62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2021 10:07 Komufarþegar til landsins eiga þess nú kost að fara á sóttvarnarhótel endurgjaldslaust. Vísir/Egill Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Ríflega 62 prósent hefðu hins vegar kosið að komufarþegum til Íslands frá skilgreindum hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli, og gerð hefði verið breyting á sóttvarnalögum sem heimilaði slíka kvöð. Loks hefðu tæplega fjögur prósent kosið að komufarþegar til Íslands sem ættu að fara í sóttkví hefðu fengið að ráða hvar þeir væru í sóttkví án þess að reglur um heimasóttkví væru hertar. Hátt í níu af hverjum tíu tóku afstöðu til þess hver fullyrðinganna lýsti best þeirra skoðun. Um fimm prósent sögðu enga þeirra lýsa sinni skoðun og tæplega 6% til viðbótar tóku ekki afstöðu. Með nýjum reglum á landamærum sem tóku gildi 1. apríl síðastliðinn var farþegum sem komu til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum gert að dvelja í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli. Eftir kærur frá farþegum kvað héraðsdómur hins vegar upp þann úrskurð að ekki væri lagaheimild fyrir reglunum. Eftir að Landsréttur hafði vísað frá kæru sóttvarnarlæknis á úrskurði Héraðsdóms tók ný reglugerð heilbrigðisráðherra gildi þann 9. apríl, en hún fól í sér að komufarþegar sem ættu að fara í sóttkví gætu verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Spurt var, hvaða skoðun hafa landsmenn? Ég er sátt(ur) við nýja reglugerð heilbrigðisráðherra sem felur í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í sóttkví í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Ég hefði kosið að komufarþegum til Íslands frá skilgreindum hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli, og gerð hefði verið breyting á sóttvarnalögum sem heimilaði slíka kvöð Ég hefði kosið að komufarþegar til Íslands sem ættu að fara í sóttkví hefðu fengið að ráða hvar þeir væru í sóttkví án þess að reglur um heimasóttkví væru hertar Ekki er marktækur munur á svörum fólks eftir kyni, aldri, búsetu, menntun eða tekjum en töluverður munur eftir því hvaða flokk það kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag. Þeir sem kysu Sjálfstæðisflokkinn skera sig nokkuð úr. Tæplega 46% þeirra vilja að komufarþegum frá hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví á sóttvarnarhóteli og lögum breytt til að heimila það, á meðan um 61-73% þeirra sem kysu aðra flokka vilja það. Eins eru nær 49% Sjálfstæðismanna sátt við reglugerð sem heimilar komufarþegum að vera í sóttkví í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum á meðan þeir sem kysu aðra flokka eru ólíklegri til að vera sáttir við hana. Tæplega 16% þeirra sem kysu Pírata eru sátt við reglugerðina og 24% þeirra sem kysu Framsóknarflokkinn, en um 30-38% þeirra sem kysu aðra flokka. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ríflega 62 prósent hefðu hins vegar kosið að komufarþegum til Íslands frá skilgreindum hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli, og gerð hefði verið breyting á sóttvarnalögum sem heimilaði slíka kvöð. Loks hefðu tæplega fjögur prósent kosið að komufarþegar til Íslands sem ættu að fara í sóttkví hefðu fengið að ráða hvar þeir væru í sóttkví án þess að reglur um heimasóttkví væru hertar. Hátt í níu af hverjum tíu tóku afstöðu til þess hver fullyrðinganna lýsti best þeirra skoðun. Um fimm prósent sögðu enga þeirra lýsa sinni skoðun og tæplega 6% til viðbótar tóku ekki afstöðu. Með nýjum reglum á landamærum sem tóku gildi 1. apríl síðastliðinn var farþegum sem komu til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum gert að dvelja í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli. Eftir kærur frá farþegum kvað héraðsdómur hins vegar upp þann úrskurð að ekki væri lagaheimild fyrir reglunum. Eftir að Landsréttur hafði vísað frá kæru sóttvarnarlæknis á úrskurði Héraðsdóms tók ný reglugerð heilbrigðisráðherra gildi þann 9. apríl, en hún fól í sér að komufarþegar sem ættu að fara í sóttkví gætu verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Spurt var, hvaða skoðun hafa landsmenn? Ég er sátt(ur) við nýja reglugerð heilbrigðisráðherra sem felur í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í sóttkví í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Ég hefði kosið að komufarþegum til Íslands frá skilgreindum hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli, og gerð hefði verið breyting á sóttvarnalögum sem heimilaði slíka kvöð Ég hefði kosið að komufarþegar til Íslands sem ættu að fara í sóttkví hefðu fengið að ráða hvar þeir væru í sóttkví án þess að reglur um heimasóttkví væru hertar Ekki er marktækur munur á svörum fólks eftir kyni, aldri, búsetu, menntun eða tekjum en töluverður munur eftir því hvaða flokk það kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag. Þeir sem kysu Sjálfstæðisflokkinn skera sig nokkuð úr. Tæplega 46% þeirra vilja að komufarþegum frá hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví á sóttvarnarhóteli og lögum breytt til að heimila það, á meðan um 61-73% þeirra sem kysu aðra flokka vilja það. Eins eru nær 49% Sjálfstæðismanna sátt við reglugerð sem heimilar komufarþegum að vera í sóttkví í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum á meðan þeir sem kysu aðra flokka eru ólíklegri til að vera sáttir við hana. Tæplega 16% þeirra sem kysu Pírata eru sátt við reglugerðina og 24% þeirra sem kysu Framsóknarflokkinn, en um 30-38% þeirra sem kysu aðra flokka.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira