Enginn undir stýri í Teslu sem hafnaði á tré með þeim afleiðingum að tveir létust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2021 22:13 Slysið varð skammt frá borginni Houston í Texas í Bandaríkjunum. EPA-EFE/LARRY W. SMITH Tvær bandarískar stofnanir fara með rannsókn vegna banaslyss sem varð í Texas um helgina þar sem grunur leikur á að enginn hafi verið undir stýri í sjálfkeyrandi Teslu sem hafnaði utan vegar með þeim afleiðingum að tveir létust. Bíllinn var að gerðinni 2019 Tesla Model S og var á miklum hraða nálægt borginni Houston en virðist hafa misreiknað beygju á veginum sem leiddi til þess að bíllinn fór út af, skall á tré og endaði í ljósum logum. Báðir farþegar, einn sem sat í farþegaframsæti og annar sem sat aftur í, létust báðir. Önnur stofnunin hefur umsjón og yfirsýn með regluverki um bílaumferðaröryggi (NHTSA) og hin um samgönguöryggi í víðari skilningi (NTSB), en stofnanirnar gegna að vissu leyti sambærilegu hlutverki og Samgöngustofa. „Við erum í virku samstarfi við lögregluyfirvöld á svæðinu og Tesla til að læra meira um smáatriði er tengjast slysinu og munum stíga nauðsynleg skref þegar við höfum aflað frekari upplýsinga,“ segir í yfirlýsingu NHTSA sem fréttastofa Reuters vísar til. Tesla with Autopilot engaged now approaching 10 times lower chance of accident than average vehicle https://t.co/6lGy52wVhC— Elon Musk (@elonmusk) April 17, 2021 Aðeins nokkrum klukkustundum áður en slysið varð á laugardaginn deildi Elon Musk, forstjóri Tesla, færslu á Twitter þar sem hann sagði að „Tesla með sjálfstýringu í gangi nálgast nú tíu sinnum minni líkur á slysi en meðal ökutæki,“ eins og segir í tísit Musk sem er með um fimmtíu milljón fylgjendur á Twitter. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um 3,4% í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys af þessum toga verða þegar Tesla er á sjálfstýringu en minnst þrjú banaslys af slíkum toga hafa orðið frá árinu 2016. Þá hafa þrjú slys til viðbótar komið til kasta NHTSA á undanförnum vikum sem vörðuðu sjálfkeyrandi Teslur. Tesla Bílar Bandaríkin Tækni Umferðaröryggi Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Bíllinn var að gerðinni 2019 Tesla Model S og var á miklum hraða nálægt borginni Houston en virðist hafa misreiknað beygju á veginum sem leiddi til þess að bíllinn fór út af, skall á tré og endaði í ljósum logum. Báðir farþegar, einn sem sat í farþegaframsæti og annar sem sat aftur í, létust báðir. Önnur stofnunin hefur umsjón og yfirsýn með regluverki um bílaumferðaröryggi (NHTSA) og hin um samgönguöryggi í víðari skilningi (NTSB), en stofnanirnar gegna að vissu leyti sambærilegu hlutverki og Samgöngustofa. „Við erum í virku samstarfi við lögregluyfirvöld á svæðinu og Tesla til að læra meira um smáatriði er tengjast slysinu og munum stíga nauðsynleg skref þegar við höfum aflað frekari upplýsinga,“ segir í yfirlýsingu NHTSA sem fréttastofa Reuters vísar til. Tesla with Autopilot engaged now approaching 10 times lower chance of accident than average vehicle https://t.co/6lGy52wVhC— Elon Musk (@elonmusk) April 17, 2021 Aðeins nokkrum klukkustundum áður en slysið varð á laugardaginn deildi Elon Musk, forstjóri Tesla, færslu á Twitter þar sem hann sagði að „Tesla með sjálfstýringu í gangi nálgast nú tíu sinnum minni líkur á slysi en meðal ökutæki,“ eins og segir í tísit Musk sem er með um fimmtíu milljón fylgjendur á Twitter. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um 3,4% í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys af þessum toga verða þegar Tesla er á sjálfstýringu en minnst þrjú banaslys af slíkum toga hafa orðið frá árinu 2016. Þá hafa þrjú slys til viðbótar komið til kasta NHTSA á undanförnum vikum sem vörðuðu sjálfkeyrandi Teslur.
Tesla Bílar Bandaríkin Tækni Umferðaröryggi Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira