Tilkynnt var um tólf liða Ofurdeild sem átti að hefjast í sumar en liðin ætluðu frekar að spila í sinni Ofurdeild heldur en að spila í Meistaradeild Evrópu.
Nú undir kvöld hefur hins vegar komið fram að Ofurdeildin verði væntanlega ekki að veruleika en mikil og hörð mótmæli hafa átt sér stað eftir að fréttirnar bárust um deildina.
Ein af þeim sem bregðast við tíðindum síðustu daga er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún er mikill stuðningsmaður Liverpool sem átti einnig að keppa í Ofurdeildinni.
Katrín skrifar á Twitter síðu sína að þegar græðgi og kapítalismi taki yfir, þá sé hjarta íþróttarinnar tapað.
Hún sagðist ekki ætla að fylgja Liverpool í þessari vegferð og að eigendur Liverpool yrðu að ganga einir.
The fans are the spirit & heart of every sport, this sport is nothing without them. When greed & capitalism completely take over, the heart of the sport is lost. I will not follow @LFC in this journey, the owners will have to walk alone on this one. #SuperLeagueOut
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) April 20, 2021