Ánægður með breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu í nótt Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2021 12:19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægðir að frumvörp um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga voru samþykkt í nótt. Lagabreytingin skyldar fólk frá tilteknum svæðum, miðað við útbreiðslu kórónuveirunnar, til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Ég tel að þessi lög séu svar við þessu ákalli sem ég hef verið með að við getum beitt harðari aðgerðum á þá sem eru líklegri til að dreifa smiti hér innanlands og mér sýnist þetta vera mjög stórt og gott skref í rétta átt,“ segir Þórólfur Guðnason. Lögin veita heilbrigðisráðherra heimild til að skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að enn eigi eftir að móta hvað verði miðað við þegar sú ákvörðun er tekin. „Við munum setja þessi mörk miðað við það áhættumat sem við getum gert hér á landamærasmitum, hvaðan eru smitin að koma, hvaða lönd eru það aðallega og svo framvegis. Við þurfum að skoða það í heildrænu samhengi og setja þannig mörkin. Ég held að það sé miklu skynsamlegra að gera það þannig en að nota skilgreiningar frá Evrópu sem kannski eiga ekki endilega við okkur. Við þurfum að sníða okkar aðgerðir að okkar eigið áhættumati,“ segir Þórólfur. Lögin veita einnig sóttvarnalækni heimild til að veita undanþágu frá því að vera í sóttvarnahúsi á milli skimana við komuna til landsins, en Þórólfur segir enn eiga eftir að koma í ljós við hvaða aðstæður undanþágur verða veittar. Frumvarpið um breytingar á sóttvarnalögum tók miklum breytingum í nótt og er Þórólfur ánægður með þær. „Það voru teknar inn ábendingar, sem ég og fleiri komu með fyrir velferðarnefnd, að það er ekki einöngu miðað við nýgengi smita heldur líka hægt að leggja mat á veiruafbrigði. Eru þau meira smitandi eða alvarlegri til dæmis, þó nýgengið sé ekki voðalega hátt. Þá er hægt að grípa til aðgerða frá því svæði, ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa þá heimild þarna inni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Ég tel að þessi lög séu svar við þessu ákalli sem ég hef verið með að við getum beitt harðari aðgerðum á þá sem eru líklegri til að dreifa smiti hér innanlands og mér sýnist þetta vera mjög stórt og gott skref í rétta átt,“ segir Þórólfur Guðnason. Lögin veita heilbrigðisráðherra heimild til að skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að enn eigi eftir að móta hvað verði miðað við þegar sú ákvörðun er tekin. „Við munum setja þessi mörk miðað við það áhættumat sem við getum gert hér á landamærasmitum, hvaðan eru smitin að koma, hvaða lönd eru það aðallega og svo framvegis. Við þurfum að skoða það í heildrænu samhengi og setja þannig mörkin. Ég held að það sé miklu skynsamlegra að gera það þannig en að nota skilgreiningar frá Evrópu sem kannski eiga ekki endilega við okkur. Við þurfum að sníða okkar aðgerðir að okkar eigið áhættumati,“ segir Þórólfur. Lögin veita einnig sóttvarnalækni heimild til að veita undanþágu frá því að vera í sóttvarnahúsi á milli skimana við komuna til landsins, en Þórólfur segir enn eiga eftir að koma í ljós við hvaða aðstæður undanþágur verða veittar. Frumvarpið um breytingar á sóttvarnalögum tók miklum breytingum í nótt og er Þórólfur ánægður með þær. „Það voru teknar inn ábendingar, sem ég og fleiri komu með fyrir velferðarnefnd, að það er ekki einöngu miðað við nýgengi smita heldur líka hægt að leggja mat á veiruafbrigði. Eru þau meira smitandi eða alvarlegri til dæmis, þó nýgengið sé ekki voðalega hátt. Þá er hægt að grípa til aðgerða frá því svæði, ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa þá heimild þarna inni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira