„Við spiluðum vel síðustu 15 mínútur leiksins. Við áttum erfitt með að finna svæðin okkar í vösunum fyrir framan vörn þeirra. Ég vil samt óska Chelsea til hamingju eftir mjög jafnan leik,“ sagði Pep í viðtali eftir leik.
„Við komumst stundum í réttu stöðurnar en sköpuðum ekki nægilega góð færi. Við brugðumst vel við eftir að þeir skoruðu, sérstaklega eftir að Phil Foden og İlkay Gündoğan kom inn af bekknum.“
„Það er ekki auðvelt að spila gegn liði sem verst með átta leikmenn á aftasta þriðjung vallarins. Munurinn í svona leikjum er rosalega lítill. Almennt séð stjórnuðum við leiknum frekar vel en sköpuðum ekki mörg opin marktækifæri. Komumst samt sem áður oftar í góðar stöður á vellinum heldur en Chelsea,“ sagði Guardiola að lokum.
Sigurinn þýðir að Manchester City getur ekki unnið fernuna en liðið er svo gott sem búið að vinna enska meistaratitilinn, komið í úrslit enska deildarbikarsins og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.