðstoð hjá Stígamótum, samtökum fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Það hafi reynst honum vel og samtökin stutt frásögn hans með skýrslu, sem borist hafi kærunefndinni. Það hafi svo verið Uhunoma mikið áfall þegar úrskurður kærunefndar var kveðinn upp á föstudag. „Hann kveið úrskurðarins og svaf lítið sem ekkert dagana á undan og alls ekkert í kjölfarið. Á sunnudag var hann svo lagður inn á bráðageðdeild í mjög slæmu ástandi, illa haldinn af þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun auk þess sem talin var hætta á því að hann veitti sjálfum sér skaða,“ segja vinirnir í pistli sínum. Þá vísa þau til þess að safnast hafi tæplega 47 þúsund undirskriftir þar sem brottvísun Uhunoma var mótmælt. Þau kalla eftir því að fallið verði frá þeirri ákvörðun. „Í aðdraganda alþingiskosninga veltum við undirrituð fyrir okkur hvað mikið þurfi til að stjórnvöld hlusti og virði vilja þjóðarinnar í málum sem þessum? Það samræmist ekki yfirlýstri stefnu stjórnvalda að vísa úr landi ungum þolanda mansals, sem hefur verið fylgdarlaus á flótta frá 14 ára aldri.“ Grein vina Uhunoma í heild.
Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Uhunoma synjað um landvistarleyfi af Kærunefnd útlendingamála Kærunefnd útlendingamála tók síðastliðinn föstudag fyrir mál Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore. Niðurstaða nefndarinnar var sú að hún staðfesti eldri ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 14. apríl 2021 11:30 Afhentu 45 þúsund undirskriftir til stuðnings Uhunoma Vinir nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore, sem til stendur að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra yfir 45 þúsund undirskriftir í morgun, þar sem biðlað er til stjórnvalda að veita honum hæli. 16. febrúar 2021 11:42 Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Uhunoma synjað um landvistarleyfi af Kærunefnd útlendingamála Kærunefnd útlendingamála tók síðastliðinn föstudag fyrir mál Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore. Niðurstaða nefndarinnar var sú að hún staðfesti eldri ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 14. apríl 2021 11:30
Afhentu 45 þúsund undirskriftir til stuðnings Uhunoma Vinir nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore, sem til stendur að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra yfir 45 þúsund undirskriftir í morgun, þar sem biðlað er til stjórnvalda að veita honum hæli. 16. febrúar 2021 11:42
Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01