Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2021 14:05 Castle Peak-kolaorkuverið í Hong Kong. Spurn eftir kolum eykst sérstaklega mikið í Kína og Asíu í ár og drífur það áfram metvöxt í losun á milli ára. Vísir/EPA Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. Flugsamgöngur nánast lömuðust, verulega dró úr bílaumferð og efnahagsumsvif almennt stórminnkuðu eftir að nýtt afbrigði kórónuveirunnar breiddi úr sér um heimsbyggðina í byrjun síðasta árs. Samdráttur í orkunotkun í faraldrinum leiddi til þess að losun koltvísýrings frá orkuframleiðslu minnkaði um 5,8 prósent á milli 2020 og 2019. Áætlað hefur verið að þegar höft sem komið var á vegna faraldursins voru sem ströngust í byrjun apríl í fyrra hafi dagleg losun vegna bruna á jarðefnaeldsneyti dregist saman um 17% borið saman við metárið 2019. Slíkur samdráttur í spurn eftir orku hafði ekki sést frá síðar heimsstyrjöld. Losunin í fyrra nam engu að síður 31,5 milljörðum tonna af koltvísýringi sem valda frekari hlýnun loftslags á jörðinni. Samdrátturinn í kolefnislosun í faraldrinum stefnir þó í að verða skammgóður vermir. Alþjóðaorkumálastofnunin spáir því að losunin aukist um hátt í fimm prósent á þessu ári og nái 33 milljörðum tonna af koltvísýringi, aðeins lítillega minna en metárið 2019, að því er segir í frétt Reuters. Stofnunin byggir mat sitt á göngum frá ríkjum heims, þróun í efnahagsmálum heimsins og nýjum orkuverum sem tekin verða í notkun. Býst hún við því að spurn eftir orku aukist um 4,6 prósent á þessu ári, sérstaklega í þróunarríkjunum. Losunin eykst meðal annars vegna stóraukinnar kolanotkunar á milli ára, ekki síst í Kína og Asíu þar sem ríki reyna að blása lífi í kulnuð hagkerfi eftir faraldurinn. Búist er við því að spurn eftir bæði kolum og gasi verði enn meiri í ár en árið 2019, áður en faraldurinn hófst. Eftirspurnin hefur þá ekki verið meiri frá árinu 2014 þegar hún var í hámarki. „Þetta er grafalvarleg viðvörun um að efnahagsbatinn eftir Covid-krísuna er allt annað en sjálfbær fyrir loftslagið okkar,“ segir Fatih Birol, forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Tæpur þriðjungur orkuframleiðslunnar grænn Horfurnar eru þó ekki allar neikvæðar. Þrátt fyrir að þeir vaxi ekki jafnmikið og kol og gas er einnig spáð aukinni eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum: vatnsafli, vind- og sólarorku. Útlit er fyrir að endurnýjanlegir orkugjafar sjái heiminum fyrir um 30 prósent af raforku sinni í ár en það hefur þá ekki verið hærra frá upphafi iðnbyltingarinnar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Á sama tíma og Kínverjar stórauka spurn sína eftir kolum munu þeir líklega eiga um helminginn af aukinni framleiðslugetu endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum í ár. Á hinn bóginn slær Alþjóðaorkumálastofnunin þann varnagla að vöxtur í losun gróðurhúsalofttegunda geti orðið enn meiri í ár ef spurn eftir olíu færist aftur í fyrra horf frá því fyrir faraldurinn. Eins og er gera spár enn ráð fyrir því að olíunotkun í flugsamgöngum verði tuttugu prósent minni í ár en árið 2019. Þó að Kínverjar séu þjóða stórtækastir í kolabruna eru þeir einnig í fararbroddi í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugafa eins og sólar- og vindorkuversins í Yancheng sem hér sést á mynd.Vísir/EPA Nú er svo komið að styrkur koltvísýrings í andrúmslofti jarðar mælist yfir 410 hlutum af milljón (ppm). Styrkurinn hefur aldrei mælst meiri frá því að beinar mælingar hófust og hefur hann líklega ekki verið hærri í þrjár milljónir ára. Ætli menn sér að ná metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C fyrir lok aldarinnar, borið saman við viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu, þyrfti að draga úr losun um 7,6% á hverju ári á milli 2020 og 2030. Slíkur samdráttur náðist ekki einu sinni í miðjum heimsfaraldri sem hefur dregið milljónir jarðarbúa til dauða og valdið kröppustu efnahagslægð í áratugi. Talið er að hlýnun gæti náð allt frá þremur til fimm gráðum á þessari höld haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óbreytt. Slíkri hlýnun fylgdi skæðari hitabylgjur og þurrkar, ákafari úrkoma, frekari veðuröfgar og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt. Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Orkumál Tengdar fréttir Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið. 18. apríl 2021 09:45 Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Fimm fyrrverandi forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Flugsamgöngur nánast lömuðust, verulega dró úr bílaumferð og efnahagsumsvif almennt stórminnkuðu eftir að nýtt afbrigði kórónuveirunnar breiddi úr sér um heimsbyggðina í byrjun síðasta árs. Samdráttur í orkunotkun í faraldrinum leiddi til þess að losun koltvísýrings frá orkuframleiðslu minnkaði um 5,8 prósent á milli 2020 og 2019. Áætlað hefur verið að þegar höft sem komið var á vegna faraldursins voru sem ströngust í byrjun apríl í fyrra hafi dagleg losun vegna bruna á jarðefnaeldsneyti dregist saman um 17% borið saman við metárið 2019. Slíkur samdráttur í spurn eftir orku hafði ekki sést frá síðar heimsstyrjöld. Losunin í fyrra nam engu að síður 31,5 milljörðum tonna af koltvísýringi sem valda frekari hlýnun loftslags á jörðinni. Samdrátturinn í kolefnislosun í faraldrinum stefnir þó í að verða skammgóður vermir. Alþjóðaorkumálastofnunin spáir því að losunin aukist um hátt í fimm prósent á þessu ári og nái 33 milljörðum tonna af koltvísýringi, aðeins lítillega minna en metárið 2019, að því er segir í frétt Reuters. Stofnunin byggir mat sitt á göngum frá ríkjum heims, þróun í efnahagsmálum heimsins og nýjum orkuverum sem tekin verða í notkun. Býst hún við því að spurn eftir orku aukist um 4,6 prósent á þessu ári, sérstaklega í þróunarríkjunum. Losunin eykst meðal annars vegna stóraukinnar kolanotkunar á milli ára, ekki síst í Kína og Asíu þar sem ríki reyna að blása lífi í kulnuð hagkerfi eftir faraldurinn. Búist er við því að spurn eftir bæði kolum og gasi verði enn meiri í ár en árið 2019, áður en faraldurinn hófst. Eftirspurnin hefur þá ekki verið meiri frá árinu 2014 þegar hún var í hámarki. „Þetta er grafalvarleg viðvörun um að efnahagsbatinn eftir Covid-krísuna er allt annað en sjálfbær fyrir loftslagið okkar,“ segir Fatih Birol, forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Tæpur þriðjungur orkuframleiðslunnar grænn Horfurnar eru þó ekki allar neikvæðar. Þrátt fyrir að þeir vaxi ekki jafnmikið og kol og gas er einnig spáð aukinni eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum: vatnsafli, vind- og sólarorku. Útlit er fyrir að endurnýjanlegir orkugjafar sjái heiminum fyrir um 30 prósent af raforku sinni í ár en það hefur þá ekki verið hærra frá upphafi iðnbyltingarinnar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Á sama tíma og Kínverjar stórauka spurn sína eftir kolum munu þeir líklega eiga um helminginn af aukinni framleiðslugetu endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum í ár. Á hinn bóginn slær Alþjóðaorkumálastofnunin þann varnagla að vöxtur í losun gróðurhúsalofttegunda geti orðið enn meiri í ár ef spurn eftir olíu færist aftur í fyrra horf frá því fyrir faraldurinn. Eins og er gera spár enn ráð fyrir því að olíunotkun í flugsamgöngum verði tuttugu prósent minni í ár en árið 2019. Þó að Kínverjar séu þjóða stórtækastir í kolabruna eru þeir einnig í fararbroddi í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugafa eins og sólar- og vindorkuversins í Yancheng sem hér sést á mynd.Vísir/EPA Nú er svo komið að styrkur koltvísýrings í andrúmslofti jarðar mælist yfir 410 hlutum af milljón (ppm). Styrkurinn hefur aldrei mælst meiri frá því að beinar mælingar hófust og hefur hann líklega ekki verið hærri í þrjár milljónir ára. Ætli menn sér að ná metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C fyrir lok aldarinnar, borið saman við viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu, þyrfti að draga úr losun um 7,6% á hverju ári á milli 2020 og 2030. Slíkur samdráttur náðist ekki einu sinni í miðjum heimsfaraldri sem hefur dregið milljónir jarðarbúa til dauða og valdið kröppustu efnahagslægð í áratugi. Talið er að hlýnun gæti náð allt frá þremur til fimm gráðum á þessari höld haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óbreytt. Slíkri hlýnun fylgdi skæðari hitabylgjur og þurrkar, ákafari úrkoma, frekari veðuröfgar og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt.
Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Orkumál Tengdar fréttir Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið. 18. apríl 2021 09:45 Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Fimm fyrrverandi forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið. 18. apríl 2021 09:45
Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. 17. mars 2021 11:01