Samþykkt að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2021 17:42 Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður lögð niður samkvæmt frumvarpi sem var samþykkt á Alþingi í dag. vísir/Vilhelm Nýsköpunarmiðstöð verður lögð niður og nýtt tæknisetur tekur við verkefnum hennar samkvæmt frumvarpi sem var samþykkt á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu harðlega við atkvæðagreiðslu. Málið væri skaðlegt og vanhugsað. Samkvæmt frumvarpi um opinberan stuðning við nýsköpun sem samþykkt var á Alþingi í dag verða nýsköpunarmál færð í nýtt einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs. Til stendur að stofna tæknisetur sem á að taka við verkefnum Nýsköpunarmiðstöðvar sem verður lögð niður. Í frumvarpinu segir að forsenda breytinganna sé að starfsemi tækni- og rannsóknarseturs eigi betur heima í félagaformi en innan stofnunar í eigu ríkisins. „Við lögðum út í þetta verkefni því ég er þeirrar skoðunar að það sé skylda okkar stjórnmálamanna að vera stanslaust að rýna hvar hið opinbera geti sinnt verkefnum betur og hverju megi einfaldlega hætta með áherslu á að forgangsraða til framtíðar,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.vísir/Vilhelm Frumvarpið er umdeilt og hefur Nýsköpunarmiðstöð gagnrýnt það harðlega og talið málaflokkinn betur eiga heima í opinberum rekstri. Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 25 og vísuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar til andstöðu sem birtist í fjölda neikvæðra umsagna. „Þrjátíu umsagnir bárust um þetta mál til Alþingis, tveir þriðju neikvæðar. Það er ótrúlega mikið búið að benda á að þetta er ótrúlega lélegt frumvarp. Þetta er að valda skaða,“ sagði Smári Mccarthy, þingmaður Pírata. „Þetta mál er dæmi um allt það versta sem gerist hér á Alþingi þegar fram kemur slæmt mál. Allir vita að það er slæmt en því er samt böðlað áfram. Þeir sem koma sem gestir fyrir nefnd lýsa áhyggjum. Umsagnir eru neikvæðar, starfsfólkið var ekki haft með í ráðum. Það er allt rangt við þetta frumvarp,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuvegnanefndar, sagði aftur á móti fyrirkomulagið lið í því að styrkja nýsköpun. „Ríkisstjórnin hefur verið að leggja mikla fjármuni í nýslöpun í landinu, um sjötíu prósent aukning. Þetta er eitt af því sem við erum að gera til þess að styrkja nýsköpunarumhverfi í landinu.“ Nýsköpun Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi um opinberan stuðning við nýsköpun sem samþykkt var á Alþingi í dag verða nýsköpunarmál færð í nýtt einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs. Til stendur að stofna tæknisetur sem á að taka við verkefnum Nýsköpunarmiðstöðvar sem verður lögð niður. Í frumvarpinu segir að forsenda breytinganna sé að starfsemi tækni- og rannsóknarseturs eigi betur heima í félagaformi en innan stofnunar í eigu ríkisins. „Við lögðum út í þetta verkefni því ég er þeirrar skoðunar að það sé skylda okkar stjórnmálamanna að vera stanslaust að rýna hvar hið opinbera geti sinnt verkefnum betur og hverju megi einfaldlega hætta með áherslu á að forgangsraða til framtíðar,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.vísir/Vilhelm Frumvarpið er umdeilt og hefur Nýsköpunarmiðstöð gagnrýnt það harðlega og talið málaflokkinn betur eiga heima í opinberum rekstri. Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 25 og vísuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar til andstöðu sem birtist í fjölda neikvæðra umsagna. „Þrjátíu umsagnir bárust um þetta mál til Alþingis, tveir þriðju neikvæðar. Það er ótrúlega mikið búið að benda á að þetta er ótrúlega lélegt frumvarp. Þetta er að valda skaða,“ sagði Smári Mccarthy, þingmaður Pírata. „Þetta mál er dæmi um allt það versta sem gerist hér á Alþingi þegar fram kemur slæmt mál. Allir vita að það er slæmt en því er samt böðlað áfram. Þeir sem koma sem gestir fyrir nefnd lýsa áhyggjum. Umsagnir eru neikvæðar, starfsfólkið var ekki haft með í ráðum. Það er allt rangt við þetta frumvarp,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuvegnanefndar, sagði aftur á móti fyrirkomulagið lið í því að styrkja nýsköpun. „Ríkisstjórnin hefur verið að leggja mikla fjármuni í nýslöpun í landinu, um sjötíu prósent aukning. Þetta er eitt af því sem við erum að gera til þess að styrkja nýsköpunarumhverfi í landinu.“
Nýsköpun Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira