Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2021 14:39 Helgi milli þeirra Þorsteins Más Baldvinssonar og Sigrúnar Stefánsdóttur sem Helgi telur að eigi útvegsmanninum ýmislegt gott að gjalda. Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan krefst endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar RÚV sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa þverbrotið siðareglur stofnunarinnar. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaður Helga hefur sent og stílað er á Gunnar Þór Pétursson formann siðanefndar Ríkisútvarpsins. Afrit hefur verið sent Stefáni Eiríkssyni Útvarpsstjóra. Úrskurðurinn vakti mikla athygli en Helgi Seljan var þar talinn hafa brotið alvarlega gegn siðareglum Ríkisútvarpsins ohf. Tugur annarra fréttamanna slapp hins vegar en um er að ræða kæru Samherja. Í bréfinu er þess krafist að þeim dómi verði breytt; að Helgi hafi ekki gerst brotlegur við Siðareglur RÚV, með ummælum sínum um kæranda og/eða eftir atvikum aðra, 15. nóvember 2019, 26. nóvember 2019, 6. apríl 2020 og 21. október 2020, eða öðrum ummælum sem tilgreind eru í kærum Samherja. Eins og fram hefur komið dró siðanefndin til baka einn lið úrskurðar síns en í bréfinu er því hins vegar gengið út frá því að ákvörðunin sem slík sé heildstæð af sjálfu leiði að efni ákvörðunar er rangt; vegna lögvillu eða mistaka stjórnvalds er ekki heimilt að breyta ákvörðuninni/niðurstöðunni með vísan til 2. mgr. 23. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 heldur ber stjórnvaldi að endurupptaka ákvörðunina. Lögvilla og misskilingur „Það bar Siðanefnd ekki gæfu til þess að gera heldur leiðrétti Úrskurðinn. Þetta gerði Siðanefndin þrátt fyrir að undirliggjandi mistök, lögvilla eða misskilningur um málsatvik hafi samkvæmt skýru og ótvíræðu orðalagi í Úrskurðinum sjálfum varðað sjálfan kjarna ákvörðunarinnar og haft þannig með beinum hætti áhrif á niðurstöðuna og mat Siðanefndarinnar á alvarleika brotsins,“ segir meðal annars í bréfinu sem Vísir hefur undir höndum. Meðal fjölmargra sem gagnrýnt hafa niðurstöðu siðanefndar Ríkisútvarpsins harðlega er Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og rithöfundur.Stundin skjáskot Í öðru lagi grundvallast krafa Helga á því að einn siðanefndarmanna sé bullandi vanhæfur vegna margvíslegra tengsla við Samherja. Og hljóti þannig að teljast vanhæf til að fjalla um kæruna. „Fyrir liggur að Sigrún hefur frá árinu 2014 starfrækt Vísindaskóla unga fólksins við Háskólann á Akureyri og er jafnframt skólastjóri skólans samkvæmt vefsvæði hans. Samkvæmt sömu heimasíðu er Kærandi einn af styrktaraðilum skólans sem Sigrún stýrir og starfrækir. Þá er Sigrún jafnframt stjórnarmaður í fjölmiðlafyrirtækinu N4 ehf á Akureyri sem er að hluta til í óbeinni eigu Samherja í gegnum Fjárfestingarfélagið Vör og Síldarvinnsluna.“ Sigrún stjórnarmaður í N4 sem er beintengt Samherja Þá er vakin athygli á því í kröfunni að 3. apríl 2020 skrifaði Sigrún grein í Kjarnann þar sem hún lýsti því að hver mánaðarmót í rekstri N4 séu fyrirkvíðanleg og sú spurning verið brennandi hvort að fyrirtækið myndi þrauka önnur mánaðarmót. Sigrún greinir jafnframt frá því að hún sitji þar í stjórn. „Það hefur því eflaust komið sér vel fyrir rekstur N4 þegar Kærandi keypti klukkutíma þátt hjá sjónvarpsstöðinni samkvæmt frétt sem birt var á vefsvæði Kæranda, 1. apríl 2021, eða fimm dögum eftir að Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að Kærði hefði brotið gegn Siðareglum RÚV með ummælum sínum um Kæranda. Sigrún var því vanhæf til þess að taka sæti Siðanefndinni í máli Kæranda og kveða upp úrskurð í málinu samkvæmt 5. tölulið 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eða eftir atvikum 6. tölulið sömu lagagreinar,“ segir í kröfu Helga. Málið vakti verulega athygli og hafa ýmsir lýst sig ósátta við niðurstöðu nefndarinnar og/eða siðareglurnar sjálfar og telja þær gallaðar. Sem er reyndar ekkert nýtt. Félag fréttamanna sendi sérstaklega frá sér ályktun þar sem lýst var yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tjáningarfrelsi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08 Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin hætti störfum vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaður Helga hefur sent og stílað er á Gunnar Þór Pétursson formann siðanefndar Ríkisútvarpsins. Afrit hefur verið sent Stefáni Eiríkssyni Útvarpsstjóra. Úrskurðurinn vakti mikla athygli en Helgi Seljan var þar talinn hafa brotið alvarlega gegn siðareglum Ríkisútvarpsins ohf. Tugur annarra fréttamanna slapp hins vegar en um er að ræða kæru Samherja. Í bréfinu er þess krafist að þeim dómi verði breytt; að Helgi hafi ekki gerst brotlegur við Siðareglur RÚV, með ummælum sínum um kæranda og/eða eftir atvikum aðra, 15. nóvember 2019, 26. nóvember 2019, 6. apríl 2020 og 21. október 2020, eða öðrum ummælum sem tilgreind eru í kærum Samherja. Eins og fram hefur komið dró siðanefndin til baka einn lið úrskurðar síns en í bréfinu er því hins vegar gengið út frá því að ákvörðunin sem slík sé heildstæð af sjálfu leiði að efni ákvörðunar er rangt; vegna lögvillu eða mistaka stjórnvalds er ekki heimilt að breyta ákvörðuninni/niðurstöðunni með vísan til 2. mgr. 23. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 heldur ber stjórnvaldi að endurupptaka ákvörðunina. Lögvilla og misskilingur „Það bar Siðanefnd ekki gæfu til þess að gera heldur leiðrétti Úrskurðinn. Þetta gerði Siðanefndin þrátt fyrir að undirliggjandi mistök, lögvilla eða misskilningur um málsatvik hafi samkvæmt skýru og ótvíræðu orðalagi í Úrskurðinum sjálfum varðað sjálfan kjarna ákvörðunarinnar og haft þannig með beinum hætti áhrif á niðurstöðuna og mat Siðanefndarinnar á alvarleika brotsins,“ segir meðal annars í bréfinu sem Vísir hefur undir höndum. Meðal fjölmargra sem gagnrýnt hafa niðurstöðu siðanefndar Ríkisútvarpsins harðlega er Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og rithöfundur.Stundin skjáskot Í öðru lagi grundvallast krafa Helga á því að einn siðanefndarmanna sé bullandi vanhæfur vegna margvíslegra tengsla við Samherja. Og hljóti þannig að teljast vanhæf til að fjalla um kæruna. „Fyrir liggur að Sigrún hefur frá árinu 2014 starfrækt Vísindaskóla unga fólksins við Háskólann á Akureyri og er jafnframt skólastjóri skólans samkvæmt vefsvæði hans. Samkvæmt sömu heimasíðu er Kærandi einn af styrktaraðilum skólans sem Sigrún stýrir og starfrækir. Þá er Sigrún jafnframt stjórnarmaður í fjölmiðlafyrirtækinu N4 ehf á Akureyri sem er að hluta til í óbeinni eigu Samherja í gegnum Fjárfestingarfélagið Vör og Síldarvinnsluna.“ Sigrún stjórnarmaður í N4 sem er beintengt Samherja Þá er vakin athygli á því í kröfunni að 3. apríl 2020 skrifaði Sigrún grein í Kjarnann þar sem hún lýsti því að hver mánaðarmót í rekstri N4 séu fyrirkvíðanleg og sú spurning verið brennandi hvort að fyrirtækið myndi þrauka önnur mánaðarmót. Sigrún greinir jafnframt frá því að hún sitji þar í stjórn. „Það hefur því eflaust komið sér vel fyrir rekstur N4 þegar Kærandi keypti klukkutíma þátt hjá sjónvarpsstöðinni samkvæmt frétt sem birt var á vefsvæði Kæranda, 1. apríl 2021, eða fimm dögum eftir að Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að Kærði hefði brotið gegn Siðareglum RÚV með ummælum sínum um Kæranda. Sigrún var því vanhæf til þess að taka sæti Siðanefndinni í máli Kæranda og kveða upp úrskurð í málinu samkvæmt 5. tölulið 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eða eftir atvikum 6. tölulið sömu lagagreinar,“ segir í kröfu Helga. Málið vakti verulega athygli og hafa ýmsir lýst sig ósátta við niðurstöðu nefndarinnar og/eða siðareglurnar sjálfar og telja þær gallaðar. Sem er reyndar ekkert nýtt. Félag fréttamanna sendi sérstaklega frá sér ályktun þar sem lýst var yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðuna.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tjáningarfrelsi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08 Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin hætti störfum vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00
Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08
Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11
Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin hætti störfum vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56