Sló til Bottas eftir árekstur á Imola Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 09:00 George Russell missti stjórn á skapi sínu í ítalska kappakstrinum í gær. ap/Xpbimages George Russell, ökumaður Williams, virtist slá til Valtteri Bottas á Mercedes eftir árekstur þeirra í ítalska kappakstrinum í gær. Russell missti stjórn á bíl sínum þegar hann reyndi að taka fram úr Bottas á Imola brautinni og klessti á Finnann. Báðir voru úr leik eftir áreksturinn. Russell var afar ósáttur við Bottas og blótaði honum í sand og ösku í talstöðinni eftir áreksturinn. Hann gekk svo að bíl Bottas, beygði sig yfir þann finnska og virtist slá á hjálm hans. Bottas var skiljanlega ekki sáttur en þeim lenti þó ekki frekar saman. Stöðva þurfti keppni á 34. hring til hreinsa upp rusl af brautinni eftir árekstur þeirra Russells og Bottas. Russell, sem er 23 ára, er á sínu þriðja tímabili hjá Williams. Hann byrjaði að keppa í Formúlu 1 2019 eftir að hafa unnið Formúlu 2 árið á undan. Á síðasta tímabili endaði hann í 18. sæti í keppni ökuþóra. Max Verstappen á Red Bull varð hlutskarpastur í ítalska kappakstrinum í gær. Formúla Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Russell missti stjórn á bíl sínum þegar hann reyndi að taka fram úr Bottas á Imola brautinni og klessti á Finnann. Báðir voru úr leik eftir áreksturinn. Russell var afar ósáttur við Bottas og blótaði honum í sand og ösku í talstöðinni eftir áreksturinn. Hann gekk svo að bíl Bottas, beygði sig yfir þann finnska og virtist slá á hjálm hans. Bottas var skiljanlega ekki sáttur en þeim lenti þó ekki frekar saman. Stöðva þurfti keppni á 34. hring til hreinsa upp rusl af brautinni eftir árekstur þeirra Russells og Bottas. Russell, sem er 23 ára, er á sínu þriðja tímabili hjá Williams. Hann byrjaði að keppa í Formúlu 1 2019 eftir að hafa unnið Formúlu 2 árið á undan. Á síðasta tímabili endaði hann í 18. sæti í keppni ökuþóra. Max Verstappen á Red Bull varð hlutskarpastur í ítalska kappakstrinum í gær.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira