Forgangur Strætó á gatnamótum eina svarið við mögulegum áhrifum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2021 12:46 Strætó velti því upp í umsögn við boðaða lækkun hámarkshraða hvort hún gæti haft neikvæð áhrif á rekstrarkostnað. Vísir/vilhelm Verið er að greina hvort boðuð lækkun hámarkshraða á götum í Reykjavík hafi neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri þó forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra. Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Stefnan er að inni í hverfum verði hámarkshraði 30 en 40 á stofnæðum. Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir að uppi hafi verið áhyggjur um að lækkunin gæti haft neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. „Það felst þá í því að leiðirnar eru skipulagðar þannig að við reynum að nýta vagnana sem best. Þar af leiðandi ef meðalhraðinn lækkar nær sá vagnafjöldi sem er notaður í dag ekki til að keyra leiðina og þá þyrfti að bæta við vögnum.“ Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Bent er á það í svari Reykjavíkurborgar við umsögn Strætó um hraðalækkunina að aksturshraði strætisvagna nái oft ekki núverandi hámarkshraða, til dæmis vegna umferðarljósa, biðstöðva, gatnamóta og annarrar umferðar. Greining á mögulegum áhrifum, sem ættu þó samkvæmt fyrstu niðurstöðum að vera óveruleg, stendur nú yfir. „Eina mótvægisaðgerðin til þess að þá allavega lágmarka algjörlega þessi áhrif ef einhver eru er náttúrulega bara að Strætó fái forgang á umferðarljósum. Við höfum séð það í gegnum tíðina í okkar gögnum að mestu stoppin eru í kringum gatnamót og ef við getum minnkað þau hef ég ekkert verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Jóhannes. Jóhannes kveðst sjálfur jákvæður gagnvart boðuðum breytingum en þær þurfi að ígrunda vel. „Rökin eru allavega mjög skýr og það vita það svosem flestir að minni meðalhraði hefur góð áhrif á öryggi annarra í umferðinni. Þannig að út frá því er þetta hið besta mál en það þarf auðvitað að skoða allar hliðar teningsins.“ Umferðaröryggi Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Strætó Tengdar fréttir Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11 Lífi og heilsu verður ekki fórnað fyrir minni umferðartafir Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir öryggi ganga framar mögulegum umferðartöfum. 14. apríl 2021 18:41 Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni. 14. apríl 2021 15:10 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Stefnan er að inni í hverfum verði hámarkshraði 30 en 40 á stofnæðum. Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir að uppi hafi verið áhyggjur um að lækkunin gæti haft neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. „Það felst þá í því að leiðirnar eru skipulagðar þannig að við reynum að nýta vagnana sem best. Þar af leiðandi ef meðalhraðinn lækkar nær sá vagnafjöldi sem er notaður í dag ekki til að keyra leiðina og þá þyrfti að bæta við vögnum.“ Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Bent er á það í svari Reykjavíkurborgar við umsögn Strætó um hraðalækkunina að aksturshraði strætisvagna nái oft ekki núverandi hámarkshraða, til dæmis vegna umferðarljósa, biðstöðva, gatnamóta og annarrar umferðar. Greining á mögulegum áhrifum, sem ættu þó samkvæmt fyrstu niðurstöðum að vera óveruleg, stendur nú yfir. „Eina mótvægisaðgerðin til þess að þá allavega lágmarka algjörlega þessi áhrif ef einhver eru er náttúrulega bara að Strætó fái forgang á umferðarljósum. Við höfum séð það í gegnum tíðina í okkar gögnum að mestu stoppin eru í kringum gatnamót og ef við getum minnkað þau hef ég ekkert verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Jóhannes. Jóhannes kveðst sjálfur jákvæður gagnvart boðuðum breytingum en þær þurfi að ígrunda vel. „Rökin eru allavega mjög skýr og það vita það svosem flestir að minni meðalhraði hefur góð áhrif á öryggi annarra í umferðinni. Þannig að út frá því er þetta hið besta mál en það þarf auðvitað að skoða allar hliðar teningsins.“
Umferðaröryggi Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Strætó Tengdar fréttir Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11 Lífi og heilsu verður ekki fórnað fyrir minni umferðartafir Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir öryggi ganga framar mögulegum umferðartöfum. 14. apríl 2021 18:41 Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni. 14. apríl 2021 15:10 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11
Lífi og heilsu verður ekki fórnað fyrir minni umferðartafir Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir öryggi ganga framar mögulegum umferðartöfum. 14. apríl 2021 18:41
Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni. 14. apríl 2021 15:10