„Það eru að verða algjör vatnaskil í baráttunni við veiruna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. apríl 2021 14:24 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm „Við erum við krossgötur núna. Það eru að verða algjör vatnaskil í baráttunni við veiruna þegar að okkur er að takast núna á næstu vikum að bólusetja alla viðkvæmu hópana, allar eldri kynslóðirnar og koma framlínufólkinu öllu í bólusetningu. Maí og júní eru eins konar úrslitamánuðir hjá okkur til þess að stórauka bólusetningar með auknum fjölda í hverri viku og þetta breytir auðvitað allri vígstöðu í málum. Að því leytinu til er allt að breytast,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni ræddi stöðu ríkisfjármála á tímum heimsfaraldurs í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að horft sé til þess hér á landi, í nágrannalöndum sem og um allan heim, að þegar búið er að koma viðkvæmum hópum í skjól og bólusettum fjölgar, þá geti orðið mikil breyting. „Það gefur okkur færi á að fara að skoða möguleika á afléttingum og fara aðeins að tala um þetta í því samhengi sem að vonandi getur þá orðið til þess að auka fólki bjartsýni. Við þurfum að nálgast þetta allt af æðruleysi,“ segir Bjarni. Hann kveðst þó vilja fara varlega og taka þurfi veiruna alvarlega en á sama tíma verði auknar bólusetningar að hafa í för með sér meira frelsi fyrir borgarana. Bjarni var spurður hvort honum þyki sem farið hafi verið of hægt í afléttingar. „Ég held að árangurinn tali sínu máli. Í þessu tilfelli þá getum við borið okkur saman við aðrar þjóðir og niðurstaðan er alveg skýr. Okkur hefur tekist betur á marga vegu, bæði að hefta útbreiðslu veirunnar og þannig koma í veg fyrir meiriháttar alvarleg veikindi og dauðsföll,“ sagði Bjarni, „við höfum líka getað haft samfélagið miklu opnara.“ Skortur á gagnrýni endi með ósköpum Þá telur hann að umræðan um skerðingu borgaralegra réttinda í tengslum við sóttvarnaraðgerðir hafi verið holl. „Ég held hins vegar að umræðan um vernd borgaralegra réttinda, um mannréttindi, um að hér verði að gæta meðalhófs við það að ná þeim markmiðum sem menn hafa sett sér, ég held að sú umræða hafi verið nauðsynleg. Hún er mjög eðlileg og ég er bara ánægður með það að þessu sé haldið hátt á lofti af mínum flokksmönnum, vegna þess að við stöndum fyrir vernd borgaralegra réttinda. Við stöndum fyrir það að gjalda varhug við ofríki ríkisins,“ sagði Bjarni. Sem dæmi hafi verið jákvætt að látið var reyna á lögmæti sóttkvíarhótelsins fyrir dómstólum. Hvernig það mál fór sé til marks um að kerfið sé að virka og að borgarar geti látið reyna á lögmæti aðgerða stjórnvalda. „Gagnrýnilaus framgangur svona mála endar með ósköpum.“ Ekki hægt að bjarga öllum frá efnahagsáföllum Ljóst er að skuldir ríkissjóðs hafa aukist verulega í tengslum við aðgerðir stjórnvalda til að sporna gegn áhrifum heimsfaraldursins á efnahagslífið og íslenskt hagkerfi. „Ég sagði strax í upphafi að við skildum gera meira en minna og við höfum staðið við það. Við tókum mjög myndarlega á málinu strax í upphafi með bæði stórum lánaúrræðum, miklum frestunum og síðan hafa komið stuðningsúrræði hvert af öðru. Þetta eru um tuttugu ólík úrræði sem hafa komið fram í þremur bylgjum og við erum að leggja lokahönd á frekari framlengingar stuðningsaðgerða í ljósi þess hve lengi þetta hefur varað,“ segir Bjarni. Bjarni var spurður um afstöðu sína til skuldasöfnunar ríkissjóðs og hvernig réttast væri að bregðast við í framhaldinu. „Ég er einfaldlega á þeirri skoðun að við eigum að beita ríkisfjármálunum að fullum krafti núna til þess að styðja við hagkerfið sem var í eins konar áfalli,“ svaraði Bjarni. Vel hafi tekist til að mörgu leyti þegar horft sé til ólíkra mælikvarða. „Við höfum séð tiltölulega fá gjaldþrot og ég held að það sjái það allir landsmenn að þetta er slíkt áfall, þetta er áfall að þeirri stærðargráðu að það var ekki hægt að bjarga öllum með allt, og kannski ekki endilega skynsamlegt,“ segir Bjarni. Skuldasöfnun ekki glatað fé „Ég er ánægður með, þrátt fyrir mikla skuldasöfnun, það sem við höfum verið að gera. Þetta er ekki glatað fé. Skuldir ríkissjóðs eru ekki glatað fé. Þetta eru aðgerðir sem hafa komið beint til stuðnings heimilum og fyrirtækjum í landinu og munu leiða til þess að við verðum með betri fótfestu þegar það léttir aftur til.“ Hann segir að ýmist heyri hann gagnrýni þar sem því er haldið fram að skuldsetning sé of mikil og hins vegar að hún sé of lítil. „Gagnrýni á ríkisstjórnina hefur meðal annars snúið að því, og ég heyri það frá Samfylkingunni svo að dæmi sé tekið, að við höfum ekki tekið nógu mikið lán, að við ættum að taka miklu meira af lánum, mörg hundruð milljarða í viðbót, af því að vextir séu svo lágir,“ segir Bjarni. Það telur Bjarni ekki vera skynsamlega leið auk þess sem að hann kveðst ekki sjá þörf til þess í ljósi þess árangurs sem hafi náðst. „Það sé ekki annað ábyrgt en að taka stefnuna á að stöðva skuldasöfnun,“ segir Bjarni. Vill átök um lausnir í atvinnumálum í aðdraganda kosninga „Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að Ísland þarf að vera með lægri skuldahlutföll heldur en aðrar þjóðir og við getum ekki leyft okkur að tefla á tæpasta vað með skuldasöfnun þegar það er kreppa hér. Heldur eigum við að læra af reynslunni og gangast við því að við erum með tiltölulega fábrotið hagkerfi.“ Eftir sem áður sé atvinnuleysið áhyggjuefni og ekki megi horfa fram hjá því. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að takast dálítið á um það hvaða leiðir eru líklegastar til að tryggja betra atvinnustig núna á komandi mánuðum og ekki síst í aðdraganda kosninga. Um það finnst mér að stjórnmálin ættu að snúast að verulegu leyti.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bólusetningar Vinnumarkaður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Bjarni ræddi stöðu ríkisfjármála á tímum heimsfaraldurs í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að horft sé til þess hér á landi, í nágrannalöndum sem og um allan heim, að þegar búið er að koma viðkvæmum hópum í skjól og bólusettum fjölgar, þá geti orðið mikil breyting. „Það gefur okkur færi á að fara að skoða möguleika á afléttingum og fara aðeins að tala um þetta í því samhengi sem að vonandi getur þá orðið til þess að auka fólki bjartsýni. Við þurfum að nálgast þetta allt af æðruleysi,“ segir Bjarni. Hann kveðst þó vilja fara varlega og taka þurfi veiruna alvarlega en á sama tíma verði auknar bólusetningar að hafa í för með sér meira frelsi fyrir borgarana. Bjarni var spurður hvort honum þyki sem farið hafi verið of hægt í afléttingar. „Ég held að árangurinn tali sínu máli. Í þessu tilfelli þá getum við borið okkur saman við aðrar þjóðir og niðurstaðan er alveg skýr. Okkur hefur tekist betur á marga vegu, bæði að hefta útbreiðslu veirunnar og þannig koma í veg fyrir meiriháttar alvarleg veikindi og dauðsföll,“ sagði Bjarni, „við höfum líka getað haft samfélagið miklu opnara.“ Skortur á gagnrýni endi með ósköpum Þá telur hann að umræðan um skerðingu borgaralegra réttinda í tengslum við sóttvarnaraðgerðir hafi verið holl. „Ég held hins vegar að umræðan um vernd borgaralegra réttinda, um mannréttindi, um að hér verði að gæta meðalhófs við það að ná þeim markmiðum sem menn hafa sett sér, ég held að sú umræða hafi verið nauðsynleg. Hún er mjög eðlileg og ég er bara ánægður með það að þessu sé haldið hátt á lofti af mínum flokksmönnum, vegna þess að við stöndum fyrir vernd borgaralegra réttinda. Við stöndum fyrir það að gjalda varhug við ofríki ríkisins,“ sagði Bjarni. Sem dæmi hafi verið jákvætt að látið var reyna á lögmæti sóttkvíarhótelsins fyrir dómstólum. Hvernig það mál fór sé til marks um að kerfið sé að virka og að borgarar geti látið reyna á lögmæti aðgerða stjórnvalda. „Gagnrýnilaus framgangur svona mála endar með ósköpum.“ Ekki hægt að bjarga öllum frá efnahagsáföllum Ljóst er að skuldir ríkissjóðs hafa aukist verulega í tengslum við aðgerðir stjórnvalda til að sporna gegn áhrifum heimsfaraldursins á efnahagslífið og íslenskt hagkerfi. „Ég sagði strax í upphafi að við skildum gera meira en minna og við höfum staðið við það. Við tókum mjög myndarlega á málinu strax í upphafi með bæði stórum lánaúrræðum, miklum frestunum og síðan hafa komið stuðningsúrræði hvert af öðru. Þetta eru um tuttugu ólík úrræði sem hafa komið fram í þremur bylgjum og við erum að leggja lokahönd á frekari framlengingar stuðningsaðgerða í ljósi þess hve lengi þetta hefur varað,“ segir Bjarni. Bjarni var spurður um afstöðu sína til skuldasöfnunar ríkissjóðs og hvernig réttast væri að bregðast við í framhaldinu. „Ég er einfaldlega á þeirri skoðun að við eigum að beita ríkisfjármálunum að fullum krafti núna til þess að styðja við hagkerfið sem var í eins konar áfalli,“ svaraði Bjarni. Vel hafi tekist til að mörgu leyti þegar horft sé til ólíkra mælikvarða. „Við höfum séð tiltölulega fá gjaldþrot og ég held að það sjái það allir landsmenn að þetta er slíkt áfall, þetta er áfall að þeirri stærðargráðu að það var ekki hægt að bjarga öllum með allt, og kannski ekki endilega skynsamlegt,“ segir Bjarni. Skuldasöfnun ekki glatað fé „Ég er ánægður með, þrátt fyrir mikla skuldasöfnun, það sem við höfum verið að gera. Þetta er ekki glatað fé. Skuldir ríkissjóðs eru ekki glatað fé. Þetta eru aðgerðir sem hafa komið beint til stuðnings heimilum og fyrirtækjum í landinu og munu leiða til þess að við verðum með betri fótfestu þegar það léttir aftur til.“ Hann segir að ýmist heyri hann gagnrýni þar sem því er haldið fram að skuldsetning sé of mikil og hins vegar að hún sé of lítil. „Gagnrýni á ríkisstjórnina hefur meðal annars snúið að því, og ég heyri það frá Samfylkingunni svo að dæmi sé tekið, að við höfum ekki tekið nógu mikið lán, að við ættum að taka miklu meira af lánum, mörg hundruð milljarða í viðbót, af því að vextir séu svo lágir,“ segir Bjarni. Það telur Bjarni ekki vera skynsamlega leið auk þess sem að hann kveðst ekki sjá þörf til þess í ljósi þess árangurs sem hafi náðst. „Það sé ekki annað ábyrgt en að taka stefnuna á að stöðva skuldasöfnun,“ segir Bjarni. Vill átök um lausnir í atvinnumálum í aðdraganda kosninga „Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að Ísland þarf að vera með lægri skuldahlutföll heldur en aðrar þjóðir og við getum ekki leyft okkur að tefla á tæpasta vað með skuldasöfnun þegar það er kreppa hér. Heldur eigum við að læra af reynslunni og gangast við því að við erum með tiltölulega fábrotið hagkerfi.“ Eftir sem áður sé atvinnuleysið áhyggjuefni og ekki megi horfa fram hjá því. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að takast dálítið á um það hvaða leiðir eru líklegastar til að tryggja betra atvinnustig núna á komandi mánuðum og ekki síst í aðdraganda kosninga. Um það finnst mér að stjórnmálin ættu að snúast að verulegu leyti.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bólusetningar Vinnumarkaður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira