Skóli braut persónuverndarlög við meðferð eineltismáls Eiður Þór Árnason skrifar 16. apríl 2021 00:01 Hvorki skóli né sveitarfélag er tilgreindur í úrskurði Persónuverndar. Vísir/Vilhelm Grunnskóli braut gegn persónuverndarlögum þegar hann miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum um nemanda til ráðgjafafyrirtækis eftir að ákvörðun var tekin um að fyrirtækið kæmi ekki lengur að málinu. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í mars 2020 og varðar fyrirtækið KVAN sem var fengið til að vinna að eineltismáli barns kvartenda. Síðar tóku fræðslusvið bæjarfélagsins og foreldrarnir sameiginlega ákvörðun um að eineltisteymi skólans tæki við málinu og KVAN kæmi ekki frekar að því. Þremur vikum eftir þá ákvörðun sendi starfsmaður KVAN tölvupóst á starfsmann grunnskólans og spurði um stöðu mála. Samdægurs svaraði starfsmaður skólans póstinum og veitti upplýsingar um stöðu eineltismálsins án samþykkis foreldra en í tölvupóstinum kom fram nafn barnsins og viðkvæmar persónuupplýsingar. Sent póstinn í góðri trú Að sögn foreldranna fengu þeir fyrst að vita um þessi samskipti eftir að þau óskuðu eftir aðgangi að öllum gögnum grunnskólans um sig og barn sitt. Að sögn skólans vissi starfsmaðurinn sem svaraði umræddum tölvupósti ekki að samstarfi við fyrirtækið hafi verði hætt og því gert það í góðri trú. Þá hafi ekki komið fram neinar nýjar persónuupplýsingar í póstinum sem viðkomandi starfsmaður KVAN hafi ekki þegar haft vitneskju um. Þrátt fyrir það hafi sveitarfélagið beðið foreldrana afsökunar. Ámælisvert að allir hafi ekki upplýstir um stöðu mála „Þó fallast megi á að grunnskóla beri skylda til að bregðast við og vinna úr eineltismálum í samræmi við framangreint verður ekki séð að skólanum sé heimilt að halda áfram miðlun persónuupplýsinga um nemendur til sjálfstætt starfandi ráðgjafarfyrirtækis eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að fyrirtækið komi ekki lengur að málinu,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Telur stofnunin ámælisvert í ljósi eðlis þeirra gagna sem um ræðir að grunnskólinn hafi ekki tryggt að allir starfsmenn sem hafi komið að máli barnsins hafi verið upplýstir um að samstarfi við KVAN væri lokið. „Breytir þar engu þótt viðtakandi tölvupóstsins hafi þegar verið upplýstur um málið og því ekki um nýjar upplýsingar að ræða nema að takmörkuðu leyti.“ Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í mars 2020 og varðar fyrirtækið KVAN sem var fengið til að vinna að eineltismáli barns kvartenda. Síðar tóku fræðslusvið bæjarfélagsins og foreldrarnir sameiginlega ákvörðun um að eineltisteymi skólans tæki við málinu og KVAN kæmi ekki frekar að því. Þremur vikum eftir þá ákvörðun sendi starfsmaður KVAN tölvupóst á starfsmann grunnskólans og spurði um stöðu mála. Samdægurs svaraði starfsmaður skólans póstinum og veitti upplýsingar um stöðu eineltismálsins án samþykkis foreldra en í tölvupóstinum kom fram nafn barnsins og viðkvæmar persónuupplýsingar. Sent póstinn í góðri trú Að sögn foreldranna fengu þeir fyrst að vita um þessi samskipti eftir að þau óskuðu eftir aðgangi að öllum gögnum grunnskólans um sig og barn sitt. Að sögn skólans vissi starfsmaðurinn sem svaraði umræddum tölvupósti ekki að samstarfi við fyrirtækið hafi verði hætt og því gert það í góðri trú. Þá hafi ekki komið fram neinar nýjar persónuupplýsingar í póstinum sem viðkomandi starfsmaður KVAN hafi ekki þegar haft vitneskju um. Þrátt fyrir það hafi sveitarfélagið beðið foreldrana afsökunar. Ámælisvert að allir hafi ekki upplýstir um stöðu mála „Þó fallast megi á að grunnskóla beri skylda til að bregðast við og vinna úr eineltismálum í samræmi við framangreint verður ekki séð að skólanum sé heimilt að halda áfram miðlun persónuupplýsinga um nemendur til sjálfstætt starfandi ráðgjafarfyrirtækis eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að fyrirtækið komi ekki lengur að málinu,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Telur stofnunin ámælisvert í ljósi eðlis þeirra gagna sem um ræðir að grunnskólinn hafi ekki tryggt að allir starfsmenn sem hafi komið að máli barnsins hafi verið upplýstir um að samstarfi við KVAN væri lokið. „Breytir þar engu þótt viðtakandi tölvupóstsins hafi þegar verið upplýstur um málið og því ekki um nýjar upplýsingar að ræða nema að takmörkuðu leyti.“
Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira