„Mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. apríl 2021 13:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra segir brýnt að hefja uppbyggingu innviða á eldgosavæðinu í Geldingadölum. Ekki hefur verið ákveðið hversu miklum fjármunum verður varið í verkefnið. Hún býst ekki við að gjald verði tekið fyrir að göngutúr að gosinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra hefur skipað starfshóp sem á að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum. Nú þegar hefur verið gripið til bráðabirgðaaðgerða á svæðinu af hálfu Grindavíkurbæjar auk þess sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur veitt fjármagn til uppbyggingar á svæðinu. Í hópnum eru fulltrúar landeigendafélaganna tveggja á svæðinu, Grindavíkurbæjar, Umhverfisstofnunar, Veðurstofunnar, lögreglu og Áfangastaðarstofu Reykjaness. „Málið er brýnt það reynir á samstarf margra ólíkra aðila. Það reynir þarna á stýringu ferðamanna til skemmri og lengri tíma. Uppbyggingu, að öryggi sé tryggt og náttúruvernd. Þá liggur ábyrgðin á ýmsum stöðum,“ segir Þórdís. Hún segir ekki ljóst hversu miklum fjármunum verði varið í verkefnið. „Það liggur alls ekki fyrir á þessari stundu. Við höfum sett 10 milljónir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. En hvað fer í verkefnið í framhaldinu fer algjörlega eftir því hvers konar uppbygging mun fara þarna fram,“ segir Kolbrún. Aðspurð um hvað hún telji að gjaldtaka verði tekin upp á svæðinu svara Kolbrún. „Mér sýnist mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu. Það er allt annað að þarna verði greitt fyrir einhvers konar þjónustu sem verður veitt á svæðinu eins og bílastæði og salernisaðstöðu,“ segir Kolbrún. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.Vísir/Sigurjón Markaðsstofa Reykjaness hefur metið umfjöllun erlendra miðla um eldgosið og áætlar að virði hennar sé 6,6 milljarða króna þ.e. ef slík umfjöllun væri keypt. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri fer fyrir hópnum sem á að skila fyrstu tillögum eigi síðar en 30. apríl. „Þessi áfangastaður verður mjög vinsæll og hvetur til Íslandsferða. Við sjáum nú þegar hversu stór hluti Íslendinga hefur nú þegar séð eldgosið og búast má við sambærilegum áhuga þegar ferðamenn byrja að koma hingað á ný í einhverjum mæli,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að hópnum sé ætlað að samræma aðgerðir þeirra sem koma að uppbyggingu, upplýsingamiðlun og rekstri á svæðinu. „Þetta er land í einkaeign, þannig að eigendur svæðisins hafa mikið um það að segja hvernig framtíðarskipulag verður þarna. En það er líka samfélagið þarna og við sem ferðamannaland sem þurfum að ákveða hvernig við gerum þetta með sem bestum hætti,“ segir Skarphéðinn að lokum. Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47 Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. 30. mars 2021 19:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra hefur skipað starfshóp sem á að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum. Nú þegar hefur verið gripið til bráðabirgðaaðgerða á svæðinu af hálfu Grindavíkurbæjar auk þess sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur veitt fjármagn til uppbyggingar á svæðinu. Í hópnum eru fulltrúar landeigendafélaganna tveggja á svæðinu, Grindavíkurbæjar, Umhverfisstofnunar, Veðurstofunnar, lögreglu og Áfangastaðarstofu Reykjaness. „Málið er brýnt það reynir á samstarf margra ólíkra aðila. Það reynir þarna á stýringu ferðamanna til skemmri og lengri tíma. Uppbyggingu, að öryggi sé tryggt og náttúruvernd. Þá liggur ábyrgðin á ýmsum stöðum,“ segir Þórdís. Hún segir ekki ljóst hversu miklum fjármunum verði varið í verkefnið. „Það liggur alls ekki fyrir á þessari stundu. Við höfum sett 10 milljónir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. En hvað fer í verkefnið í framhaldinu fer algjörlega eftir því hvers konar uppbygging mun fara þarna fram,“ segir Kolbrún. Aðspurð um hvað hún telji að gjaldtaka verði tekin upp á svæðinu svara Kolbrún. „Mér sýnist mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu. Það er allt annað að þarna verði greitt fyrir einhvers konar þjónustu sem verður veitt á svæðinu eins og bílastæði og salernisaðstöðu,“ segir Kolbrún. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.Vísir/Sigurjón Markaðsstofa Reykjaness hefur metið umfjöllun erlendra miðla um eldgosið og áætlar að virði hennar sé 6,6 milljarða króna þ.e. ef slík umfjöllun væri keypt. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri fer fyrir hópnum sem á að skila fyrstu tillögum eigi síðar en 30. apríl. „Þessi áfangastaður verður mjög vinsæll og hvetur til Íslandsferða. Við sjáum nú þegar hversu stór hluti Íslendinga hefur nú þegar séð eldgosið og búast má við sambærilegum áhuga þegar ferðamenn byrja að koma hingað á ný í einhverjum mæli,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að hópnum sé ætlað að samræma aðgerðir þeirra sem koma að uppbyggingu, upplýsingamiðlun og rekstri á svæðinu. „Þetta er land í einkaeign, þannig að eigendur svæðisins hafa mikið um það að segja hvernig framtíðarskipulag verður þarna. En það er líka samfélagið þarna og við sem ferðamannaland sem þurfum að ákveða hvernig við gerum þetta með sem bestum hætti,“ segir Skarphéðinn að lokum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47 Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. 30. mars 2021 19:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47
Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. 30. mars 2021 19:00