Viðbragðsaðilar gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2021 12:29 Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga verða lokaðar almenningi vegna afar óhagstæðrar veðurspár. Vísir/Vilhelm Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga verða lokaðar almenningi í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár. Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir að viðbragðsaðilar muni vakta svæðið og gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun ekki að vettugi. Sem stendur er mannlaust á gosslóðum. „Það verður lokað í dag. Það er hundleiðinlegt veður hérna í Grindavík og upp á Fagradalsfjalli; úrhellisrigning og vindur þannig að það bara ekkert vit í að fara gangandi, hvað þá á ökutækjum fyrir viðbragðsaðila þarna upp eftir.“ Stendur til að grípa til einhverra aðgerða til að passa að fólk fari sér ekki að voða og mæti þrátt fyrir tilmæli? „Já, við verðum með okkar viðbúnað eins og í gær. Sami mannskapur verður niðri á bílastæðum sem áður hafði verið upp á fjalli og passar upp á að fólk fari ekki af stað. Það hefur svo sem ekki reynt á það – það er engin aðsókn eins og er, enda veðrið eins og ég lýsti áðan.“ Lítið sem ekkert skyggni sé við gosstöðvarnar. Göngutúr að gosstöðvunum þarf því að bíða betri tíma. Veðurútlitið fyrir morgundaginn er heldur ekki gott en þó ögn skárra en í dag. Viðbragðsaðilar munu í dag kanna aðstæður við Fagradalsfjall. „Við erum með björgunarsveitarbíl sem er í könnunarleiðangri uppi við gosstöðvarnar. Við erum hræddir við hraunflæði á tveimur stöðum sem ógnar jafnvel gönguleiðum þannig að við þurfum að fylgjast vel með því.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Tengdar fréttir Vísbendingar um kvikufærslu til suðurs Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að verulega hafi dregið úr virkni í nyrsta gígnum á Reykjanesskaga en að sama skapi hafi virkni aukist í þeim syðstu. Kvikufærsla til suðurs gæti þýtt að um sé að ræða aðlögun að hæðarmismun í landinu því syðri gígarnir standi lægra. 14. apríl 2021 16:46 Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“ Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag. 13. apríl 2021 11:27 Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
„Það verður lokað í dag. Það er hundleiðinlegt veður hérna í Grindavík og upp á Fagradalsfjalli; úrhellisrigning og vindur þannig að það bara ekkert vit í að fara gangandi, hvað þá á ökutækjum fyrir viðbragðsaðila þarna upp eftir.“ Stendur til að grípa til einhverra aðgerða til að passa að fólk fari sér ekki að voða og mæti þrátt fyrir tilmæli? „Já, við verðum með okkar viðbúnað eins og í gær. Sami mannskapur verður niðri á bílastæðum sem áður hafði verið upp á fjalli og passar upp á að fólk fari ekki af stað. Það hefur svo sem ekki reynt á það – það er engin aðsókn eins og er, enda veðrið eins og ég lýsti áðan.“ Lítið sem ekkert skyggni sé við gosstöðvarnar. Göngutúr að gosstöðvunum þarf því að bíða betri tíma. Veðurútlitið fyrir morgundaginn er heldur ekki gott en þó ögn skárra en í dag. Viðbragðsaðilar munu í dag kanna aðstæður við Fagradalsfjall. „Við erum með björgunarsveitarbíl sem er í könnunarleiðangri uppi við gosstöðvarnar. Við erum hræddir við hraunflæði á tveimur stöðum sem ógnar jafnvel gönguleiðum þannig að við þurfum að fylgjast vel með því.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Tengdar fréttir Vísbendingar um kvikufærslu til suðurs Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að verulega hafi dregið úr virkni í nyrsta gígnum á Reykjanesskaga en að sama skapi hafi virkni aukist í þeim syðstu. Kvikufærsla til suðurs gæti þýtt að um sé að ræða aðlögun að hæðarmismun í landinu því syðri gígarnir standi lægra. 14. apríl 2021 16:46 Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“ Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag. 13. apríl 2021 11:27 Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Vísbendingar um kvikufærslu til suðurs Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að verulega hafi dregið úr virkni í nyrsta gígnum á Reykjanesskaga en að sama skapi hafi virkni aukist í þeim syðstu. Kvikufærsla til suðurs gæti þýtt að um sé að ræða aðlögun að hæðarmismun í landinu því syðri gígarnir standi lægra. 14. apríl 2021 16:46
Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“ Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag. 13. apríl 2021 11:27
Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20